Hinar myrku miðaldir voru tími fátæktar, sjúkdóma og gífurlegs óréttlæti í samfélaginu. galdranornir voru á hverju horni og vald kirkjunnar stóð enn óskorðað og óvéfengt. Miðaldir voru þó einnig í vissum skilningi tími rómantíkur og drauma og má þar nefna söguna af goðsögninni Hróa hetti.

Fyrstu heimildir sem vitað er um er bók sem var skrifuð um hann árið 1450. Bókin lýsti honum sem útlaga sem barðist gegn yfirvaldinu. Þar er útskýrt að seinna nafnið hans Hood eða höttur væri útaf hettunni sem hann var með. Hún skýldi andlit hans svo hann var oft á tíðum frekar óþekkjanlegur. Hann var aðalsmaður í Locksley héraði sem var staðsett nærri Notthingham. Á þessum tímum var Ríkharður Ljónshjarta konungur Englands en hann fór ásamt Hróa hetti til heilaga landsins þar sem Hrói barðist sem bogamaður. Meðan Ríkharður barðist í heilaga landinu réði bróðir hans, Prins John, yfir Englandi. Hans stjórnarfar einkenndist af alltof háum sköttum, kúgunum og ósætti í landinu. Hrói Höttur særðist illa í heilaga landinu og snéri aftur til Englands. Hann kom til Englands með það í huga að það hafði verið alveg eins og hann hafði skilið við það. En það var ekki rétt. Hann tók strax eftir mikilli kúgun og fátækt í landinu sínu og ákvað að berjast gegn John og fógeta Nottingham.

Hrói gerðist útlagi eftir aö hafa komið í veg fyrir aðgerði fógetans. Hann missti stöðu sína sem aðalsmaður og mikið verðlaunafé var fyrir að ná honum. Eftir að Hrói gerðist útlægur byrjaði hann að véfengja þáverandi stjórn Englands og þá um leið kirkjuna og trú hástéttarinnar að þeir fengju vald frá guði. Hann rændi skattpeningum og gaf þá aftur til fólksins. Við það varð hann elskaður og dáður og labbaði hann oft í gegnum þorp þar sem honum var tekið sem hetju. Engum datt í hug að reyna handsama hann né vini hans. Stuttu eftir að hann gerðist útlægur var gengið hans hundruðir manna. En aðeins fáir voru nefndir á nafn og má þar helst nefna Litla Jón, Much, Alan A Dale og Will Scarlet. Einnig má nefna æskuást Hróa Lafði Marian en sögur um Hróa enda oft á giftingu þeirra.

Í gegnum aldirnar hefur Hrói Höttur breyst ótrúlega. Engum heimildum ber saman svo það er erfitt að segja hvernig hann var í raun og veru eða hvort hann var í raun til. Þetta markar þó mikil tímamót þar sem hann er byrjaður að véfengja einræðisvaldið á Bretlandi og vill að þeir fátæku fá meira. Hann vill einnig jafnræði og þessu öllu má líkja við byltingar sem hafa verið háðar. Ótalmargar bækur hafa verið skrifaðar um hann ásamt söngleikjum, lögum, leikritum, teiknimyndasyrpur og tölvuleikja. Síðasta öld var öld bíómynda og þar kom Hrói strax inn. 1908 var fyrsta myndin gerð um Hróa og tvær í viðbót voru gerðar stuttu eftir það. Árið 1922 lék Duglas Fairbanks Hróa í dýrustu mynd sem gerð hafði verið. Árið 1938 var ein þekktasta mynd hvíta tjaldsins gerð og var hún einmitt um Hróa Hött. Hún bar nafnið Ævintýri Hróa Hattar þar sem Errol Flynn var aðalleikari myndarinnar. Hrói er enn talin vera mikil hetja í Nottingham og eru til mörg söfn um dáðaverk hans ásamt styttum og fleira. Svo það er óhætt að segja að Hrói Höttur hafi markað mikil tímamót í sögu miðalda og aldanna sem komu þar síða