Fólk hérna er ítrekað að fordæma þetta sem var gert við bandaríkin.
Hvernig væri að taka aðeins RÉTT sjónarmið af þessu.
Bandaríkin er stórveldi og hefur nægar byrgðir og her til að berja næstum hvaða land sem er í heiminum niður á hnén. Bandaríkin NOTA þessa staðreynd til að skipta sér af öðrum. Þetta kallast kúgun / afskiptasemi.

Ég ætla ekki reyna réttlæta það sem var gert við bandaríkin en þetta var GREINILEGA planað og með hernaðarlegum tilgangi. Meira en ég get sagt um flest að því sem bandaríkin gera. Sumir segja að maður ráðist ekki á land án þess að lýsa yfir stríði fyrst, ég veit nú ekki betur en að bandaríkin hafi gert nóg af því að lýsa yfir stríði á aðra með því að hjálpa þeim sem þeir vilja þó svo deilan komi þeim ekkert við og fara meirasegja í STRÍÐ við þá sem þeim er bara illa við. Mér finnst þetta alveg skiljanlegt að ráðast svona á bandaríkin, þetta er EINA leiðin sem flest af fólkinu sem Bandaríkin hafa gert eitthvað geta barist við bandaríkjamenn.

Fólk virðist halda að bandaríkin séu undanskilin frá því að bera ábyrgð gerða sinna og nota við því “það er svo langt síðan þeir gerðu það”, kemur það málinu eitthvað við hversu langt er síðan ? Ef einhver lemur þig, finnst þér þá allt í fína að hann skuli hafa lamið þig í köku þannig þú sjáir bara með einu auga því það eru nú heil 20 ár síðan!

Hafið þið einhverja HUGMYND hvað bandaríkjamenn hafa GERT og hvað þetta atvik er lítið í samanburði ? Halló segji ég sko bara bandaríkjamenn NÚKUÐU aðra þjóð , drápu marga billjarða af saklausu fólki og það þjónaði mjög litlum hernaðarlegum tilgangi nema skapa ótta og sýna völd.
Og ekki má nú gleyma því að þeir MONNTA sig af því en hey það er allt í lagi , þetta eru bandaríkjamenn og þeir eru alsheimslögreglan okkar svo lengi sem þeir gera okkur ekki neitt.
Sem þýðir að ef bandaríkjamenn spila ekki eftir reglunum, afhverju skulu aðrar þjóðir gera það ?

Ef ykkur finnst þetta ekki vera nóg þá er ég með meira.
Vietnam stríðið , vitið þið afhverju það var ? bandaríkjamenn voru ekki ánægðir með það að það voru innanríkisvandamál = stríð vegna þess að n-korea vildi hafa þetta kommunistaríki.
Svo já Bandaríkjamenn skipa sér af. Þið vitið þetta með minnisvegginn í bandaríkjunum sem er með nöfnum bandarískra hermanna sem féllu í vietnam. Vitið þið hver dauðshlutföllin í Vietnam voru ? í enda þess stríðs dóu 100 vietnamar fyrir hvern EINN bandaríkjamann. Segir það ekki soldið til um við HVERNIG lönd bandaríkin fer í stríð við , þau eru ALLT annað en háþróuð. Auk þess sem bandaríkjamenn DRÁPU og þetta er STAÐREYND saklaust fólk og börn.

Svo er það náttúrulega það sem er í gangi núna með palestínu, írak , ísrael og allt það , bandaríkin skiptu sér af! Áður en þið segið að þeir hafi átt að gera það hugsið þið þá útí eitt. Hvernig fáið þið fréttirnar af því sem er í gangi þarna , er það ekki frá bandaríkjunum eða einhverju landi sem er hliðhollt með bandaríkjamönnum. Trúið þið öllu því sem sagt er í sjónvarpinu blint eða hvað ?
Fólk trúir fjölmiðlun, svo lönd nota fjölmiðla til að réttlæta / afsaka sig frá fullt af hlutum og bandaríkin eru sko allt annað en undanskilin frá því. Ef þið viljið virkilega setja eitthvað útá svona hluti skuli þið ekki vera svona ótrúlega þröngsýn og sjá bara eina hliðina.

Skilgreining á frelsi er að geta gert það sem maður kýs svo lengi sem það bitnar ekki á öðru fólki. Bandaríkin gera mikið útá að það sé frjálst land. Samt sem áður þá kúga bandaríkin önnur lönd og skerða frelsi þeirra, láta á þau viðskiptabann til að beyta þrýstingi fleira. Tökum sem dæmi Kúbu , maður hefði nú haldið að bandaríkjamenn væru ekki ennþá fúlir útí Kúbu en þeir eru það nú samt. Það kallast hræsni að segja land sitt sé frjálst land og fara svona og kúga önnur lönd.

Það vill enginn hafa einhvern annan alltaf andandi oní hálsinn á sér allan sólahringinn.

Ég er ekki að reyna réttlæta þessi hryðjuverk að neinu leiti. Ég er einfaldlega að reyna koma því til skila að það sé SKILJANLEGT afhverju þeir sem gerðu þetta , kusu þessa leið og þetta var aðeins tímaspursmál , það var mikið af fólki sem var meirasegja FAGNA þessu.

Ef einhver ákveður að reyna grilla mig með þessari grein þá væri gott að fá einhver rök , ekki þú ert sick, mömmuríðari og 15 ára þroska svör.