Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.196 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.318 stig
710 greinar
847 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.294 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

1. janúar:

- Á þessum degi árið 1942 gáfu Franklin D. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, og Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, frá sér yfirlýsingu undirritaða af tuttuguogsex þjóðum sem kölluðust "sameinuðu þjóðirnar" ("united nations"). Hétu þær að stofna með sér samtök að stríðinu loknu til að vinna að friði í heiminum.

- Á þessum degi árið 1973 gerðist Bretland aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

- Á þessum degi árið 1975 voru þeir John Mitchell, H.R. Haldeman, og John Ehrlichman fundnir sekir um að hindra réttvísina í hinu víðfræga Watergate máli sem varð á endanum til þess að Richard M. Nixon, forseti Bandaríkjanna, sagði af sér embætti.

2. janúar:

- Á þessum degi árið 1788 varð Georgia 4ða fylki Bandaríkjanna.

3. janúar:

- Á þessum degi árið 1959 varð Alaska 49. fylki Bandaríkjanna en William H. Seward, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafði samið um kaup þess af Rússum árið 1867.

4. janúar:

- Á þessum degi árið 1896 varð Utah 45. fylki Bandaríkjanna.

5. janúar:

- Á þessum degi árið 1986 sagði frá því í þýsku dagblaði að þýski eðlisfræðingurinn Wilhelm Röntgen hefði uppgötvað geisla þá sem við hann eru kenndir, röntgengeisla.

- Á þessum degi árið 1925 varð Nellie Tayloe Ross fyrsta konan til að verða fylkisstjóri í Bandaríkjunum en hún varð fyrlkisstjóri í Wyoming fylki.

6. janúar:

- Á þessum degi árið 1412 fæddist Jóhanna af Örk. - Á þessum degi árið 1912 varð Nýja Mexikó 47. fylki - Á þessum degi árið 1858 lést Theodor Roosevelt, forseti Bandaríkjanna. - Á þessum degi árið 1930 endaði fyrsta ferðalagið í díselbíl. - Á þessum degi árið 1955 fæddist breski leikarinn Rowan Atkinson.

7. janúar:

- Á þessum degi árið 1610 uppgötvaði Galileo Galilei fyrstu þrjú tungl Júpíters, Íó, Evrópu og Ganymedes.

- Á þessum degi árið 1953 kunngjörði Harry S. Truman, forseti Bandaríkjanna, að unnið væri að gerð vetnissprengju.

9. janúar:

- Á þessum degi árið 1799 varð Conneticut 5. ríki Bandaríkjanna.

11. janúar:

- Á þessum degi árið 1922 var insúlín fyrst notað við meðhöndlun sykursýki.

12. janúar:

- Á þessum degi árið 1932 varð Hattie W. Caraway fyrst kvenna kosin í öldungadeild bandaríska þingsins. Caraway var í framboði fyrir demókrata í Arkansas fylki.

13. janúar:

- Á þessum degi árið 1559 var Elísabet I Englandsdrottning krýnd í Westminster Abbey.

- Á þessum degi árið 1941 lést rithöfundurinn James Joyce I í Zürich.

14. janúar:

- Á þessum degi árið 1990 voru Simpsonsþættirnir fyrst sýndir í sjónvarpi.

15. janúar:

- Á þessum degi árið 1759 tók British Museum til starfa.

16. janúar:

- Á þessum degi árið 1547 var Ívan grimmi krýndur keisari Rússlands.

17. janúar:

- Á þessum degi árið 1706 fæddist Benjamin Franklin í Boston í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum. Franklin varð síðar forseti Bandaríkjanna og prýðir mynd af honum hundrað dala seðla í Bandaríkjunum.

- Á þessum degi árið 1991 var Operation Desert Storm hrundið af stað í fyrra Persaflóastríðinu. Miðaði Aðgerðin að því að hrekja Íraka frá Kúveit sem þeir höfðu hertekið haustið áður.

19. janúar:

- Á þessum degi árið 1807 fæddist Robert E. Lee í Stratford í Virginíufylki. Lee var einn helsti herforingi Suðurríkjanna í Amerísku borgarastyrjöldinni 1861- 1865.

- Á þessum degi árið 1809 fæddist rithöfundurinn Edgar Allan Poe í Boston í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum.

20. janúar:

- Á þessum degi árið 1981 varð Ronald Reagan, fyrrum leikari og Hollywood stjarna, elstur til að taka við forsetaembætti í Bandaríkjunum en hann var þá 69 ára og 349 daga gamall.

21. janúar:

- Á þessum degi árið 1924 lést Vladimir Ilyich Lenin í Moskvu.

- Á þessum degi árið 1950 lést rithöfundurinn George Orwell í London. Frægustu verk Orwells eru Dýrabær (Animal Farm) og 1984.

22. janúar:

- Á þessum degi árið 1901 lést Viktoría Englandsdrottning eftir að hafa ríkt í 63 ár. Viktoría varð 82 ára gömul.

- Á þessum degi árið 1941 náðu breskar og ástralskar hersveitir hafnarborginni Tobruk í Lýbíu á sitt vald og fönguðu þúsundir ítalskra hermanna í borginni.

- Á þessum degi árið 1973 lést Lyndon B. Johnson, fyrrum forseti Bandaríkjanna 64 ára að aldri.

23. janúar:

- Á þessum degi árið 1556 varð einn versti jarðskjálfti sem vitað er um, í Shansi í Kína. Um 830 þúsund manns létust.

24. janúar:

- Á þessum degi árið 41 var rómverski keisarinn Caligula ráðinn af dögum.

- Á þessum degi árið 1924 var nafni rússnesku borgarinnar st. Pétursborg breytt í Leningrad. Nafni borgarinnar hefur nú verið breytt aftur í St. Pétursborg.

- Á þessum degi árið 1965 lést Winston Churchill 90 ára að aldri.

26. janúar:

- Á þessum degi árið 1837 varð Michigan 26. fylki Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1950 varð Indland lýðveldi, um þremur árum eftir að hafa hlotið sjálfstæði frá Bretum.

27. janúar:

- Á þessum degi árið 1888 var The National Geographic Society stofnað í Washington D.C. í Bandaríkjunum.

- Á þessum degi árið 1756 fæddist tónskálsið fræga Wolfgang Amadeus Mozart í Salzburg í Austurríki.

- Á þessum degi árið 1945 náðu sovéskar hersveitir Auschwitz fangabúðunum á sitt vald en þar höfðu nasistar myrt yfir eina og hálfa milljón manna, þar af um eina milljón gyðinga.

28. janúar:

- Á þessum degi árið 1547 lést Hinrik VIII. Englandskonungur og níu ára gamall sonur hans, Játvarður VI., tók við krúnunni.

- Á þessum degi árið 1986 sprakk bandaríska geimskutlan Challanger einungis 72 sekúndum eftir að henni var skotið á loft. Öll áhöfnin (sjö manns) lést.

29. janúar:

- Á þessum degi árið 1861 varð Kansas 34. fylki Bandaríkjanna.

30. janúar:

- Á þessum degi árið 1649 var Charles I. Englandskoningur afhausaður.

- Á þessum degi árið 1882 fæddist Franklin Delano Roosevelt sem síðar varð forsetni Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1933 varð Adolf Hitler kanslari Þýskalands.

- Á þessum degi árið 1948 var Mohondas Mahatma Gandhi, þjóðfrelsishetja Indverja, ráðinn af dögum.

31. janúar:

- Á þessum degi árið 1950 tilkynnti Harry S. Truman, forsetni Bandaríkjanna, að hann hefði fyrirskipað smíði vetnissprengju.

- Á þessum degi árið 1990 var fyrsti McDonald's staðurinn opnaður í Rússlandi. Mun það hafa verið heimsins stærsti McDonald's staður.1. febrúar:

- Á þessum degi árið 1650 lést franski heimspekingurinn og stærðfræðingurinn René Descartes, eða Cartesius eins og hann hét á latínu.

- Á þessum degi árið 1793 lýstu Frakkar yfir stríði á hendur Bretum og Hollendingum.

2. febrúar:

- Á þessum degi árið 1971 varð Idi Amin harðstjóri í Uganda.

