Metallica - Load Til að byrja með langar mig að biðja admina hér afsökunar á því að hafa sagt að þetta sé verst stjórnaða áhugamál á huga og jafnframt því biðja alla þá sem stunda þetta áhugamál vinsamlegast að leyfa mér að klára þessa seríu áður en þeir fara að skrifa greinar um Metallica.

Að því loknu….

5 árum eftir “Black Album” gerðu þeir félagar tilraun til að viðhalda vinsældum sínum og útkoman var “Load”.
Þegar bönd eru kominn á sama stall og Metallica þá er nánast sama hvað þau gera, það verður vinsælt. James gæti prumpað í míkrófóninn og það yrði strax að No.1 hit útum allan heim.
Stundum þegar maður hlustar á þessa plötu þá fær maður á tilfiningunni að þeir hafi einmitt verið að testa það hvað þeir gætu gengið langt.
Á þessum tíma er Bob Rock orðinn hálfgerður meðlimur í Metallica en ekki bara pródúser, IMO fáránleg mistök og ætti þessi maður að vera með stanslausann hiksta (maður á víst að fá hiksta ef maður er baktalaður mikið).

Track Listi:

1. Ain't My Bitch (Hetfield/Ulrich) - 5:04
2. 2 X 4 (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 5:28
3. The House Jack Built (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 6:39
4. Until It Sleeps (Hetfield/Ulrich) - 4:30
5. King Nothing (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 5:28
6. Hero of the Day (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 4:22
7. Bleeding Me (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 8:18
8. Cure (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 4:54
9. Poor Twisted Me (Hetfield/Ulrich) - 4:00
10. Wasting My Hate (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 3:57
11. Mama Said (Hetfield/Ulrich) - 5:19
12. Thorn Within (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 5:51
13. Ronnie (Hetfield/Ulrich) - 5:17
14. The Outlaw Torn (Hetfield/Ulrich) - 9:52

Innann um nokkur ágætis lög eins og “Until It Sleeps” og “Hero Of The Day” eru svo mörg hörmuleg lög að þessar 80 mín sem þessi diskur er verða meira að pínu og ergilegri löngun til að fara á klósettið frekar en að langa að hlusta á plötuna í heild sinni. Mikið er um kántrí fíling (enda James kántrí gaur dauðans) og hver einasta tilraun til að vera frumlegur gersamlega horfin.
Sum lögin eru það léleg að meira að segja band sem væri að gefa út sína fyrstu plötu fengi ekki einu sinni spilun í útvarpi, en þar sem þetta er Metallica þá verður þetta vinsælt, því jú, þeir eiga það skilið eftir allt sem þeir hafa gert í fortíðinni.
Maður heyrir á sumum lögunum að þau eiga að vera grúfí og með skemtilegri sveiflu en andinn sem liggur yfir plötunni veldur því að það er ekkert grúf, bara hálf vonsvikinn fílingur um að eitthvað komi til með að gerast en gerist svo ekki. Svo sem alveg rökrétt framhald af “Black Album”.

Credit Listi:


Kirk Hammett - Guitar
James Hetfield - Guitar, Vocals, Producer
Jason Newsted - Bass
Bob Rock - Producer
Lars Ulrich - Drums, Producer

Same shit different day.
Enginn skarar framúr á neinu sviði. Allir löngu búnir að sanna sig sem topp tónlistarmenn og á maður alltaf von á því að eitthvað æðislegt fari að gerast en svo gerist bara ekkert. Það er takmarkað hvað maður nennir að hlusta á sama taktinn og sömu riffin lengi.

Þessi plata er frekar misheppnuð tilraun til að verða eitthvað ´70s metal rokk en verður bara að ósköp venjulegu ´90s þungarokki í staðinn.

Fyrir alla þá sem eiga eftir að fleima mig og segja að ég sé bara að segja þetta af því það er kúl að dissa þessa plötu segi ég, hvað hefði orðið um þessa plötu ef einhver óþekkt hljómsveit hefði gefið hana út? Hefði hún náð vinsældum…..? be honest…
Ég ætla mér svo sem ekkert að dissa þessa plötu neitt sérstaklega, það eru þarna nokkur prýðileg lög, en alls ekkert meira en miðlungs rokk sem atvinnumenn eins og Metallica ættu ekki að vera þekktir fyrir að gefa út.

Ég gef henni ** af *****


Takk fyri
ibbets úber alles!!!