Í kjölfar atburðanna í Bandaríkjanna berast fréttir af því að
tryggingafélög hafi einn tveir og þrír sagt upp öllum
ábyrgðartryggingum vegna stríðs og hryðjuverka. Er þetta
hægt ? Flugfélög (og þar með við, farþegarnir) hafa verið að
borga iðgjöld vegna þessara trygginga árum og áratugum
saman, en þegar loksins kemur að því að tryggingafélögin
þurfa að borga út ákveða þau að segja öllu saman upp.

Þetta er eins og öllum brunatryggingum væri sagt upp daginn
eftir stórbruna. Verkefni tryggingafélaga er að jafna áhættu og
dreifa henni, ekki hlaupast á brott um leið og eitthvað kemur
upp á.

Er ekki annars kominn tími á lækkun iðgjalda
bifreiðatrygginga, miðað við afkomutölur síðusta árs ?

Kristbjörn - Ekki sáttur við tryggingafélög