3. febrúar:

- Á þessum degi árið 1468 lést Þjóðverjinn Johannes Gutenberg. Gutenberg hafði uppgötvað leið til þess að skera út stafi þannig að hægt væri að þrykkja bleki á pappír. Fyrstu bækurnar voru prentaðar á árunum 1444-1445 en þekktust þeirra bóka sem prentaðar voru í prentsmiðju Gutenbergs er án efa biblían sem prentuð var 1455. Er hún nefnd Gutenbergbiblían og oft sögð vera fyrsta prentaða bókin.

4. febrúar:

- Á þessum degi árið 1600 hittust stjörnufræðingarnir Tycho Brahe og Johannes Kepler í fyrsta sinn, rétt fyrir utan Prag.

- Á þessum degi árið 1945 hittust Franklin Delano Roosevelt, Winston Churchill og Joseph Stalin í Yalta þar sem m.a. var samið um skiptingu Þýskalands í hernumin svæði að stríði loknu.

8. febrúar:

- Á þessum degi árið 1587 var María skotadrotning tekin af lífi, grunuð um samsæri.

- Á þessum degi árið 1904 hófst stríð Japana og Rússa með óvæntri tundurskeitaárás Japana á rússnesk skip.

9. febrúar:

- Á þessum degi árið 1895 fann bandaríski leikfimikennarinn William G. Morgan uppá blakíþróttinni.

- Á þessum degi árið 1920 var skrifað undir alþjóðlegann samning sem viðurkenndi yfirráð Norðmanna yfir Svalbarða.

- Á þessum degi árið 1943 endaði orrustan vð Guadalcanal formlega með sigri Bandaríkjanna yfir Japönum.

- Á þessum degi árið 1965 sendu Bandaríkjamenn fyrstu hermennina til Suður Víetnam en landið var í miðri borgarastyrjöld.

10. febrúar:

- Á þessum degi árið 1268 lögðu Mongólar undir sig Bagdad, eftir blóðuga orrustu.

- Á þessum degi árið 1755 lést rithöfundurinn Charles Montesquieu.

- Á þessum degi árið 1837 lést rússneski rithöfundurinn og skáldið Alexander Pushkin í einvígi.

- Á þessum degi árið 1840 gekk Victoria, drottning breska heimsveldisins, að eiga Albert prins í konunglegu brúðkaupi í Lundúnum.

11. febrúar:

- Á þessum degi árið 1531 var Hinrik VIII. viðurkenndur sem æðsti maður kirkjunnar í Englandi.

- Á þessum degi árið 1810 giftist Napoleon Bonaparte hinni austurrísku Marie-Louise.

- Á þessum degi árið 1963 var "Domestic Operations" deild stofnuð innan bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

- Á þessum degi árið 1970 varð Japan fjórða ríkið til að koma gervihnetti fyrir á braut um jörðu.

- Á þessum degir árið 1978 afléttu kínversk stjórnvöld banni við ritum Aristótelesar, Williams Shakespeare og Charles Dickens.

- Á þessum degi árið 1990 var Nelson Mandela sleppt úr haldi í Suður-Afríku, eftir 27 ára fangelsisvist.

12. febrúar:

- Á þessum degi árið 1502 lagði portúgalski landkönnuðurinn Vasco da Gama upp í aðra för sína til Indlands.

- Á þessum degi árið 1541 var Sandiago, höfuðborg Chile, stofnsett af spænskum landvinningamönnuðum.

- Á þessum degi árið 1809 fæddist náttúrufræðingurinn Charles Dickens og Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1832 innlimaði Ekvador Galapagoseyjar.

- Á þessum degi árið 1912 sagði Puyi, síðasti keisari kína af sér 16 ára gamall.

- Á þessum degi árið 2002 hófust réttarhöld Slobodan Milošević, fyrrverandi forseta Júgóslavíu fyrir glæpi hans gegn mannkyni.

13. febrúar:

- Á þessum degi árið 1883 dó þýska tónskáldið Richard Wagner.

- Á þessum degi árið 1935 var Bruno Hauptmann dæmdur sekur fyrir mannráninu og morðinu á syni Charles Lindbergh.

- Á þessum degi árið 1945 hertók Rauðin herinn Budapest og loftárásir breska flughersins hófust á þýsku borginni Dresten.

- Á þessum degi árið 1974 var rithöfundurinn Aleksandr Solzhenitsyn gerður útlægur í heimalandi sínu, Sovétríkjunum.

- Á þessum degi árið 1984 tók Konstantin Chernenko við embætti aðalritara Sovétríkjanna.

14. febrúar:

- Á þessum degi árið 1036 bannfærði Gregoríus VII páfi, Hinrik IV, keisara Heilaga Rómverska Ríkisins.

- Á þessum degi árið 1779 dó enski landkönnuðurinn James Cook, en hann var drepinn af frumbyggjum Hawaii-eyja.

- Á þessum degi árið 1943 endurheimtu Sovétmenn borgina Rostov úr höndum Þjóðverja.

- Á þessum degi árið 1956, á 20. þingi Sovéska kommúnistaflokksins talaði Nikita Khrushchev um glæpi Stalíns í leynilegri ræðu sinni undir lok þingsins. - Á þessum degi árið 1979 rændu íslamskir öfgamenn bandaríska sendiherranum í Afganistan, Adolph Dubs í Kabúl en hann lét lífið í skotbardaga mannræningjanna og lögreglu nokkru síðar.

15. febrúar:

- Á þessum degi árið 399 f.kr. var gríski heimsspekingurinn Sókrates dæmdur til dauða.

- Á þessum degi árið 1564 dó vísindamaðurinn Galileo Galilei.

- Á þessum degi árið 1942 tókst japanska hershöfðinjanum Tomoyuki Yamashita að sigra hið órjúfandi virki í Singapúr.

- Á þessum degi árið 1898 srakk bandaríska herskipið USS Maine með þeim afleiðingum að meira en 260 manns létu lífið og atburðurinn hrinti af stað Spænsk-Bandaríska stríðinu.

- Á þessum degi árið 1989 lýstu Sovétmenn því yfir að síðust hersveitir þeirra höfðu yfirgefið Afganistan.

- Á þessum degi árið 2003 áttu skipulögð mótmæli sér stað um allann heim þar sem milljónir manna mótmæltu innrás Bandaríkjananna og bandamanna þeirra í Írak.

16. febrúar:

- Á þessum degi árið 1568 dæmdi kaþólska kirkjan hvern einasta hollending, þrjár milljónir manna til dauða fyrir villutrú. Hluti Áttaárastríðinu.

- Á þessum degi árið 1742 tók Spencer Compton Jarl við embætti forsetisráðherra Bretlands, annar í röðinni.

- Á þessum degi árið 1918 lýstu Litháar yfir sjálfstæð en þeir höfðu verið undir Rússum.

- Á þessum degi árið 1941 fæddist Norður-Kóreiski einræðisherrann Kim Jong-il.

- Á þessum degi árið 1943 endurheimtu Sovétmenn borgina Kharkov eftir mikla götubardaga.

- Á þessum degi árið 1947 gerðust kanadabúar kanadískir ríkisborgarar, þar áður höfðu þeir verið Breskir ríkisborgarar. - Á þessum degi árið 1959 tók Fidel Castro völdin á Kúbu eftir byltingu.

17. febrúar:

- Á þessum degi árið 1500 átti orrustan um Hemmingstedt í Schleswig-Holstein sér stað.

- Á þessum degi árið 1864 sökkti suðurríski kafbáturinn H.L.Hunley norðurríska skipinu USS Housatonic í bandarísku borgarastyrjöldinni, og var fyrstu kafbáturinn til að sökkva skipi.

- Á þessum degi árið 1867 sigldi fyrsta skipið í gegnum Suez-skurðinn.

- Á þessum degi árið 1871 marséra prússneskar hersveitir í París eftir sigur sinn yfir Frökkum í Fransk-Prússneska stríðinu.

- Á þessum degi árið 1933 kom fyrsta tölublað Newsweek út.

- Á þessum degi árið 1967 kom út platan Strawberry Fields Forever/Penny lane í Bandaríkjunum.

- Á þessum degi árið 1994 endaði Cenepa stríðið milli Ekvador og Perú.

18. febrúar:

- Á þessum degi árið 1294 dó mongólski keisarinn Kublai Kahn.

