Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kristbjorn
Kristbjorn Notandi frá fornöld 49 ára karlmaður
338 stig
Áhugamál: Flug, Bækur, Deiglan

Re: Réttur Iraq.

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þarna er ekki alveg rétt farið með staðreyndir. Kuwait var partur af Tyrkjaveldi lengi vel, en Bretar slitu Kúveit frá Tyrkjum í lok 19. aldar, en svæðið sem nú er Írak var partur af Tyrkjaveldi þar til eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þá vantaði Bretum land til að gera Faisal nokkurn að kóngi, og söfnuðu þeir þá saman nokkrum héruðum úr Kúrdistan og Mesópótamíu, og kölluðu Írak. Kúveit var semsagt aldrei partur af Írak. Miklu seinna (um 1960) fer Írak að gera kröfur á Kúveit, en þá passa...

Re: Star Trek þýðinagar

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Í sambandi við þýðingar á orðaforða Stjörnuflotans er rétt að benda á að Belginn Jósef frá Tunguló hefur lagt heilmikla vinnu í misgáfulegar þýðingar, sjá: http://groups.google.com/groups?hl=en&selm=IhQT6.18055%24mR5.1569830%40afrodite.telenet-ops.be og http://www.geocities.com/nyyrdasmidja/ Einnig mæli ég með að Hugaverjar líti yfir á usenet af og til. Kristbjörn

Re: Flugleidir - Minneapolis - Usa - WINNIPEG

í Flug fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Kosturinn við Minneapolis er að þetta er stór hub fyrir Northwest. Frá Minneapolis er hægt að fljúga beint áfram á vesturströndina, og öll Bandaríkin vestan við Appeninafjöllin. Það er yfirleitt bæði fljótlegast og ódýrast fyrir Íslendinga að fljúga til LA í gegnum Minneapolis frekar en einhverja borgina á austurströndinni. Nú þekki ég ekki mikið til í Winnipeg, en mig grunar að framboðið á tengiflugi þaðan sé mun minna en frá Minneapolis. Kristbjörn

Re: Lélegar tölvur, skrítnar plánetur

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Talandi um Star Trek, þá er þjóðfélagið þar mun nær Sovétríkjunum heitnu en BNA. Það er aldrei nokkurn tímann talað um peninga (nema hjá Ferengi, sem er frekar litið niður á sem auvirðilega kapítalista), það eru stundaðar gríðarlegar persónunjósnir, og “The Federation” miðstýrir öllu. Kristbjörn

Re: Að sjá ekki bjálkan í sínu eigin auga

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sælir Hlutverk utanríkisstefnu Bandaríkjanna er það sama og það hefur verið alla tuttugustu öldina, þ.e. tryggja hagsmuni bandarískra stórfyrirtækja. Hagsmunir íbúa landanna sem í hlut eiga eru algert aukaatriði. Hugtakið bananalýðveldi er einmitt dregið af því hvernig United Fruit Company valtaði yfir ríkisstjórnir Mið-Ameríku. Stuttur listi yfir góðkunningja Sáms frænda er á: http://www.thirdworldtraveler.com/US_ThirdWorld/dictators.html Kristbjörn

Re: Múslimar eru upp til hópa fædd fórnarlömb

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
“God bless America” er sönglað við öll möguleg og ómöguleg tilefni. Um helgina var tugum þúsunda Bandaríkjamanna smalað á Íþróttaleikvang til að hlýða á bænastund sem var sjónvarpað um landið og miðin. Í einhverjum skólum er bannað að kenna þróunarkenninguna, þar sem hún stangast á við biblíuna. Það er mjög hæpið að halda því fram að Bandaríkin séu “vel heppnað fjöltrúarbragða samfélag”. Svo eru þrælatökumálin sér kapítuli. Hver “skaðaðist” þar ? Það eru þrælarnir. Afkomendur þeirra búa...

Re: Brot úr viðtali við Ögmund Jónasson

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Milljónirnar 6000 eru fyrir skatta. Það skiptir Símann engu máli í dag hvort hann skilar hagnaði upp á 150 millur og borgar skatta upp á 5850 millur, eða hagnað upp á 5850 millur og 150 millur í skatta. Einkafyrirtæki eru hins vegar mun duglegri að koma sér undan að borga skatta, með réttum fjárfestingum, lántökum og -veitingum, kaupum á tapi, styrkjum í ýmis verkefni, og ýmsum öðrum bellibrögðum. Auk þess er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að lækka álögur á fyrirtæki og auka þar með...

Re: Tryggingafélög - Til hvers ?

