Munurinn á Fokker 50 og ATR-42-300 Ég man ekki hver var að spyrja um daginn, en viðkomandi vildi fá að vita muninn á Fokker 50 og ATR-42-300. Í fyrsta lagi var Fokkerinn alltaf mun dýrari. Hann var sömuleiðis fullkomnari fyrir flugmennina og aðeins betur einangraður hávaðalega séð. Hins vegar er hann fjórum tonnum þyngri á hámarksvigt, en tekur aðeins fjórum farþegum fleiri farþega!!! Þetta er stórmerkilegt, en hafa ber í huga að ATRinn er nýrri hönnun og örlítið minni flugvél. ATRinn hefur ýmislegt fram yfir Fokkerinn. T.d. er hún með svokallaðri skrúfubremsu, sem gerir það að verkum að hreyfillinn getur gengið meðan skrúfan er stopp. Þannig sparast þyngd við að hafa svokallað APU (Auxiliary power unit) eins og á öðrum Turbo-prop vélum, sem er í raun lítið annað en lítill þotuhreyfill sem gegnir hlutverki rafstöðvar og til loftræstingar, fyrir utan öryggið sem felst í því að geta ekið inn á einum hreyfli og bremsað hann svo af til flýta fyrir afgreiðslu vélarinnar. Fokkerinn hjá Flugfélaginu er ekki með slíkt og þarf þess vegna alltaf rafmagn frá rafstöð sem tengd er við vélina þar sem hún stoppar. Vegna þess hversu mikið léttari ATRinn er þarf hann minni hreyfla og er þess vegna mjög hagkvæmur í rekstri, enda er hann víst með 80% markaðshlutdeild í sínum stærðarflokki á heimsvísu. Fokkerinn hefur aftur á móti meiri íburð, og er aðallega hljóðlátari fyrir farþega en keppinautarnir. Hámarkshraði Fokker 50 er samt svipaður gamla Fokker F-27, eða um 225 hnútar. ATR 42-300, sem telst eldri kynslóð, hefur 250 hnúta, og það sem er ennþá merkilegra er að nýja kynslóðin, ATR 42-500 flýgur í venjulegu farflugi á 300 hnútum!!! Töluverður munur það. Annar kostur sem ATR hefur yfir F-50 er stóra hleðsluhurðin að framan. Hún var reyndar svipuð á F-27 og maður á erfitt með að skilja hvers vegna hún var ekki höfð svona á F-50 því þetta hraðar hleðslunni, er auðveldara og fljótlegra fyrir hlaðmenn, og svo getur hún tekið stóra hluti, eins og bretti með farmi o.s.frv. Hún er því ansi góð t.d. í Grænlandsflugið þar sem oft er mikið um frakt. Frekari upplýsingar fyrir fróleiksþyrsta um ATR er á www.atraircraft.com og um Fokker á www.fokker.com. Lokaorðin held ég að séu þau að í dag er ATR-42-500 betri kostur en F-50. Hún er hraðfleygari, léttari og með nýrri eða svipað góðan flugstjórnarklefa og F-50. Á móti kemur auðvitað að hún er sennilega dýrari í kaupum, en leiga á gömlum F-50.

Kv.

Mazoo.