- Á þessum degi árið 1516 fæddist María I engladsdrotning, einnig þekkt sem "Bloody Mary".

- Á þessum degi árið 1546 dó þýski munkurinn Marteinn Lúter og á sama degi listamaðurinn frækni Michaelangelo Bounarotti.

- Á þessum degi árið 1867 sigldi fyrsta skipið í gegnum Suez-skurðinn.

- Á þessum degi árið 1861 var Jefferson Davis kjörin fyrsti (og eini) forseti Suðurríkjanna.

- Á þessum degi árið 1861 var Victor Emmanuel II krýndur konungur Ítalíu fyrstur manna.

- Á þessum degi árið 1930 uppgötvar vísindamaðurinn Clyde Tombaugh Plútó.

- Á þessum degi árið 1943 hélt Jósef Göbbles áróðursmálaráðherra Þýskalands Sportpalast-ræðuna til að hughreista þýsku þjóðina er síga fór á ógæfuhlið stríðsins - Á þessum degi árið 1965 fékk Gambía sjálfstæði frá Bretum.

19. febrúar:

- Á þessum degi árið 197 sigraði rómverski keisarinn Septimius Severus, Clodius Albinus í blóðugustu orrustu rómverskra herja, orrustunni um Lugdunum.

- Á þessum degi árið 1674 skrifuðu Englendingar og Hollendingar undir friðarsamninga og bundu enda á Ensk-hollenska stríðið en það endaði með sigri Englendinga og þurfu Hollendingar að láta Nýju Amserdam (Nýju Jórvík) af hendi.

- Á þessum degi árið 1819 nam breski landkönnuðurinn William Smith land á Syðri-Shetlandseyjum.

- Á þessum degi árið 1846 var Lýðveldið Texas innlimað í Bandaríki Norður-Ameríku.

- Á þessum degi árið 1861 var bændaánauð bönnuð í Rússlandi.

- Á þessum degi árið 1915 hófst orrustan um Gallipoli milli Breta og Tyrkja.

- Á þessum degi árið 1941 var þýska hersveitin "Afrika Korps" mynduð.

- Á þessum degi árið 1942 skrifaði Franklin Roosevelt undir skipun til að handtaka Japanska borgara í Bandaríkjunum og færa þá í fangelsi.

- Á þessum degi árið 1945 réðust u.þ.b. 30.000 bandarískir hermenn á Japönsku eyjuna Iwo Jima.

20. febrúar:

- Á þessum degi árið 1472 innlimaði skotakonungur Orkneyjar og Hjaltland.

- Á þessum degi árið 1547 varð Edward VI krýndur konungur Englands.

- Á þessum degi árið 1810 var Andreas Hofer drepinn fyrir tilræði gegn Napoleon keisara.

- Á þessum degi árið 1991 reif trylltur múgur Albanínu niður risastyttu af fyrrverandi einræðisherranum Enver Hoxha.

- Á þessum degi árið 1965 brotlendir Ranger 8 geimfarið á tunglinu eftir að hafa tekið myndir af tilvonandi lendingarstað fyrir Apolo-verkefnið.

21. febrúar:

- Á þessum degi árið 1437 fæddist James I skotakonungur.

- Á þessum degi árið 1543 sigruðu Eþíópískar og Portúgalskar hersveitir múslíma í orrustunni um Wayna Daga.

- Á þessum degi árið 1878 kom út fyrsta símaskrá í heimi í Bandaríkjunum.

- Á þessum degi árið 1848 gáfu þeir Karl Marx og Friedrich Engles út Kommúnistaávarpið.

- Á þessum degi árið 1916 hefst orrustan við Verdun milli Frakka og Þjóðverja.

- Á þessum degi árið 1937 bannaði Þjóðabandalagið útlendum sjálfboðarliðum að taka þátt í spænsku borgarastyrjöldinni.

- Á þessum degi árið 1953 uppgötvuðu þeir Francis Crick og James Watson uppbyggingu DNA sameindarinnar.

- Á þessum degi árið 1969 ríkisvæddi Fidel Castro öll fyrirtæki í landinu.

- Á þessum degi árið 1985 gaf Nintendo fyrirtækið út leikinn The Legend of Zelda.

22. febrúar:

- Á þessum degi árið 1295 f.kr. var Ramses II faraó krýndur.

- Á þessum degi árið 1732 fæddist George Washington í Wakefield í Wetmoreland sýslu í Virginíu ríki.

- Á þessum degi árið 1819 seldu Spánverjar Bandaríkjamönnum flórída fyrir fimm milljónir dollara.

- Á þessum degi árið 1856 hélt repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum sinn fyrsta fund.

- Á þessum degi árið 1915 hófu þjóðverjar sinn víðfræga kafbátahernað.

- Á þessum degi árið 1943 drápu nasistar meðlimi í félaginu Hvía Rósin.

- Á þessum degi árið 1948, hófst uppreisnin í Tékkóslóvakíu.23. febrúar:

- Á þessum degi árið 1455 kom Gutenberg biblían út.

- Á þessum degi árið 1797 gerðu Frakkar misheppnaða innrásá Bretlandseyjar.

- Á þessum degi árið 1893 fékk Rudolf Diesel einkaleyfi fyrir uppfinningu sinni, dieselvélinni.

- Á þessum degi árið 1900 börðust Bretar og Búar um Hart-hæð.

- Á þessum degi árið 1903 fengu Bandaríkjamenn formleg yfirráð yfir Guantanamo flóa.

- Á þessum degi árið 1940 lögðu Sovétmenn undir sig Lasi eyjuna.

- Á þessum degi árið 1945 endurheimtu pólskar og sovéskar hersveitir borgina Poznań.

- Á þessum degi árið 1991 réðust Bandarískar hersveitir inn fyrir landamæri Íraks frá Saudi Arabíu.24. febrúar:

- Á þessum degi árið 1582 kom Gregoríus XIII páfi fram með Gregoríska tímatalið sem flestar vestrænar þjóðir nota í dag.

- Á þessum degi árið 1739 sigruðu persneksar hersveitir innrásarheri Indverja í orrustunni um Karnal.

- Á þessum degi árið 1893 fékk Rudolf Diesel einkaleyfi fyrir uppfinningu sinni, dieselvélinni.

- Á þessum degi árið 1918 lýstu Eistar yfir sjálfstæði frá Rússum.

- Á þessum degi árið 1920 var þýski nasistaflokkurinn stofnaður.

- Á þessum degi árið 1946 var Juan Perón kosinn forseti Argentínu.

- Á þessum degi árið 1981 var trúlofun Karls bretaprins og Díonu Spencer gerð opinber.

- Á þessum degi árið 1989 lagði íranksi leiðtoginn Ayatollah Ruhollah Khomeini þrjár milljónir dollara til höfðus Salman Rushdie höfundar bókarinnar The Satanic Verses.25. febrúar:

- Á þessum degi árið 1570 bannfærði Pius V páfi Elísabetu I Englandsdrottningu.

- Á þessum degi árið 1739 sigruðu persneksar hersveitir innrásarheri Indverja í orrustunni um Karnal.

- Á þessum degi árið 1836 fékk Samuel Colt einkaleyfi fyrir uppfinningu sinni, Colt skambyssunni.

- Á þessum degi árið 1890 fæddist Vyacheslav Molotov utanríkisráðherra Sovétríkjanna (1939-'49).

- Á þessum degi árið 1921 lögðu rússneskir bolsévikar undir sig Tblisi, höfuðborg Georgíu.

- Á þessum degi árið 1933 var USS Ranger sett á flot, fyrsta flugmóðuskipið í heimi.

- Á þessum degi árið 1941 mótmæltu borgarar í Hollandi aðgerðum Þýska hernámsliðsins á hollenskum gyðingum.

- Á þessum degi árið 1945 lýstu Tyrkir þjóðverjum stríð á hendur.

- Á þessum degi árið 1948 náði kommúnistaflokkurinn öllum völdum í Tékkóslóvakíu.

- Á þessum degi árið 1950 fæddist Néstor Kirchner forseti Argentínu.26. febrúar:

- Á þessum degi árið 1794 brann Kristjánsborgarkastali í Kaupmannahöfn.

- Á þessum degi árið 1797 gaf enski seðlabankinn út fyrstu eins og tveggjapunda seðlanna.