í Flug fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég átta mig á að þau borga allt það tjón sem til féll núna, en það sem ég meina er að þegar tryggingafélögin sjá að þau geta faktískt þurft að borga þá eru þau stungin af. Sbr. samlíkinguna mína með að segja upp öllum brunatryggingum eftir einn stórbruna. Og ég er ekki sammála þér með aukna hættu á flugránum. Ég held einmitt að þessir atburðir hafi minnkað hættuna á flugránum til mikilla muna. Næstu vikurnar verða öryggisverðir á flugvöllum meira vakandi en oft áður og í einhverjum flugum...

Re: Microsoft frestar útgáfu á FS2002

í Flug fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Var ekki komið á hreint að þessir gaurar höfðu verið að taka flugtíma niðri í Flórída og fleiri fylkjum Bandaríkjanna, og þar með einhverja tíma í simulator ? “Vel þjálfaðir atvinnumenn” er ekki rétta lýsingin, en þeir höfðu samt gert töluvert meira en að sitja við MS Flight Simulator. http://dailynews.yahoo.com/h/ct/20010921/cr/the_suspects_so_far_who_has_been_rounded_up_1.html Þarna er m.a. gullkornið: “He reportedly told an instructor he just wanted to learn steering, not landing.”...

Re: Þurfum að gæta að okkur !

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Bin Laden vill losa “land spámannsins” við “vestræna innsrásarherinn”. Það er hans yfirlýsta markmið. Honum er sjálfsagt nokk sama hvað Bandaríkjamenn gera í Bandaríkjunum, hann hatar þá aðallega því þeir hafa mikið herlið í hans heimalandi og nota það herlið til að halda uppi stöðugum loftárásum á svelta nágrannaþjóð. Osama Bin Laden hefur neitað allri aðild að árásinni á WTC, er ekki hægt að skoða hvort einhver önnur af þeim tugum ef ekki hundruðum samtaka og ríkisstjórna sem vilja koma...

Re: Þurfum að gæta að okkur !

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það er vissulega rétt að múslimar hafa ekki verið duglegir að laga sig að lífi í hinum vestræna heimi. Hins vegar veit ég ekki um neina herstöð frá arabaríki á Ítalíu (Vatíkanið) eða yfirleitt nokkurs staðar utan við arabaríkin. Það sem Osama er að mótmæla eru ekki Kanarnir sem slíkir, heldur það að þeir skuli vera með herstöðvar þarna að óþörfu. Hann er þeirra útgáfa af samtökum herstöðvaandstæðinga. Sjálfur er ég mjög sáttur við að þeir hafi Bin Laden og við Birnu Þórðardóttur. Í þættinum...

Re: Öfund ?

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Þessir bræður borguðu ríkinu ekki fyrir jörðina, Ísólfur Gylfi borgaði kaupverðið til ríkisins. “Fólkið sem átti þessa jörð” erum við íslenskir skattgreiðendur. Ég veit ekki með ykkur, en ég var alla veganna ekki löngu búinn að ákveða að selja þessum þingmanni jörðina mína. Ábúendur áttu jörðina ekki nema milli þess sem blekið þornar á tveimur mismunandi kaupsamningum. Hvernig sem á þetta mál er litið, þá er þetta siðleysa. Ísólfur er þarna að hafa 20 milljónir af annað hvort ríkinu eða...

Re: Öfund???

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ekkert bull. Hann ætlar að rækta skóg og fær til þess sérstakan styrk frá Suðurlandsskógum. Kristbjörn

Re: British Aerospace Jetstream 31

í Flug fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Gaman að fá einhverjar tölur um þetta, og ennþá skemmtilegra að spekúlera. Á heimasíðu British Aerospace (http://www.bae.regional.co.uk/inservice_jetstream31.htm) er talað um beinan kostnað (DOC) sem ca. $350 eða 35.000 kr. Ég veit ekki hversu raunhæfar þessar tölur eru fyrir Ísland. Ef að við reiknum með 6.000 dollara leigu á mánuði eru það ca. 20.000 á dag. Með tvö flug á dag (fjórir leggir, klukkutími hver) eru þeir að borga ca. 5.000 + 35.000 fyrir tímann í lofti. Þá þurfa þeir 8 farþega...

Re: Erlent fjármagn

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Verð á símaþjónustu á Íslandi í dag er frekar lágt miðað við önnur lönd í kringum okkur. Síðustu áratugi hefur Síminn verið að borga peninga inn í ríkiskassann, en ekki verið að taka peninga frá ríkinu. Kristbjörn

Re: Eru mannréttindi bara fyrir suma?

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Pol Pot er ekki besta dæmið hér, hann hefði aldrei komist til valda eða náð að gera þann óskunda sem hann gerði án Sáms frænda. Hér er listi yfir nokkur lönd þar sem hinn vestræni heimur hefði betur setið og horft á: http://www.thirdworldtraveler.com/US_ThirdWorld/dictators.html

Re: Öfund ?

