Flestir hafa heyrt um voðaverk þau sem nasistar frömdu í fanga- og útrýmingarbúðum sínum í seinni heimsstyrjöldinni. Okkur er tamt að hugsa um helförina sem eitthvað sem kom fyrir samfélag gyðinga í Evrópu og eru til ógrynni kvikmynda og bóka sem ýta undir það að við hugsum fyrst og fremst um þá þegar við hugsum um fórnarlömb nasistanna. Í raun voru margir aðrir hópar fólks ofsóttir til dæmis rómafólk, vottar jéhóva og sá hópur sem hér verður sérstaklega fjallað um, samkynhneigðir. Hvernig var að vera samkynhneigður í Þýskalandi á millistríðsárunum? Hvað breyttist með valdatöku Nasistanna? Hvernig var líf samkynhneigðra á stríðsárunum? Hvernig var farið með þá í fangabúðum? Og hvaða áhrif höfðu endalok stríðsins á samkynhneigða samanborði við aðra hópa fórnarlamba?

 

Á árunumum á milli fyrri og seinni heimsstyrjaldanna var Berlín mjög frjálsleg borg. Hún hafði á sér orð um að vera einskonar Eden þar sem fjöldi homma- og lesbíubarir fengu að starfa óáreittir. Flestir barirnir voru svokallaðir kabarettar (þar fóru fram söngva- og dansskemmtanir) og voru klæðskiptingar einnig mjög algengir á þessum börum. Konur gátu dansað við konur og karlar við karla.1 Barirnir voru ekki aðeins sóttir af samkynhneigðum heldur líka af listamönnum og menntastéttinni. Á þessum tíma giltu lög gegn samkynhneigð karlmanna en þeim var ekki framfylgt og það sem var í raun hættulegast hommum á þessum tíma var fjárkúgun og hótuninu um að lenda í fangelsi.2 Á millistríðs árunum starfaði stofnun í kynfræðum undir stjórn Magnus Hirschfelds sem ransakaði meðal annars lög um kynferðisbrot, fóstureyðingar og samkynhneigð. Hirschfeld barðist fyrir breytingu á lögum um samkynhneigð í þrjá áratugi. 3

Lög þessi sem minnst hefur verði á koma fram í grein 175 í þýsku hegningarlögunum. Þau voru fyrst sett árið 1871 og bönnuðu þá samfarir tveggja karlmanna auk þess sem að bann við dýraníð var í sömu grein. Í upphaflegu lögunum var orðalagið ónáttúrulegur hórdómur notaður yfir þessar gerðir samræðis.4 Þegar nasistar komust til valda breyttu þeir og „bættu“ lögin til að þjóna þörfum sínum betur. Nasistar breyttu orðalagi laganna þannig að nú var hægt að skilja hvaða samneyti tveggja karlmanna sem brot á þessum lögum þegar áður hafði orðalagsins vegna einungis verið hægt að kæra menn fyrir að stunda endaþarmsmök.5 Þessar breytingar gerðu í raun eins saklausa hluti og koss eða faðmlag á milli tveggja karla að glæpi.6 Það kom til tals hjá nasistunum að gera samkynhneigð kvenna refsiverða en ekkert varð úr því. Grunaðar lesbíur voru samt sem áður oft fangelsaðar en þá fyrir aðrar sakir eins og að vera of vinstirsinnaðar eða jafnvel fyrir að stunda vændi.7 Ekki voru allir sem dæmdir voru undir grein 175 (svo kallaðir 175arar) samkynhneigðir8. Ásakanir um samkynhneigð voru algengar ef það þurfti að koma einhverjum pólítískum andstæðingi frá völdum og ekkert annað fannst til að saka hann um. Til dæmis voru ásakanir um samkynhneigð hluti af ástæðunni fyrir því að Römh var komið fyrir kattarnef á svokallaðari nótt hina löngu hnífa.