- Á þessum degi árið 1815 yfirgaf Napóleon Elbu með tólfhundruð manns til þess að freista þess að ná Frakklandi á sitt vald.

- Á þessum degi árið 1848 var Annað Franska Lýðveldið sett á stofn.

- Á þessum degi árið 1935 var þýski flugherinn Luftwaffe endurskapaður.

- Á þessum degi árið 1936 reyndu tveir japanskir höfuðsmenn í hernum valdarán gegn ríkisstjórn Japans.

- Á þessum degi árið 1941 mótmæltu borgarar í Hollandi aðgerðum Þýska hernámsliðsins á hollenskum gyðingum.

- Á þessum degi árið 1961 fæddist Nadezhda Konstantinovna Krupskaya, eiginkona Leníns.

- Á þessum degi árið 1991 lýsti Saddam Hussein leiðtogi Íraks því yfir að hann myndi draga hersveitir sínar frá Kuwait..

- Á þessum degi árið 2001 sprengja Talibanar tvö risavaxin og æfagömul Búddalíkneski í Afganistan.

1. mars:

- Á þessum degi árið 89 f.kr. lögðu Rómverjar undir sig Aþenska borgríkið.

- Á þessum degi árið 1562 hófst franska trúarbragðastríðið.

- Á þessum degi árið 1565 var Rio de Janeiro stofnuð.

- Á þessum degi árið 1803 gerist Ohio sautjánda fylki Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1815 lætur Napoleon sjá sig aftur á franska meginlandinu eftir að hafa snúið heim úr útlegð á eyjunni Elbu .

- Á þessum degi árið 1840 tók Adolphe Thiers við embætti forsætisráðherra Frakklands.

- Á þessum degi árið 1854 hverfur þýski sálfræðingurinn Friedrich Eduard Beneke.

- Á þessum degi árið 1872 var Yellowstone þjóðgarðurinn stofnaður, fyrstur í heimi.

- Á þessum degi árið 1912 stökk Albert Berry fyrstur manna í fallhlíf úr fjugandi flugvél.

- Á þessum degi árið 1941 skrifuðu Búlgarar undir þríveldissamninginn og gengu í Öxulveldin.

- Á þessum degi árið 1953 fékk Stalín hjartaslag er dró hann til dauða fjórum dögum síðar.

- Á þessum degi árið 1966 lenti sovéska geimskipið Venera 3 á Venus, fyrst geimskipa til að lenda á yfirborði annarar plánetu.5. mars:

- Á þessum degi árið 1836 réðust Mexikanar á Alamo-virkið.

7. mars:

- Á þessum degi árið 322 f.kr. fæddist heimsspekingurinn Aristóteles.

- Á þessum degi árið 161. tók Markús Árelíus við keisarasæti rómarborgar.

- Á þessum degi árið 328 gerði Konstantín I rómarkeisari sunnudag að viðurkenndum hvíldardegi í ríkinu.

- Á þessum degi árið 1475 fæddist listamaðurinn frækni Michelangelo.

- Á þessum degi árið 1814 sigruðu hersveitir Napoleons Frakka og Prússa í orrustunni um Craonne.

- Á þessum degi árið 1876 fékk Alexander Graham Bell einkaleyfi fyrir uppfinnigu sinni er hann kallar "Sími".

- Á þessum degi árið 1911 hófst bylting í Mexíkó.

- Á þessum degi árið 1912 tilkynnti landkönnuðurinn Roald Amundsen að hann og hópur hans hefði farið fyrstur manna á Suður pólinn þrem mánuðum fyrr.

- Á þessum degi árið 1936 brutu þjóðverjar einn lið Versalasamninganna og hertóku Rínarhéruðin í Þýskalandi.

- Á þessum degi árið 1950 neituðu Sovétmenn opinberlega að sovéski njósnarinn Klaus Fuchs væri sovéskur njósnari.

- Á þessum degi árið 1968 hófst fyrst orrustan um Saigon í Víetnamstríðinu.

- Á þessum degi árið 1984 gerðu Bandaríkjamenn árás á San Juan del Sur í Níkaragwa.11. mars:

- Á þessum degi árið 1425 f.kr. dó Tuhtmose III faraó Egipta.

- Á þessum degi árið 1702 var The Daily Courant, fyrsta enska dagblaðið gefið út í Lundúnum.

- Á þessum degi árið 1779 leyfði bandaríska þingið hersveitir verkfræðinga (Engineers).

- Á þessum degi árið 1801 var Páll I rússakeisari myrtur.

- Á þessum degi árið 1845 fann bretinn Henry Jones upp lyftiduftið.

- Á þessum degi árið 1861 var stjórnarskrá Suðurríkjanna tekin í notkun.

- Á þessum degi árið 1897 fór loftsteinn í gufuhvolf jarðar og lenti í Bandaríkjunum.

- Á þessum degi árið 1900 höfðunuð bretar friðarviðræðum í seinna búastríðinu.

- Á þessum degi árið 1917 hertóku bretar Baghdad frá tyrkjaveldi.

- Á þessum degi árið 1941 hófu bandaríkjamenn að senda Bandamönnum og Sovétmönnum vistir og vopn.

- Á þessum degi árið 1985 tók Mikhail Gorbachev við embætti Sovétríkjanna.

- Á þessum degi árið 1988 varð vopnahlé í Íran-Írak stríðinu.

- Á þessum degi árið 1990 lýstu Litháar yfir sjálfstæði undan Sovétríkjunum.13. mars:

- Á þessum degi árið 1639 fékk Harvard háskólinn nafn sitt og var hann skýrður í höfuðið á klerknum John Harvard.

- Á þessum degi árið 1781 uppgötvaði stjörnufræðingurinn William Herschel plánetuna Úranus.

- Á þessum degi árið 1779 leyfði bandaríska þingið hersveitir verkfræðinga (Engineers).

- Á þessum degi árið 1881 var Alexander II rússakeisari myrtur.

- Á þessum degi árið 1921 lýstu Mongólar yfir sjálfstæði sínu undan Kínvejrum.

- Á þessum degi árið 1940 endaði Finns-Sovéska stríðið.

- Á þessum degi árið 1943 "eyddu" Þjóðverjar gyðingagettóinuí Kraká.15. mars:

- Á þessum degi árið 44 f.Kr. var Júlíus Caesar ráðinn af dögum.

- Á þessum degi árið 1767 fæddist Andrew Jackson, sjöundi forseti Bandaríkjanna. Hann gegndi embætti árin 1829-1837. Jackson lést 8. júní árið 1845.

- Á þessum degi árið 1820 varð Maine 23. fylkið í Bandaríkjum Norður-Ameríku.

16. mars:

- Á þessum degi árið 1751 fæddist James Madison í Port Conway í Virginíu ríki. Madison varð fjórði forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti frá 1809 til 1817. Hann lést 28. júní 1836.

20. mars:

- Á þessum degi árið 1602 var Austur Indíafélagið stofnað í Hollandi. Fyrirtækið var starfrækt í 196 ár og varð eitt öflugasta fyrirtæki veraldar.

26. mars:

- Á þessum degi árið 1945 lauk orrustunni um Iwo Jima. Í orrustunni létust um 22.000 japanskir hermenn og um 4500 bandarískir hermenn.

- Á þessum degi árið 1971 lýsti Austur-Pakistan yfir sjálfstæði undir nafninu Bangladesh.

29. mars:

- Á þessum degi árið 1973 hurfu síðustu bandarísku hersveitirnar frá Suður-Víetnam.4. apríl:

- Á þessum degi árið 1949 stofnuðu tólf þjóðir með sér varnarbandalagið North Atlantic Treaty Organization, eða NATO. Þjóðirnar tólf voru Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Belgía, Holland, Luxemburg, Ítalía, Portúgal, Danmörk, Noregur og Ísland. Í kjölfarið stofnuðu Sovétríkin ásamt ýmsum Austur-Evrópu þjóðum Varsjávarbandalagið árið 1955.

12. apríl:

- Á þessum degi árið 1861 hófst borgarastyrjöld í Bandaríkjunum er ráðist var á Fort Sumter.

13. apríl:

- Á þessum degi árið 1743 fæddist Thomas Jefferson í Virginíu ríki. Jefferson varð þriðji forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti frá 1801 til 1809. Hann lést 4. júlí árið 1826.

