4. október er 277. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 88 dagar eru eftir af árinu.

1910 - Ríkharður ljónshjarta hótaði Tancred af Sikiley stríði til að þvinga hann til að afhenda arf systur Ríkharðs, Jóhönnu Sikileyjardrottningar, og hertók Messína.

1582 - Gregoríus 13. páfi, innleiddi gregoríska tímatalið.

1911 - Í dag eru 108 ár frá því að kennsla hófst í fyrsta sinn í Háskóla Íslands, s.s. árið 1911.
Við stofnun skólans sameinuðust Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn. Ein deild innan Háskólans var tileinkuð hverjum þeirra auk þess sem stofnuð var sérstök heimspekideild. Fyrsta árið voru 45 nemendur við skólann, fimm í guðfræðideild, sautján í lagadeild og 23 í læknadeild, en enginn var skráður í heimspekideild.


1939 - Þjóðviljinn birti ásakanir á hendur ráðherrum um að hafa viðað að sér kolum á skömmtunartímum.
Skömmtun er miðstýrð dreifing á vörum og þjónustu sem takmarkar það hversu mikið fólk má kaupa. Skömmtun stjórnar stærð skammtsins sem fyrirtæki, einstaklingi eða fjölskyldu er ætlað að fá á tilteknum tíma. Skömmtun er yfirleitt tekin upp vegna þess að upp hefur komið vöruskortur á tilteknum nauðsynjavörum (t.d. vegna stríðs)