Metallica - Re - load Ári eftir “Load” þá gáfu þeir félagar út “Re - Load”, ástæðan fyrir því var sú að eftir 5 ára hlé þá áttu þeir svo mikið efni til, að þeir þurftu að skilja mikið eftir, annars hefðu þeir misst af útgáfudeginum sem þeir var gefinn (record companies at it again).

“Re - Load”, er eins og nafnið gefur til kynna er hún hálfgert framhald af “Load” plötunni sem kom út 1996.
Sami fílingurinn liggur yfir henni, sklijanlega þar sem flest efnið var tekið upp á svipuðum tíma eða þá á meðan að þeir voru að túra á “Load” túrnum.

Track Listi:

1. Fuel (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 4:29
2. The Memory Remains (Hetfield/Ulrich) - 4:39
3. Devil's Dance (Hetfield/Ulrich) - 5:18
4. The Unforgiven II (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 6:36
5. Better Than You (Hetfield/Ulrich) - 5:21
6. Slither (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 5:13
7. Carpe Diem Baby (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 6:12
8. Bad Seed (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 4:05
9. Where the Wild Things Are (Hetfield/Newsted/Ulrich) - 6:52
10. Prince Charming (Hetfield/Ulrich) - 6:04
11. Low Man's Lyric (Hetfield/Ulrich) - 7:36
12. Attitude (Hetfield/Ulrich) - 5:16
13. Fixxxer (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 8:15

Æji úff maður, um leið og platan byrjar á þessu ofurhallærislega “Give me Fuel, Give me Fire” línu hjá James þá bara getur maður ekki annað en hrist hausinn. Ofsalega hallærisleg lína. Sem betur fer þá lagast það nú með laginu sjálfu, ágætis lag svo sem en alls ekkert meira en það. Reyndar þá er maður svo sem orðinn vanur þessum nýja stíl hjá þeim þannig að þetta rennur ágætlega í gegn, toppurinn er samt IMO Marianne Faithfull í viðlaginu á “The Memory Remains” sem verður að teljast lang besta lag plötunar. Svo einhvernveginn held ég að ef þú gerir framhald af einhverju lagi þá er það dauðadæmt til að vera borið saman við fyrri hlutann, og “The Unforgiven II” stenst engann veginn samanburð við “The Unforgiven” þó að það sé alveg ágætt lag.
Restin af plötunni er svo bara eitthvað sem er varla frásögufærandi nema bara til að minnast á hinn hallærislega titil “Carpe Diem Baby”, minnir á eitthvað sem nútíma R&B popari myndi skíra plötuna sína.

Credit Listi:

Marianne Faithfull - Vocals
Kirk Hammett - Guitar
James Hetfield - Guitar, Vocals, Producer
Jim McGillveray - Percussion
Jason Newsted - Bass
Bob Rock - Producer
Lars Ulrich - Drums, Producer
David Miles - Hurdygurdy
Bernardo Bigalli - Violin, Assistant Engineer

Ég veit nú ekki hvað Hurdygurdy er en ég efast ekki um að hann David Miles standi sig ágætlega í því.

Það er ekkert nýtt þarna, og það eina sem mér finnst þess virði að nefna er fyrrum ofurgrúppían hans Mick Jagger, Marianne Faithfull sem gefur skemtilegann hrollvekjandi fíling í “The Memory Remains”.
Eins og ég hef sagt áður, þá er það takmarkað hvað maður nennir að hlusta á sömu riffin, taktana, gaulið og sama sólóið oft. Þeir eru gersamlega steingeldir þarna og á þessum tíma hefðu þeir einmitt átt að bara setjast niður og fara að díla við þessi týpisku pop vandamál sem koma upp, hvort að James sé hommi, er Hammet wannabe hnakki með pinna í vörinni, ætli Lars sé farinn að fitna, prumpar Bob alltaf í stúdíóinu, er Newsted ennþá með verk í hnakkanum eftir allt slammið osfvr.

Þessi 2 ár, 1996 og 1997 voru Metallica gersamlega úti að aka og held ég að þeir hljóti að gera sér grein fyrir því sjálfir, enda er allt sem kom á eftir ekkert líkt því sem er á þessum 2 plötum (sem betur fer).

Ég gef henni ** af *****

Takk fyri
ibbets úber alles!!!