- Á þessum degi árið 1970 bárust hin frægu skilaboð frá geimferjunni Apollo 13 til stjórnstöðvarinnar í Houston, Texas: "Houston, we've got a problem". Geimferjan var á leið til tunglsins er súrefnistankur sprakk.

14. apríl:

- Á þessum degi árið 1865 var Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna, ráðinn af dögum af John Wilkes Booth.

19. apríl:

- Á þessum degi árið 1882 lést vísindamaðurinn Charles Darwin.

22. apríl:

- Á þessum degi árið 1509 varð Hinrik VIII. konungur Englands.

26. apríl:

- Á þessum degi árið 1889 fæddist austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein.

28. apríl:

- Á þessum degi árið 1758 fæddist James Monroe í Westmoreland sýslu í Virginíu ríki. Monroe varð fimmti forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti árin 1817-1825. Hann lést 4. júlí árið 1831.16. maí:

- Á þessum degi árið 1929 voru verðlaun Bandarísku kvikmyndaakademíunnar afhent í fyrsta sinn. Verðlaun þessi urðu síðar betur þekkt sem Óskarsverðlaunin.

19. maí:

- Á þessum degi árið 1536 var Anne Boleyn, önnur kona Hinriks VIII. hálshöggvin.

22. maí:

- Á þessum degi árið 1972 varð Richard M. Nixon fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Sovétríkin.

25. maí:

- Á þessum degi árið 1925 var John Scopes, barnaskólakennari í Bandaríkjunum, sóttur til saka fyrir að hafa kennt þróunarkenningu Darwins.

27. maí:

- Á þessum degi árið 1703 stofnaði Pétur mikli Rússlandskeisari borgina Pétursborg.

29. maí:

- Á þessum degi árið 1790 varð Rhode Island 13. fylki Bandaríkja Norður-Ameríku.

- Á þessum degi árið 1848 varð Wisconsin 30. fylki Bandaríkja Norður-Ameríku.

30. maí:

- Á þessum degi árið 1431 var Jóhanna af Örk brennd á báli sem villutrúarmaður.

- Á þessum degi árið 1536 kvæntist Hinrik VIII. þriðju konu sinni, Jane Seymour.1. júní:

- Á þessum degi árið 1792 varð Kentucky 15. fylki Bandaríkja Norður-Ameríku.

- Á þessum degi árið 1796 varð Tennessee 16. fylki Bandaríkja Norður-Ameríku.

2. júní:

- Á þessum degi árið 1886 varð Grover Cleveland fyrsti forseti Bandaríkjanna til að gifta sig í Hvíta húsinu.

3. júní:

- Á þessum degi árið 1923 fengu konur á Ítalíu kosningarétt.

- Á þessum degi árið 1942 hófst orrustan við Midway á Kyrrahafi. Orrustan markaði tímamót í stríðinu á Kyrrahafi.

6. júní:

- Á þessum degi árið 1944 átti sér stað innrás bandamanna í Normandy sem leiddi til þess að önnur víglína myndaðist í Evrópu sem var ríkur þáttur í ósigri Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni.

17. júní:

- Á þessum degi árið 1944 varð Ísland lýðveldi.

24. júní:

- Á þessum degi árið 1910 réðust Japanar inn í Kóreu.

28. júní:

- Á þessum degi árið 1836 lést James Madison, fjórði forseti Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1919 voru Versalasamningarnir undirritaðir sem bundu enda á Fyrri heimsstyrjöldina.1. júlí:

- Á þessum degi árið 1863 hófst orrustan um Gettysburg sem reyndist vera vendipunktur í bandarísku borgarastyjöldinni.

3. júlí:

- Á þessum degi árið 1890 varð Idaho 43. fylki Bandaríkjanna.

4. júlí:

- Á þessum degi árið 1776 lýstu Bandaríki Norður-Ameríku yfirsjálfstæði sínu frá Bretlandi.

- Á þessum degi árið 1826 létust John Adams og Thomas Jefferson, en báðir höfðu þeir gegnt embætti forseta Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1831 lést James Monroe, fimmti forseti Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1895 var barnabókin sívinsæla Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll (réttu nafni Charles Lutwidge Dogdson) fyrst gefin út.

- Á þessum degi árið 1997 lenti bandarískakönnunarfarið U.S. Pathfinder á reikistjörnunni Mars.

5. júlí:

- Á þessum degi árið 1811 hlaut Venezuela sjálfstæði frá Spáni.

8. júlí:

- Á þessum degi árið 1777 varð Vermont fyrsta fylki Bandaríkjanna til að afnema og banna þrælahald.

9. júlí:

- Á þessum degi árið 1816 lýsti Argentína yfir sjálfstæði sínu frá Spáni.

10. júlí:

- Á þessum degi árið 1890 varð Wyoming 44. fylki Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1991 aflétti George Bush, bandaríkjaforseti, viðskiptabanni á Suður-Afríku.

14. júlí:

- Á þessum degi árið 1099 var Jerúsalem hertekin eftir sjö vikna umsátur í fyrstu krossferðinni.

- Á þessum degi árið 1789 hófst Franska byltingin þegar parísarbúar réðust á Bastilluna og frelsuðu fanga sem þar voru.

- Á þessum degi árið 1933 voru allir stjórnmálaflokkar nema Nastistaflokkurinn bannaðir í Þýskalandi.

15. júlí:

- Á þessum degi árið 1606 fæddist hollenski málarinn Rembrandt van Rijn í borginni Leiden í Hollandi.

16. júlí:

- Á þessum degi árið 1861 var orrustan við Bull Run háð en hún var fyrsta stóra orrustan í borgarastríði Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1918 var Nikulás II., Rússlandskeisari, tekinn af lífi ásamt fjölskyldu sinni af bolsévikum.

17. júlí:

- Á þessum degi árið 1945 hittist Harry S. Truman, Winston Churchill og Jósef Stalín í Potsdam, útborg Berlínar, til að ræða um lyktir seinni heimsstyrjaldarinnar, t.d. landamæri og skiptingu Þýskalands að stríðinu loknu, stríðsskaðabætur og fleira.

20. júlí:

- Á þessum degi árið 1810 lýsti Kólumbía yfir sjálfstæði frá Spáni.

- Á þessum degi árið 1960 var Sirima Bandaranaike frá Sri Lanka fyrst kvenna í heiminum til að verða forsætisráðherra.

- Á þessum degi árið 1969 steig Neil A. Armstrong fyrstur manna á tunglið og sagði eina af frægari setningum tuttugustu aldarinnar: "Lítið skref fyrir mann, stórt stökk fyrir mannkyn". Leiðangurinn hét Apollo 11 en með Armstrong í för voru þeir Buzz Aldrin og Michael Collins.

21. júlí:

- Á þessum degi árið 1925 var úrskurðað í "aparéttarhöldunum" svonefndu en þá var John T. Scopes fundinn sekur um að brjóta lög Tennessee-fylkis þegar hann kenndi þróunarkenningu Darwins í barnaskóla.

22. júlí:

- Á þessum degi árið 1796 stofnaði Moses Cleaveland, hershöfðingi, borgina Cleaveland í Ohio-fylki.

23. júlí:

- Á þessum degi árið 1952 var gerð blóðug bylting í Egyptalandi þar sem herinn tók völdin. Kongungsveldið var afnumið ári síðar og var Egyptalandi þá stjórnað af Egyptum í fyrsta sinn síðan á tímum faraóanna.

26. júlí:

- Á þessum degi árið 1947 var bandaríska leyniþjónustan Central Intelligence Agency (CIA) stofnuð en hún tók til starfa 18. september sama ár.6-9. ágúst:

- Þann 6. ágúst 1945 vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima og þann 9. á Nagasaki.

12. ágúst:

- Þennan dag árið 1961 var hafist handa við byggingu Berlínarmúrsins.

- Á þessum degi árið 1981 kynnti IBM fyrstu PC tölvuna, IBM PC.

14. ágúst:

- Þennan dag árið 1945 gáfust Japanir upp fyrir bandamönnum og markar sú uppgjöf lok Síðari heimstyrjaldar. Formleg uppgjöf fór þó fram 2. september um borð í bandaríska orrustuskipinu USS Missouri á Tokyo-flóa.

