Detroit 1 - ----- Lakers 0 Já þannig er staðan eftir fyrsta leik þessara liða í úrslitum NBA deildarinnar. Ég sá þvímiður ekki leikinn því að ég þurfti að vakna heavy snemma í vinnu en það breytti hinsvegar ekki því að Detroit fór létt með Lakers í fyrsta leik liðanna. Leikurinn fór 87-75 fyrir Pistons, 12 stiga tap hjá Lakers og ekki segja að ég sé ekki slunginn í stærðfræðinni.

Eins og Sirk minntist á í nýlegum korki þá skoruðu KObe og Shaq yfirburða mikinn hluta stiga Lakers manna. Já þetta getur ekki verið að gerast. Hvernig ætla Lakers menn að vinna titilinn svona. Mæta á sinn eigin heimavöll (held ég alveg örugglega) og restin af liðinu getur ekki drullað sér til að skila sínu litla hlutverki. Kannski bara stress. Nei ég veit ekki.

Chauncy Billups átti örugglega besta frammistöðu PIstons manna en hann skoraði samt ekki meira en Kobe né Shaq. Shaq átti stórleik með 34 stig. Næstum því helming stiga Lakers manna.

Ben Wallace átti engan yfirburðaleik. 9 stig og 8 fráköst. Má segja að Shaq hafi flengt hann. Nei ég veit ekki. Á eftir að sjá leikinn almennilega til að geta dæmt um það.

En já fólk. Sáuði leikinn. Hvað finnst ykkur ? Voru Lakers menn bara óheppnir því að “auka” leikmennirnir voru ekki að gera neitt eða mun Detroit taka þetta einvígi.

Eitt er víst. Shaq og KObe voru örugglega ekki kátir í leikslok.