Lakers menn vilja ekki íhuga verstu mögulegu útkomu þessa tímabils: Kobe í ævilangt fangelsi og á aldrei eftir að spila atvinnu körfubolta á ævi sinni aftur, Shaq farinn, Phil Jackson farinn, Gary Payton og Malone réttilega farnir á elliheimili, eftir niðurlægandi ósigur í úrslitum nba. Rookie draft á næsta ári. Þetta getur ekki gerst er það? Þetta getur gerst en það er ekki líklegt.

Íhugum málin ef Kobe fer ekki í fangelsi því þá flækjast málin. Ef Shaq og Jackson fara ekki fer kobe en ef að jackson fer fer shaq. Þekktar stærðir, man ekki einhver eftir Bulls? Jordan fer ef Jackson fer, Jordan fer ef Pippen fer. Aðeins öðruvísi.

Sem langtíma áhangandi lakers vill ég að kobe verði, shaq má éta það sem úti frýs og þá þyrfti Phil líka að fara. Þannig verða hlutirnir bara að vera, byggja lið í kringum besta leikmann í nba. Það hefur gerst áður. Af hverju að byggja lið í kringum aldraða stórstjörnu eins og Shaq? Til að komast í playoffs næstu tvö ár? Ekki nóg fyrir mig og ekki nóg fyrir Lakers.

Mér finnst kobe ekki vera jafn góður og Jordan, þegar Jordan var 26 þá hefði Tayshun prince ekki stöðvað hann fyrir skít. Kobe á samt eftir sín bestu ár og mér þætti fróðlegt að sjá hann sem aðalnúmerið í liðinu sínu, sjá hvað strákurinn getur, HA?, HA?

Það sem stendur þó uppúr er að ef lakers ná ekki að vinna 4 leiki í röð núna, þá vinna þeir ekki titil á næstunni. Þeir gerðu það samt á móti Spurs. Ég held í veika von, ég vil ekki vera að fagna því að lakers hafi náð fyrsta valrétt í nýliðavalinu 2005, svo mikið er víst.
!shamoa maaphukka!