16. ágúst:

- Þennan dag árið 1977 lést svonefndur konungur rokksins, Elvis Presley, 42 ára að aldri. Dánarorsökin var ofneysla eiturlyfja.

20. ágúst:

- Á þessum degi árið 1968 réðust Sovétmenn ásamt herliði annarra þjóða í Varjárbandalaginu inn í Prag í Tékkóslóvakíu og bundu þar með enda á "vorið í Prag".

21. ágúst:

– Á þessum degi árið 1911 var Monu Lisu stolið af Louvre safninu í París. Var þar að verki ítalskur þjónn að nafni Vicenzo Perruggia.

- Á þessum degi árið 1959 varð Hawaii 50. ríki Bandaríkja Norður Ameríku.

- Á þessum degi árið 1991 lýsti Lettland yfir sjálfstæði sínu frá Sovétríkjunum.

22. ágúst:

– Á þessum degi árið 1642 hófst borgarastyjöld í Bretlandi milli stuðningsmanna Karls I. konungs og stuðningsmanna Olivers Cromwell.

- Á þessum degi árið 1846 innlimuðu Bandaríki Norður Ameríku Nýju Mexikó í ríkjasambandið.

- Á þessum degi varð Theodore Roosevelt fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að aka í bifreið.

- Á þessum degi árið 1910 lagði Japan undir sig Kóreu.

23. ágúst:

– Þennan dag árið 1939 voru friðarsamningarnir á milli Þýskalands og Sovétríkjanna undirritaðir sem kváðu m.a. á um skiptingu Austur-Evrópu í þýsk og sovésk yfirráðasvæði.

24. ágúst:

– Á þessum degi árið 79 gaus eldfjallið Vesúvíus með því þeim afleiðingum að borgirnar Pompei og Herculeanum lögðust í rúst er þær grófust undir öskunni.

- Á þessum degi árið 1968 sprengdu Frakkar vetnissprengju í tilraunaskyni í Suður-Kyrrahafi og urðu þar með fimmta kjarnorkuveldið.

- Á þessum degi árið 1991 sagði Mikael Gorbatsjoff af sér sem aðalritari kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum eftir mishepnað valdarán gegn honum.

25. ágúst:

– Á þessum degi árið 1718 var borgin New Orleans í Louisiana stofnuð af frönskum nýlendumönnum og nefnd eftir hertoganum af Orleans.

- Á þessum degi árið 1825 lýsti Úrúgvæ yfir sjálfstæði sínu undan Brasilíu.

- Á þessum degi árið 1944 var París frelsuð er hersetu nasista í borginni í síðari heimsstyrjöldinni lauk.

26. ágúst:

– Á þessum degi árið 1847 var því lýst yfir að Líbería væri sjálfstætt lýðveldi.

28. ágúst:

– Þennan dag árið 1609 uppgötvaði Henry Hudson Delaware flóann.

- Þennan dag árið 1963 hélt Martin Luther King yngri hina frægu "Ég á mér draum" ræðu við Lincoln minnismerkið í Washington D.C. í Bandaríkjunum.

29. ágúst:

– Þennan dag árið 1842 var Nanking sáttmálinn, sem batt enda á Ópíumstríðin, undirritaður. Samkvæmt samningnum fengu Bretar yfirráðarétt yfir Hong Kong.

- Á þessum degi árið 1949 gerðu Sovétmenn fyrstu tilraun sína með kjarnorkusprengju.

30. ágúst:

– Á þessum degi árið 30 f. Kr. framdi Kleópatra VII., drottning Egyptalands, sjálfsmorð.1. september:

- Þennan dag árið 1939 hófst Seinni heimsstyrjöldin með innrás Þjóðverja í Pólland.

3. september:

- Þennan dag árið 1939 lýstu Bretar og Frakkar yfir stríði við Þjóðverja eftir að hinir síðastnefndu höfðu ráðist inn í Pólland.

9. september:

- á þessum degi árið 1850 varð California 31. fylki Bandaríkjanna.

10. september:

– Þennan dag árið 1919 voru friðarsamningar undirritaðir á milli bandamanna og Austurríkis í lok Fyrri heimstyrjaldar.

11. september:

- Þennan dag árið 2001 gerðu hryðjuverkamenn árásir á New York og Washington með því að ræna farþegaþotum og fljúga þeim á World Trade Center og Pentagon.

12. september:

– Þennan dag árið 1972 hófst annað þorskastríð Íslendinga við Breta með útfærslu landhelginnar í 50 mílur.

13. september:

– Þennan dag árið 1598 lést Filippus II Spánarkonungur.

14. september:

– Þennan dag árið 1901 lést William McKinley, forseti Bandaríkjanna, eftir að hafa orðið fyrir skotárás átta dögum áður. Við dauða hans tók varaforsetinn við völdum, Theodore Roosevelt.

15. september:

– Þennan dag árið 1916 voru skriðdrekar notaðir í fyrsta sinn í hernaði í orrustunni við Somme í Frakklandi.

16. september:

– Þennan dag árið 1891 fæddist Karl Dönitz, flotaforingi og einn af leiðtogum þýskra nasista.

17. september:

– Þennan dag árið 1862 var orrustan við Antietam háð, í Borgarastríði Bandaríkjanna, þar sem tæpar 25 þúsundir manna voru drepnar.

18. september:

– Þennan dag árið 1698 var hinn svokallaði "Man in the Iron Mask" fluttur til fangelsisvistar í Bastillunni í París þar sem hann lést 19. nóvember 1703. Enn er ekki vitað hver hann var en lengi hafa verið uppi ýmsar getgátur um það.

- Á þessum degi árið 1947 tók bandaríska leyniþjónustan Central Intelligence Agency (CIA) til starfa en hún var stofnuð 26. júlí sama ár.

19. september:

– Þennan dag árið 1356 var orrustan við Poiters háð í Hundrað ára stríðinu milli Frakklands og Englands. Þar tókust á herir Játvarðar, krónprins Englands (oft nefndur "The Black Prince vegna svartra herklæða sinna) og Jóhanns II, konungs Frakklands. Höfðu Englendingar sigur í orrustunni og var Jóhann konungur tekinn til fanga.

20. september:

– Þennan dag árið 1863 lést þýski fræðimaðurinn Jacob Grimm, annar af Grimm-bræðrunum sem einna þekktastir eru fyrir söfnun sína á þýskum þjóðsögum sem kölluð hafa verið Grimms-ævintýri.

21. september:

– Þennan dag árið 1860 lést þýski heimspekingurinn Arthur Schopenhauer 72 ára að aldri.

22. september:

– Þennan dag árið 1554 lést spænski landkönnuðurinn Francisco de Vasquez de Coronado í Mexíkóborg, 44 ára að aldri. Hann var m.a. fyrsti evrópski landkönnuðurinn sem kannaði suðvesturhluta Norður-Ameríku.

23. september:

– Þennan dag árið 63 f.Kr. fæddist Gaius Octavius sem síðar varð fyrsti keisari Rómaveldis undir nafninu Augustus.

24. september:

– Þennan dag árið 1869 átti skammlíf efnahagskreppa sér stað í Bandaríkjunum sem nefnd hefur verið "The Black Friday".

25. september:

– Þennan dag árið 1881 fæddist kínverski rithöfundurinn Lu Xun (Lu Hsun) en hann er yfirleitt titlaður sem mesti rithöfundur Kína á 20. öldinni. Lu Xun lést árið 1936.

26. september:

– Þennan dag árið 1820 lést ameríski landkönnuðurinn Daniel Boone 86 ára að aldri. Boone spilaði aðalhlutverk í könnun og landnámi Kentucky.

- Sama dag árið 1945 var fyrsti bandaríski hermaðurinn drepinn í Víetnam. Það var Lt. Col. Peter Dewey en hann var skotinn til bana í borginni Saigon.

27. september:

– Þennan dag árið 1939 hertóku Þjóðverjar Varsjá, höfuðborg Póllands, eftir að borgin hafði m.a. orðið fyrir miklum stórskotaliðsárásum og loftárásum.

28. september:

– Þennan dag árið 1895 lést hinn frægi franski efnafræðingur og líffræðingur Louis Pasteur 73 ára að aldri. Hann var m.a. upphafsmaður svonefndrar örverufræði, sannaði tilgátuna um tilvist sýkla, fann upp aðferðina við gerilsneyðingu og þróaði bóluefni við ýmsum sjúkdómum, þar á meðal hundaæði.

29. september:

– Þannan dag árið 1560 lést Gustav I Vasa, Svíakonungur, sem m.a. gerði Svíþjóð að sjálfstæðu ríki frá Danmörkun (Kalmar-sambandinu) 1523 með því að gera uppreisn gegn hernámi þeirra og reka þá úr landi. Hann var síðan valinn til konungs og sem slíkur gerði hann Lúterstrú að ríkistrú í Svíþjóð auk þess að gera landið efnahaglega sjálfstætt frá Hansa-sambandinu, innleiða ýmsar efnahagslega umbætur, efla herinn og einingu ríkisins. Árið 1544 ákvað hann að konungdæmið gengi að erfðum innan ættar hans, Vasa. Við andlát hans tók sonur hans við völdum, Eric XIV.

30. september:

– Þennan dag árið 1955 lést bandaríski kvikmyndaleikarinn James Dean í bílslysi 24 ára að aldri.1. október:

– Þennan dag árið 1938 tók Münchenar-samningurinn svokallaði gildi, á milli Breta, Frakka, Ítala og Þjóðverja, en með honum voru Súdeta-héruðin í Tékkoslóvakíu, sem mestmegnis voru byggð þýskumælandi fólki, innlimuð í Þýskaland. Í mars árið eftir hertóku Þjóðverjar svo mestan hluta Tékkoslóvakíu.

- Þennan dag árið 1949 lýsti Mao Zedong yfir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins.

2. október:

– Þennan dag árið 1869 fæddist indverski þjóðernissinninn Mohandas Karamchand Gandhi, einnig þekktur sem Mahatma Gandhi. Hann lést árið 1948.

3. október:

– Þennan dag árið 1859 kom heildarútgáfa kenningar Charles Darwins um þróun tegundanna út í ritinu "On the Origin of Species". Áður hafði verið greint frá kenningunni í ritgerð árið áður.

4. október:

– Þennan dag árið 1957 skutu Sovétmenn fyrsta gervihnettinum, "Sputnik 1", út í geiminn.

5. október:

– Þennan dag árið 1805 lést breski hershöfðinginn Charles Cornwallis sem falið var það verkefni að berja niður uppreisn amerísku nýlendanna árið 1775.

- Isaac Singer hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels á þessum degi 1978.

6. október:

– Þennan dag árið 1892 lést eitthvert mesta ljóðskáld Englendinga, Alfred Tennyson lávarður, 83 ára að aldri.

7. október:

– Þennan dag árið 1849 lést bandaríski rithöfundurinn Edgar Allan Poe fertugur að aldri.

- Sama dag árið 1940 ráðast þýskar hersveitir inn í Rúmeníu.

8. október:

– Þennan dag árið 1843 lauk fyrra ópíumstríði Breta og Kínverja með því að hinum síðarnefndu var gert að greiða háar skaðabætur, opna fimm hafnir fyrir breskum kaupmönnum og afsala sér Hong Kong til Breta. Ópíumstríðin hófust þegar stjórnvöld í Kína reyndu að stöðva ólöglegan innflutning breskra kaupmanna á ópíum til landsins.

- Sama dag árið 1970 hlaut rússneski rithöfundurinn Aleksandr Solzhenitsyn bókmenntaverðlaun Nóbels.

9. október:

– Þennan dag árið 1940 fæddist hinn heimsþekkti breski tónlistarmaður John Lennon. Hann þarf varla að kynna að öðru leyti. Lennon var myrtur árið 1980 í New York.

10. október:

– Þennan dag árið 1813 fæddist hið heimsfræga ítalska tónskáld Giuseppe Verdi. Hann lést árið 1901.

11. október:

– Þennan dag árið 1884 fæddist Eleanor Roosevelt eiginkona Franklins D. Roosevelts Bandaríkjaforseta.

12. október:

– Á þessum degi árið 1870 lést Robert E. Lee, hershöfðingi Suðurríkjanna, í Lexington, Virginíu, 63 ára að aldri.

13. október:

– Á þessum degi árið 1943 lýsti Ítalía yfir stríði á hendur Þýskalandi, fyrrum bandamanni sínum í heimsstyrjöldinni síðari.

14. október:

– Á þessum degi árið 1066 sigruðu Normannar Breta í orrustunni við Hastings.

- Á þessum degi árið 1947 varð Charles "Chuck" Yeager, höfuðsmaður í flugher Bandaríkjanna, fyrstur manna til að ferðast hraðar en hljóðið.

15. október:

– Á þessum degi árið 1860 skrifaði hin ellefu ára gamla Grace Bedell frá Westfield í New York fylki bréf til Abrahams Lincoln, forsetaframbjóðanda, og benti honum á að hann gæti bætt útlit sitt með því að láta sér vaxa skegg.

- Á þessum degi árið 1917 var Mata Hari, njósnari í heimsstyrjöldinni fyrri, tekinn af lífi í Vincennes, Frakklandi.

16. október:

– Á þessum degi árið 1964 sprengdu Kínverjar fyrstu atómsprengju sína.

17. október:

– Þennan dag árið 1725 fæddist breski stjórnmálaleiðtoginn og umbótasinninn John Wilkes. Hann m.a. studdi Frelsisstríð Bandaríkjanna á meðan að það stóð yfir og barðist ennfremur fyrir borgaralegum réttindum á Bretlandi. Wilkes lést árið 1797.

18. október:

– Þennan dag árið 1867 tóku Bandaríkin við landflæminu Alaska af Rússum.

- Þennan dag árið 1931 lést bandaríski uppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison í West Orange í New Jersey fylki, 84 ára að aldri.

19. október:

- Þennan dag árið 1781 gafst breski hershöfðinginn Cornwallis upp fyrir George Washington, hershöfðingja, í Yorktown í Virginíufylki. Lauk þar með síðustu orrustunni í Frelsisstríði Bandaríkjanna.

– Þennan dag árið 1812 hófu franskar hersveitir undir stjórn Napóleons Bónaparta að hörfa frá Moskvu.

20. október:

– Þennan dag árið 1964 lést 31sti forseti Bandaríkjanna, Herbert Hoover, níræður að aldri.

21. október:

– Þennan dag árið 1805 var sjóorrustan við Trafalgar háð á milli Breta annars vegar, undir stjórn Horatio Nelsons flotaforingja, og sameinuðum flota Spánverja og Frakka hins vegar. Bretar sigruðu í orrustunni en Nelson lét lífið í þessum mesta sigri sínum.

22. október:

- Á þessum degi árið 1836 var Sam Houston vígður fyrsti forseti Lýðveldisins Texas.

– Á þessum degi árið 1954 varð Vestur-Þýskaland aðildarríki að NATO.

22. október:

- Á þessum degi árið 1735 fæddist John Adams í Braintree (nú Quincy) í Massachusetts ríki. Adams var annar forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti frá 1797 til 1801. Hann lést 4. júlí 1826.11. nóvember:

– Þennan dag árið 1821 fæddist rússneski rithöfundurinn Fyodor Mikhaylovich Dostoyevsky, einn mesti rithöfundur allra tíma. Meðal þekktustu verka hans er bókin Glæpur og refsing (ens. Crime And Punishment) sem hann ritaði árið 1866. Dostoyevsky lést árið 1881.

12. nóvember:

– Á þessum degi árið 1942 hófst orrustan við Guadalcanal.

24. nóvember:

– Þennan dag árið 1963 var Lee Harvey Oswald myrtur þegar hann var færður í fangageymslur af lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir morðið á John F. Kennedy sem framið hafði verið tveimur dögum áður.

- Sama dag árið 2002 lést John Rawls, frægasti stjórnmálaheimspekingur 20. aldarinnar, 81 árs gamall.

28. nóvember:

– Þennan dag árið 1821 lýsti Panama yfir sjálfstæði frá Spáni.1. desember:

– Á þessum degi árið 1918 varð Ísland fullvalda þjóð í konungssambandi við Danmörku.