Eftir að nasistar komst til valda urðu þeir sem lögðu stund á kynjafræði fyrir miklum höftum hvort sem viðkomandi vísindamenn töldust íhaldssamir eða framsæknir í viðhorfum sínum til samkynhneigðra. Árið 1933 var stofnun Hirschfelds lögð í rúst af nasistum og stórt rannsóknabókasafn hennar brennt.9 Þessi skemmdarverk voru með þeim fyrstu sem skipulögð voru af yfirvöldum.10 Ekki nóg með það að kynfræðirannskóknir fjölluðu um samkynhneigð án þess að fordæma hana heldur voru vísindamennirnir sjálfir oft gyðingar og gerði það fræðigreinina enn viðkvæmari fyrir árásum nasista.11Magnus Hirschfeld var fyrir tilviljun í Frakklandi þegar bókasafnið hans var brennt og var hann þar til dauðadags sem var kannski eins gott fyrir hann því að maður sem er bæði samkynheigður og gyðingur hefði ekki átt langt líf í Þýskalandi nasismans. Miðað við hvað nasistarnir gengu hart fram í að uppræta góðar vísindalegar rannsóknir þá kemur kanski ekki að óvart að Hitler lét banna öll klámblöði í Þýskalandi og undir þá skilgreiningu voru öll þau blöð sem fjölluðu á jákvæðan hátt um samkynhneigða lögð niður burtséð frá því hvort blöðin voru í raun og veru klámfengin12.

Samkynhneigðir voru hópur sem nasistarnir áttu auðvelt með að fá fólk í lið með sér til að hata þeir eyddu gífurlegri orku og peningum í að ala á hatri á gyðingum og kommúnistum, en svo virtist sem að margar aldir af kristindómi hafi fært þeim hommahatur á silfurfati13 og þrátt fyrir frjálslyndi millistríðsáranna höfðu lögreglustöðvar haldið utan um svokallaða bleika-lista allt frá árinu 1900, en þessir listar innihéldu nöfn samkynhneigðra karlmanna. Gestapo hóf að safna þessum listum árið 193414 en þó höfðu fyrstu hommarnir verið sendir í fangabúðir 1933, fljótlega eftir stofnun þeirra15. Sú deild innan Gestapo sem fjallaði um samkynhneigða hafði einnig afskipti af fóstureyðinugum sem gefur til kynna að áhyggjur þeirra af því að hommar væru að menga þeirra fullkomna ríki kæmu meðal annars til vegna þess að þeir menn sem ekki svæfu hjá konum væru ekki að gera skyldu sína við Þriðja ríkið með því að fjölga ekki Aríunum.16 Vegna þeirrar skoðunar og staðreyndar að margir að þeim sem voru dæmdir fyrir að vera hommar voru nefnilega Aríar og margir þeirra höfðu þau einkenni sem þóttu best og karlmannlegust. Gena þeirra var sárlega saknað og því fannst mörgum nasistum að það þyrfti að finna lækningu við þessari úrkynjun kynstofnsins eins og Hitler leit á samkynhneigð17. Þess má líka geta að áhyggjur nasista af samkynhneigð gætu verið sprottnar af því að það þyrfti að vernda Aríska blóðið því að til dæmis þá skiptu þeir sér lítið af samkynhneigð hjá Pólverjum því að þeim var alveg sama um hreinleika þess blóðs.

Þar sem engin lækning var til staðar við samkynhneigð ákváðu nasistar að það eina í stöðunni væri að halda uppi ógnarstjórn sem átti að koma í veg fyrir að hommarnir „smituðu“ aðra og til að koma í veg fyrir að þeir fylgdu kenndum sínum.18 Þeir héldu uppi þessari ógnarstjórn með því að dæma menn fyrir samkynhneigð. Maður sem var dæmdur fyrir samkynhneigð lenti yfirleitt í venjulegu fangelsi fyrst. Ónefndur Austurríkismaður sem lifði af dvölina í fangabúðum nasista sagði frá dvöl sinni í austrrísku fangelsi áður en til fangabúðavistarinnar kom í endurminningum sínum og eins og lesa má var dvölin þar ekki svo slæm.

,,Í fangelsinu í Vín var farið vel með okkur. Jafnvel þó að fangaverðirnir væru strangir og fram- fylgdu reglunum töluðu þeir vingjarnlega við okkur fangana. Ekki einu sinni á þessum 6 mánuðum sem ég var þar heyrði ég um að fangar væru barðir”19

 

En það sem varð öllu hryllilegra var sú venja að eftir að afplánun venjulega dómsins lauk voru menn sendir í gæsluvarðhald í fangabúðirnar. Samkynhneigðir voru ekki sendir í sérstakar útrýmingabúðir nema þeir væru gyðingar eða sígaunar í ofanálag20 en dvöl þeirra í fangabúðunum var alls einginn dans á rósum.

Hommar sem enduðu í fangabúðum nasista voru settir í aðstæður þar sem allir í kringum þá fyrirlitu þá og voru pólítísku fangarnir oft manna verstir ásamt fangavörðunum.21 Hommarnir höfðu lítinn sem engan stuðning af öðrum föngum til dæmis máttu þeir ekki koma nálækt blokkum annarra fanga og aðrir fangar máttu ekki koma nálægt þeim.22 Samkynhneigðu fangarnir voru algjörlega á botninum í goggunarröðinni og það var enginn leið fyrir þá að fela fyrir hvað þeir voru dæmdir því að allri fangar voru merktir með þríhyrning sem gaf í skyn fyrir hvað þeir voru dæmdir eða sendir þangað. Samkynheigðir voru með bleikan þríhyrning sem var yfirleitt 2-3 sentímetrum stærri á kannt heldur en merki hinna fanganna. Þeim var sagt að það væri til þess að allir gætu þekkt þá úr mikilli fjarlægð23.

Í hommablokkinni máttu menn ekki sofa með hendurnar undir teppinu og ljósin voru kveikt alla nóttina því að þessir úrkynjuðu menn máttu alls ekki geta fengið að fullnægja sínum undarlegu hvötum á vakt nasistanna eða hvað? Ónafngreindi Austurríkismaðurinn segir frá því í endurminningum sínum að það sem virðist hafa haldið í honum lífinu var að vera „kærasti“ svo kallaðara capóa.24 Capóarnir voru fangar sem gegndu störfum innan búðanna til dæmis að vera yfir blokkinni sinni. Þessi sambönd fanga og capóa voru hagkvæmissambönd þar sem fangi sem var góður og umfram allt þagmælskur gat fengið auka mat og betri vinnu í búðunum í skiptum fyrir að vera tilbúin að hoppa í rúm capósins þegar honum hugnaðist25. Meira að segja eftir að hóruhús hafði verið stofnað í fangabúðunum héldu capóarnir áfram sambandi við strákana sína, líklega voru þeir líflegri og hreinni en stúlkurnar sem voru geymdar inn í herbergjum sínum og þjónustuðu marga menn á dag.26 Líklega báru einhverjir capóana raunverulegar tilfinningar til fanganna „sinna“ miðað við að ónefndi Austurríkismaðurinn talar um það að einn sem hann átti í sambandi við hélt alltaf verndarhendi yfir honum þótt að þeir hafi þurft að skilja þegar capóinn fékk stöðuhækkun. Þessi sambönd voru mjög leynileg því að capóarnir voru eftir allt líka fangar og þeir gátu búist við harðri refsingu fyrir það að vera ekki fyrirmyndarfangar. Þeir gátu líka unnið sér inn ákveðnar stöðuhækkanir sem yrðu ófánalegar ef upp kæmist um samkynhneigð. Capóarnir voru oftast úr röðum þeirra sem báru grænan þríhyrning sem gaf í skyn að viðkomandi væri atvinnuglæpamaður eða þeirra sem báru rauða þríhyrninga en það voru þeir sem voru pólitískir fangar.

En það var ekki að ástæðulausu að fangar kusu að eiga í samböndum við kvalara sína. Samkynhneigðir fangar unnu erfiðustu störfinn sem hægt var að finna. Við komuna til fangabúðanna voru þeir oft látnir vinna einhver tilgangslaus störf eins og að moka snjó með berum höndunum og höfðu einungis úlpurnar sínar til að halda á honum og svo þegar verkinu átti að vera lokið áttu þeir að færa allan snjóinn aftur á sama stað. Þessi störf þjónuðu þeim eina tilgangi að brjóta niður baráttuþrek manna.27 Þegar ný sending af föngum kom í búðirnar voru mennirnir settir í þrælkun við að ná í leir fyrir múrsteinaverksmiðju og í að höggva stein fyrir framkvæmdir sem voru í gangi. Leirgröf Klinker múrsteinagerðarinnar varð einskonar Auschwitz samkynhneigðra til 1942. Þar voru hætturnar og vinnuþrælkunin svo mikil að nánast allir sem unnu þar áttu dauðan vísan. Það voru einungis samkynhneigðir sem unnu í þessari leirgröf. Granítstólparnir sem halda uppi brúnum sem tengja akbrautir Þýskalands kostuðu líka fjöldan allan af fórnarlömbum nasistanna.28

Öll agabrot fanga í búðunum voru litin mjög alvarlegum augum af fangavörðunum og refsingarnar sem voru notaðar voru mjög grimmilegar, þótt sumar virðast hafa verið meira hugsaðar til að skemmta vöruðunum. Ónefndi Austurríkismaðurinn segir svo frá einni refsiaðferðinni:

,,Þegar fangar voru dæmdir til að vera barðir var það oft framkvæmt á svo kölluðum hesti. Hesturinn var viðar rammi, líkur bekk sem fanginn var bundin á. Þannig að fanginn lá á maganum með höfuðið niður og rassin upp í loft og fæturnir niður með hinni hliðinni (eins og vaff á hvolfi). Stellingni sjálf var pynting en þegar höggin bætust við varð refsingin hræðileg. Verðirnir notuðu oft hundasvipur, spýtur eða hestasvipur til að berja fangana”29

 

Ein aðferð sem gekk meira útá að skemmta vörðunum en refsingu sem slíka var próf sem gekk út á að hommi átti að negla nagla í vegg undir stöðugu áreiti frá fangavörðunum. Þeir fengu ákveðna forgjöf eftir því hvaða störf þeir höfðu unnið utan fangabúðanna, fæstum tókst að negla almennilega einfaldlega vegna ótta við verðina. Sá ótti gat alveg verið á rökum reistur því að verðirnir voru svo miklir hrottar að jafnvel saklaus leikur eins og þetta gat endað með dauða fangans. Margar fleiri aðferðir voru notaðar til þess að pynta fangana. Samkynhneigðir áttu sjaldan afturkvæmt úr sjúkraskýlinu því að þeir voru oft nýttir sem tilraunadýr í læknisfræðiransóknum sem framkvæmdar voru í búðunum. Samkynhneigðir fengu líka stundum tilboð um að ef þeir létu gelda sig þá fengju þeir frelsi en því loforði var sjaldan fylgt eftir.30

Ólíkt því sem gerðist með gyðingana þá hægðist á ofsóknum á hendur samkynhneigðum eftir því sem leið á stíðið. Eftir að síga fór á ógæfuhliðina hjá Þjóðverjum fóru þeir að senda samkynheigða á vígstöðvarnar með loforð um frelsi eftir að þeir hefðu þjónað föðurlandinu. Einnig fór að bera á betir meðferð á þeim í fangabúðum því að þegar hæfum iðnaðarverkamönnum fór að fækka voru þeir settir í yfirmannastöður og þá þurfti að halda í þeim lífinu til að framleiðsla hergagna héldi áfram.31

Þegar stríðinu lauk og fangar úr fangabúðunum voru frelsaðir af Bandamönnum var landinu þeirra skipt upp í áhrifasvæði annars vegar Bandaríkjamanna og hinnsvegar Sovétmanna. Í öllum löndum sigurvegaranna var samkynhneigð karlmanna bönnuð með lögum og endurspeglaðist það í viðbrögðum þeirra við samkynhneigðu fórnarlömbunum. Þeir voru frelsaðir eins og allir hinir en fengu ekki sömu viðurkenningu á að vera fórnarlömb og aðrir hópar sem þeir höfðu þjáðst með vegna þeirrar skoðunar sigurvegaranna að samkynhneigð væri jú raunverulegur glæpur.32 Lögunum um samkynhneigð var ekki breytt neitt frá útgáfu nasista í Vestur-Þýskalandi en í Austur-Þýskalandi voru þau milduð aftur. Lögin voru ekki endanlega felld úr gildi fyrr en árið 1994 þegar Þýskaland sameinaðist aftur33. Þetta þýddi að þeir sem þurftu að líða hræðilegar þjáningar undir nasistum áttu á hættu að vera ofsóttir undir sömu lögum eftir að þeir höfðu losnað úr fangabúðunum. Þetta útskýrir kannski af hverju svona fáir hafa komið fram og talað um þessa hlið Helfararinnar. Það hefði líklega ekki bætt líf þeirra mikið að úthrópa sjálfa sig sem glæpamenn.34 Nokkrum árum eftir að stríðinu lauk fengu fórnalömb Helfararinnar bætur frá vestur-þýska ríkinu en þar voru samkynheigð fórnarlömb ekki tekin með og tók það 30 ára baráttu samtaka sem báru nafnið Bleiki þríhyrningurinn að fá bætur fyrir þennan hóp fórnalamba.35

Bleiki þríhyrningurinn varð að baráttu tákni samkynheigðra í kringum 1970 en hefur síðan vikið fyrir regnbogafánanum.36

 

Af þessu má ráða að lífið hafi algjörlega umturnast fyrir samkynhneigða með tilkomu nasistastjórnarinnar. Lífið bæði utan og innan fangabúðanna hefur verði mjög erfitt og ekki síst hlítur að hafa verið erfitt að fá ekki viðurkenningu fyrir þjáningar sínar eða jafnvel ekki getað talað um þær að neinu leyti. Mér finnst að við sem lærum sögu núna verðum að tileinka okkur breiðari skilning og skilgreiningu á fórnarlömbum helfararinnar en þeir sem á undan okkur hafa gengið. Þjáningar allra sem gengu í gegnum þessar hræðilegu búðir nasistanna eru allar jafn miklar og sögur þeirra jafn mikilvægar sama fyrir hvað viðkomandi var sendur þangað til að byrja með.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildaskrá

Callum, „Gay Berlin The Cabaret Between The Wars (1918-1933)” Hubpages http://calpol25.hubpages.com/hub/Gay-Berlin-The-Cabaret-Years-1918-1933 (Skoðað 11.apríl 2012)

 

Duuberman, Martin Bauml, Martha Vicinus & George Chauney Jr., Hidden from History: Recalaming the Gay and Lesbian past. New American Library (New York, 1989).

 

Heger, Heinz, The men with the pink triangle, GMP Publishers Ltd. (London, 1986)

 

Hogan, Steve og Lee Hudson (ritstj.), Completely Queer: The gay and lesbina Ecyclopedia, First owle books. (1999)

 

„Homosexuals: Victims of the Nazi Era” United States Holocost Memorial Museum. http://www.ushmm.org/education/resource/hms/homosx.php (Skoðað 11.apríl 2012)

 

Lemke, Jürgen, Gay Voices from East- Germany, Indiana University Press. (Bloomington og Indianapolis 1991).

 

„Paragraph 175”, Wikipedia. The Free Encyclopedia http://en.wikipedia.org/wiki/Paragraph_175 (Skoða 11.apríl 2012)

3„Homosexuals: Victims of the Nazi Era” http://www.ushmm.org/education/resource/hms/homosx.php

6 Martin Bauml Duberman ofl. (ritstj.), Hidden from History, bls 370.

7Completely Queer, Steve Hogan og Lee Hudson (ritstj), bls 412.

8 Jürgen LemkeGay Voices,, bls. 13.

9 Martin Bauml Duberman, ofl. (ritstj.), Hidden from History, bls 368

10 Martin Bauml Duberman, ofl. (ritstj.), Hidden from History, bls 368

11 Martin Bauml Duberman, ofl. (ritstj.), Hidden from History, bls 368

12 Steve Hogan og Lee Hudson (ritstj),Completely Queer, bls 413

13Gay Voices, Jürgen Lemke, bls. 18

14„Homosexuals: Victims of the Nazi Era” http://www.ushmm.org/education/resource/hms/homosx.php

15 Martin Bauml Duberman, ofl. (ritstj.), Hidden from History, bls 369

16 Steve Hogan og Lee Hudson (ritstj),Completely Queer, bls 413

17 Steve Hogan og Lee Hudson (ritstj),Completely Queer, bls 413

18 Steve Hogan og Lee Hudson (ritstj),Completely Queer, bls 414

19Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 27

20 Steve Hogan og Lee Hudson (ritstj), Completely Queer, bls 414

21Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 101

22Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 35

23Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 32

24Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 34

25Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 48

26Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 98

27Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 36

28Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 38

29Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 53-54

30Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 98

31Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 13

32Martin Bauml Duberman, ofl. (ritstj.), Hidden from History, bls 173

34Heinz Heger, The Men with the pink triangle, bls. 9

35Completely Queer, Steve Hogan og Lee Hudson (ritstj), bls 414

36Completely Queer, Steve Hogan og Lee Hudson (ritstj), bls 441

(\_/)