Nafnið á þessari grein vitnar í gamal málsátt sem er einhvern vegin svona “ auðveldara er að sjá flís í augum annara en bjálkan í augunum á sjálfum sér” Það er ekki víst að ég hafi málsháttin á hreinu en skilningurinn á honum ætti að komast til skila.

Man einhver eftir Tjetjeníu?

Rússar gerður árás á það land í annað skiptið í enda árið 1999 eða byrjun á 2000. Man einhver eftir afhverju Rússar gerðu árás á landið?

Munið þið hvernig BNA, og flest öll vestræn ríki brugðust við? Þær fordæmdu árásina á tjetjeníu. Sögðu að það væri hægt að leysa málin á annan hátt.

Ástæðan fyri því að Rússar gerður árás inní Tjétjeníu var sú að það höfðu nokkrir kallar sprengt upp íbúðarblokkir í tætlur í Rússlandi (Moskvu og Volgodansk). Rússar auku löggæsluna á þessum tíma í borgunum og handtóku hvern sem var grumsamlegur. Síðan komust þeir að því hver voru sökudólgarnir og það voru Tjétjenar. Þannig að Rússar réðust á Tjétjeníu í eitt skiptið fyrir öll. Útrýma hryðjuverkum frá þessu svæði. Nú hafa bardagar þar staðið í tvö ár og ekki er lát á þeim. Jú Rússar eru búinir að leggja höfuðborgina í rúst og ekki hafa verið gerðar fleiri hryðjuverkaárásir en tjetneskir skæruliðar eru enn að og eru að skjóta Rúsneska hermenn. Mennirnir sem stóðu fyrir sprenginunum hafa ekki verið dregnir fyrir dóm, þeir eru horfnir. (þessar upplýsingar eru teknar frá theMoscowtimes.com).

Bandaríkjamenn mótmæltu þessu! Munið eftir því.

Horfið núna á BNA. Stríð, stríð, dauður eða lifandi, Bin Laden - sterklega grunaðu, árás á afghanistan.
Halló!!!
Hvað er að gerast. Nú eru BNA að gera það sama og rússar gerðu, nema þeir eru að stíga einu skrefi lengra. Rússar gerður árás á land sem var undir þeirra stjórn en Bna eru að gera árás á annað land. Á stjórn sem þeir styrktu! Þetta er geðveiki.

Jú það á að refsa Hryðjuverkamönnunum. En ekki saklausu fólki! Komið með sannanir, ekki óbeinar sannanir, ekki sterkan grun, ekkert bull. Komið með beinharðar sannanir, þá skal ég segja já, ríkisstjórn sem heldur þessum manni ber að refsa. En ekki fyrr.

Ég vil fá mótmæli ef það verða gerðar árásir á Afghanistan. Ég vil að fólk flykkist fyrir framan þinghúsið og hvetji ráðamenn til þess að segja nei við árásum. Segja að það vilji ekki refsa þeim sem eiga það ekki skilið.

Siva