Mig langaði til að vekja athygi á einu máli sem er að fara
svolítið í mínar fínustu þessa dagana.

Persaflóastríðið.

Þó að ég sé ekki með neinar dagsetningar á hreinu, þá er
ástæðan á bak við stríðið í stuttu máli eftirfarandi…

Eitthvað í kringum 1950 sendu Bretar og Bandaríkjamenn lið
til Íraks, sem þá var ekki beint “voldugt” ríki, til að búa til nýtt ríki
í þeim Parti íraks sem var með mjög mikla olíu, þeir kölluðu
landið Kuwait og settu kóng þar með því skilyrði að hann
myndi selja vesturveldunum (US of A og Evrópu og svo
framvegis) olíu á spottprís. Auðvitað samþykkti aumingja
maðurinn þetta, enda ágætis díll.

Síðan þegar Írak hafð safnað herstyrk og völdum á
Miðausturlandasvæðinu, þá var ákveðið undir stjórn
Saddams, að fara og taka þessa landspildu til baka…ætti ekki
að vera svo mikið mál, Írakar voru jú með 25 sinnum stærri
her en Kuwaitar. Og svo fer.

En nei, þá koma vesturveldin til sögunnar, þau eru að fara að
tapa þessarri fínu fínu olíu..eitthvað verða þau að gera.. svo
þau mála Saddam svartann og setja skotskífu á kauða.
ÞESSI MAÐUR ER VONDUR! Ekkert auðveldara fyrir
vesturveldin, með öll þessi ítök í MiðAusturlöndunum.

Jú, okei, hann getur svosem verið vondur en aðgerðir Íraks til
að fá þessa landspildu aftur voru réttlætanlegar. Ekki satt?

—–

US of A á að heita Bækistöð Kapítalsima í heiminum, og
Kapítalismi byggist á frjálsri Verslun, og frjáls verslun á að
auka kaupmátt og aukinn kaupmáttur ýðir að við getum keypt
meira fyrir minna.

Mér sýnist hagræðing landamæra þarna í miðausturlöndum
til að eignast ódýrari olíu ekki samræmast hugtakinu “frjáls
Versun” og ´siður en svo tel ég að þetta hafi verið að auka
lífsgæði okkar vesturlandabúa.

Takk og Bless.

Deeq.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?