Muna ekki allir eftir myndinni The Siege með Brúsa og D. Washington. (Þeir sem eiga kannski eftir að sjá hana vilja kannski sleppa því að lesa næstu málsgrein.)

Það var einmitt um hryðjuverk í New York og viðbrögð við þeim. Ég man ekki betur en að Bin Laden hafi staðið á bak við hryðjuverkin. Þá komin herinn og braut á mannréttindum og myrti grunaða.

Boðskapur myndarinnar eins og svo margra bandarískra mynda var að allir eigi rétt á sanngjörnum réttarhöldum og að allir eigi rétt á mannréttindum.
Nei bíðið við. …allir <b>bandarískir</b> þegnar, ætlaði ég að segja.

Nú vinna lögfræðingar og bandarískir stjórnmálamenn nótt sem nýtan dag við að breyta lögum sem hafa bannað opinberum starfsmönnum að skiðuleggja og fremja morð.

Hér er ekki verið að tala um mannfall í stríðsaðgerðum heldur <b>vandlega skipulögð morð án dóms og laga.</b>

Einnig skerða lagabreytingarnar stórlega erlendra ríkisborgara í Bandaríkjunum.

Nú þegar hefur þingið gefið Bush leyfi til þess að beita hernum gegn hverju því landi, samtökum og einstaklingum sem <b>hann telur</b> að hafi átt hlut að máli.

Það er ekki sniðugt að reita hann til reiði þessa dagana.

Eru mannréttindi virkilega bara fyrir bandaríkjamenn (og kannski vini þeirra)?

Kveðja,
Ingólfur Harri

P.S. Ég er mæla þessum hryðjuverkamönnum bót en ef hægt er að afnema mannréttindi þeirra þá er líka hægt að afnema mannréttindi þín. Munið það að þó Bin Ladin þykji líklegur þá er hefur ekki verið réttað yfir honum. Saklaus uns sekt er sönnuð og allt það.