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það skiptir engu máli hérna hvað þessir bræður vildu, þeir áttu ekki þessa jörð. Ákvæðið um sölu ríkisjarða var sett inn í lög, til að gefa ábúendum sjálfum kost á að eignast þær jarðir sem þeir hafa ræktað upp, til menn yrðu ekki eilífðar leiguliðar. Ísólfur keypti þessa jörð beint af ríkinu, borgaði ríkinu sjálfur fyrir hana. Þetta heitir að fá lánaða kennitölu, og er ekki bara vafasamt, heldur lúalegt. Það er einstaklega heppilegt fyrir framsóknarmanninn að þessir brjálæðingar hafi...

Re: Erlent fjármagn

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég er alveg til í að selja ríkiseignir, en þá þarf það að vera á skynsamlegu verði. Ef að fjárfestir getur fyrir 10 milljarða keypt sér ráðandi hlut í fyrirtæki sem skilar nokkurra milljarða króna hagnaði á ári, þá er verið að gefa einhverjum útlendningum mínar eignir. Erlendir sem og innlendir fjárfestar reka fyrirtæki til þess eins að græða á þeim. Það er ekki markmið, en stundum aukaafurð að almenningur fái betir þjónustu á lægra verði. Kristbjörn

Re: Erlent fjármagn

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Málið hérna er að síminn er að skila nokkrum milljörðum á ári í ríkissjóð. Hagnaður fyrir skatta í fyrra var að mig minnir ca. 6 milljarðar. Nú á að gefa erlendum fjárfesti meirihluta í þessu apparati fyrir 10 milljarða. Það er þjófnaður, og ekkert annað. Þessi ríkisstjórn hefur verið þekkt fyrir það að taka eignir almennings og gefa sínum einkavinum. Það finnst mér ekki góð hugmynd. Kristbjörn

Re: Munurinn á Piper, Cessna og Socata

í Flug fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Þetta hef ég aldrei skilið. Af hverju er stélhjól betra ? Er það staðrend að þessi útfærsla þurfi styttri brautir, eða er þetta einhver misskilningur af því jodelar og cubbar eru stélhjólsvélar ? Kristbjörn

Re: Hvernig á að berjast við súperveldi!

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Eins og frjals er ég eindregið á móti þessari villimannlegu árás, en ég er sammála honum í því að þetta hafi verið eina leiðin sem þetta fólk (hverjir sem það voru) hafi átt til að koma höggi á Bandaríkin. Vissulega létust þarna gríðarlega margir óbreyttir borgarar, en skotmörkin eru fyrst og fremst táknræn, annars vegar höfuðstöðvar fjármagnsins, og hins vegar hervaldsins. Ofbeldi getur af sér ofbeldi. Bandaríkin hafa hagað sér eins og stóra hrekkjusvínið í sinni utanríkisstefnu. Nú eru...

Re: Munurinn á Fokker 50 og ATR-42-300

í Flug fyrir 22 árum, 8 mánuðum
það er gaman að sjá hvað menn hafa gaman af því að ræða um vélar sem eru svona nátengdar okkur. Varðandi fraktdyrnar á Fokkernum hef ég það fyrir satt að mótorinn á F50 sé framar (eða stærri ?) en á F27, og þannig nái spinnerinn mun lengra fram og takmarki stærðina á fraktdyrunum. ATR virðist vissulega vera mun skynsamlegri í rekstri en fokkerinn, en FÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að F50 sé framtíðar flugvélin. Er þetta bara nostalgía hjá þeim, eða hafa þeir eitthvað fyrir sér í þessu...

Re: Nýtt flugfélag aðeins með

í Flug fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Enda er það ekki erfitt. Mér sýnist Virgin Atlantic vera að selja business class LON-NYC á ca. $5.000, eða hálfa milljón íslenskar. Þessir nýju gaurar geta sennilega boðið “ódýr” sæti á aðeins 2-300.000. Kristbjörn

Re: Að borða hunda!

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Varðandi það að erfðamengi okkar sé 98.8% það sama og simpansa er rétt að minna á að erfðamengi allra lífvera er nokkuð svipað, og öll eru þau tiltölulega lítið þekkt. Einhvers staðar sá ég að á sama skala sé erfðamengi okkar ca. 90% það sama og kinda og 60% það sama og banana. Kristbjörn

Re: BOEING 747

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Sælir aftur Nú var ég að lesa aftur fyrsta póstinn í þræðinum, og þar er ekki farið alveg rétt með. Fyrsta flug Boeing 747 var 9. febrúar 1969, sjá: http://www.airliners.net/info/stats.main?id=97 1966 árið sem Boeing verksmiðjurnar setja verkefnið af stað, og þá er 747 á svipuðu stigi og Airbus 380 er núna. Galaxy fór hins vegar í loftið 1968. Það þýðir semsagt að 747 var ekki stærsta vél í heimi þegar hún fór fyrst í loftið. www.airliners.net er góð síða til að finna upplýsingar um flestar...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok