Jóhanna af Örk


Jóhanna af Örk er ein frægasta kvenkyns hetja allra tíma. Hún leiddi Frakklands til sigurs í hundrað ára stríðinu og lést aðeins 19 ára gömul. Það er ótrúlegt að hugsa að svona ung kona hafi afrekað svona miklu, miðað við tímann sem hún lifði á og í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um þessi merkilegu afrek og af hverju nafnið hennar er en þá haldið svona hátt uppá lofti í nútíma Frakklandi.

Hundrað ára stríðið var barátta á milli stærstu miðaldastórvelda, Englands og Frakklands. Atburðurinn sem leiddi til stríðsins var sá þegar Játvarður hin þriðji gerði tilkall til frönsku krúnunnar, eftir dauða Karls IV. Játvarður taldi sig eiga rétt á krúnunni vegna þess að hann var systur sonur Karls IV. Þetta leiddi til allskyns átaka og þótt að stríðið snérist fyrst og fremst um átaka milli konungsætta  byrjaði stríðið smám saman að snúast um þjóðarstolt. Þessi einstaklega mikla þjóðernishyggja leiddi til þess að stríðið endist eins lengi og það gerði. 100 ára Stríðið endaði að lokum með tapi Englendinga. Þeir misstu nánast öll sín lönd í Frakklandi og samtals dóu í kringum 3.1 milljón manns á þessum löngu 116 árum. (Wikipedia. 2017.)
Jóhanna af Örk var aðeins 17 ára þegar hún var gerð að þjóðhetju. Sagan segir að hún hafi fengið sýnir frá Krist um að hún ætti að leiða Frakklands til sigurs í stríðinu. Út af þessum atburði veitti ókrýndur konungur Frakka, Karl VII, Jóhönnu herafl og á næstu mánuðum leiddi Jóhanna hermennina sína í gegnum margar hættulegar herferðir. Eitt af hennar merkustu afrekum var að aflétta umsátri Englendinga á borginni Orléans, sem hún gerði aðeins á 9 dögum. Lokadagar Jóhönnu voru í maí árið 1430. Hún varð handtekinn af Englendingum og dæmd til dauða fyrir villutrú af kirkjudómstól. Það var mikil sorg þegar Jóhanna dó og meira að segja heilum 490 árum eftir dauða hennar var hún sett í dýrlingatölu þann 16. maí. (Þórdís Ylfa Viðarsdóttir. 2008.)
Í lokaorðum er Jóhanna klárlega eitt mesta þjóðarstolt Frakka. Þeir líta á hana í dag sem hugrakka unga konu sem barðist fyrir landinu sínu og því sem hún trúði á. Margir kalla hana dóttir þjóðarinnar (BBC.com. 2017) Jóhanna er en þá svo stór partur af franska samfélaginu að ungar, sterkar konur í pólitík eru reglulega bornar saman við hana. Stjórnmála konan Marion Le Pen er gott dæmi um það. Hún er dýrkuð af mörgum og talin vera frábær fyrirmynd, eins og Jóhanna, fyrir ungar stúlkur.  (Laura Mowat. 2016)