- Þennan dag árið 1959 var fyrsta litmyndin af Jörðinni tekin utan úr geimnum og sama dag skrifuðu tólf ríki, þ.á m. Bandaríkin og Sovétríkin, undir samning þar sem lagt var bann við öllu hernaðarbrölti á Suðurskautslandinu.

2. desember:

– Á þessum degi árið 1864 var Archibald Gracie yngri, hershöfðingi suðurríkjanna, drepinn í Petersburg í Virginíu. Tæpri öld síðar, 1961, lýsti Fidel Castro því yfir opinberlega að hann væri marx-leninisti.

4. desember:

– Á þessum degi árið 1945 samþykkti Bandaríkjaþing þátttöku Bandaríkjanna í Sameinuðu þjóðunum.

- Fyrsti fjöldaframleiddi rafmagnsbíllinn kom úr framleiðslu á þessum degi 1996. Nefndist bíllinn Electric Vehicle One og var framleiddur af General Motors í Bandaríkjunum.

5. desember:

– Á þessum degi árið 1782 fæddist Martin Van Buren í Kinderhook í New York ríki. Van Buren varð áttundi forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti 1837-1841. Hann lést 24. júlí árið 1862.

– Á þessum degi árið 1839 fæddist hinn þekkti bandaríski herforingi George Armstrong Custer í Harrison-sýslu í Ohio fylki. Custer ávann sér góðan orðstír fyrir stjórn riddaraliðs Norðurríkjanna í borgarastyjöldinni 1861-1865 en er þó þekktastur fyrir þátttöku sína í orrustunni við Litle Big Horn 1876 þar sem hann féll ásamt 267 hermönnum sínum í átökum við Sioux-indíána.

7. desember:

– Á þessum degi árið 1941 gerðu Japanar árás á flotastöð bandaríska flotans í Pearl Harbour á Hawaii. Varð það til þess að Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina.

8. desember:

– Á þessum degi árið 1941 lýstu Bandaríkin yfir stríði á hendur Japönum í kjölfar árásar þeirra síðarnefndu á flotastöð bandaríska flotans í Pearl Harbour á Hawaii.

9. desember:

– Á þessum degi árið 1835 náði Texasher borginni San Antonio á sitt vald en var það mikilvægt skref í baráttu Texas fyrir sjálfstæði frá Mexíkó. Herinn, undir stjórn Benjamin Rush Milam, hóf árásina 5. desember en náði borginni á fjórða degi. Milam lést sjálfur 7. desember, í miðju umsátrinu, er leyniskytta skaut hann til bana.

10. desember:

– Á þessum degi árið 1830 fæddist rithöfundurinn Emily Dickinson í Amherst, Massachusetts, og árið 1869 fengu konur í Wyomingfylki í Bandaríkjunum kosningarétt.

11. desember:

– Á þessum degi árið 1941 lýstu Þjóðverjar yfir stríði á hendur Bandaríkjamönnum.

14. desember:

– Á þessum degi árið 1799 lést George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna, á heimili sínu á Mount Vernon.

- Og á þessum degi árið 1939 voru Sovétríkin rekin úr Þjóðabandalaginu í kjölfari innrásar þeirra í Finnland 30. október sama ár.

15. desember:

– Á þessum degi árið 1945 fyrirskipaði Douglas MacArthur, hershöfðingi, shinto-trú væri ekki lengur ríkistrú í Japan, en í henni fólst meðal annars að keisarinn, sem þá var Hirohito, væri guðdómlegur.

- Árið 1978 lýsti Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna, yfir á þessum degi að Bandaríkin myndu frá og með 1. janúar 1979 viðurkenna kommúníska stjórn Alþýðulýðveldisins í Kína.

16. desember:

– Á þessum degi árið 1775 fæddist breski rithöfundurinn Jane Austin.

18. desember:

– Á þessum degi árið 1941 tóku japanskar hersveitir land á Hong Kong. Slátrun fylgdi í kjölfarið enda var þeim skipað að "taka enga fanga".

21. desember:

– Á þessum degi árið 1945 lést bandaríski hershöfðinginn frægi George S. Patton í bílslysi, sextugur að aldri.

- Á þessum degi árið 1988 var Pan American vél, í flugi 103 frá London til New York, sprengd upp yfir Lockerbie á Skotlandi, klukkustund eftir flugtak. Allir farþegarnir 259 létust auk áhafnarinnar og 11 íbúa í bænum Lockerbie. Íslamskir hryðjuverkamenn voru grunaðir um verknaðinn. 16 dögum áður hafði bandaríska sendiráðinu í Helsinki í Finnlandi borist fregn um að sprengja yrði um borð í Pan American vél frá Frankfurt í Þýskalandi.

- Og á þessum degi árið 1996 tilkynnti tölvufyrirtækið Apple að Steve Jobs, einn stofnenda fyrirtækisins árið 1977, myndi snúa aftur sem ráðgjafi. Jobs hafði hætt hjá Apple árið 1985 og stofnaði þá NeXT inc. en 1997 tók hann að sér stjórn Apple fyrirtækisins að nýju.

22. desember:

– Á þessum degi árið 1989 var rúmenska einræðisherranum og harðstjóranum Nicolae Ceausescu steypt af stóli. Leikritaskáldið Samuel Beckett lést sama dag 83 ára að aldri

23. desember:

– Á þessum degi árið 1947 fundu John Bardeen, Walter H. Brattain, og William Shockley upp smárann (transistorinn).

24. desember:

– Á þessum degi árið 1524 lést portúgalski landkönnuðurinn Vasco da Gama í Cochin á Indlandi.

25. desember:

– Á þessum degi árið 1941 gáfust breskar hersveitir í Hong Kong upp fyrir Japönum.

- Árið 1991 tilkynnti Mikael Gorbatsjov á þessum degi að hann segði af sér sem forseti Sovétríkjanna en þau voru þegar farin að liðast í sundur.

26. desember:

- Á þessum degi árið 1972 lést Harry S. Truman, 33. forseti Bandaríkjanna, í Kansasborg í Missouri fylki. Truman hafði verið varaforseti Franklins Delano Roosevelts og tók við af honum þegar Rossevelt lést skömmu fyrir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Truman fyrirskipaði m.a. notkun kjarnorkuvopna gegn Japönum í síðari heimsstyrjöldinni.

27. desember:

- Á þessum degi árið 1945 var Alþjóðabankinn stofnaður með samkomulagi 28 þjóða.

- Á þessum degi árið 2001 tilkynntu bandarísk stjórnvöld um áform sín um að halda talíbönum og meðlimum Al-Qaeda í varðhaldi á herstöðinni við Guantanamoflóa á Kúbu.

28. desember:

- Á þessum degi árið 1828 varð mikill jarðskjálfti í Echigo í Japan, 6.8 á richterkvarða að því er talið er, og varð hann allt að 30.000 manns að bana.

– Á þessum degi árið 1832 varð John C. Calhoun fyrsti varaforseti Bandaríkjanna til að segja af sér embætti.

- Á þessum degi árið 1836 viðurkenndi Spánn sjálfstæði Mexíkó.

- Á þessum degi árið 1846 var Iowa 29. fylki Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1895 opnaði fyrsta kvikmyndaleikhúsið í París.

- Á þessum degi árið 1908 varð mikill jarðskjálfti í Messina á Ítalíu 80.000 manns að bana.

- Á þessum degi árið 1934 hóf Stalín hreinsanir sínar með því að láta taka af lífi á annað hundrað embættismenn en hreinsanir hans útrýmdu á endanum bolsévikum.

29. desember:

- Á þessum degi árið 1845 varð Texas 28. fylki Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1975 sprakk sprengja inni á LaGuardia flugvellinum í New York. 11 létust og 74 særðust. Ekki er vitað hverjir stóðu að árásinni.

30. desember:

- Á þessum degi árið 1703 varð mikill jarðskjálfti í Tokyo á Japan. 37.000 manns fórust.

- Á þessum degi árið 1911 varð Sun Yat-sen kosinn fyrsti forseti Kínverska lýðveldisins.

- Á þessum degi árið 1924 tilkynnti Edwin Hubble að til væru önnur sólkerfi.

- Og á þessum degi árið 1965 varð Ferdinand Marcos, fyrrum lögfræðingur, sjötti forseti Filipseyja.

31. desember:

- Á þessum degi árið 1987 tók Robert Mugabe við forsetaembætti Zimbawbe.Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok