Verkefni í sögu í vetur. Datt bara í hug að senda þetta inn, veit samt ekki hvort það sé eitthvað varið í þetta.


Aspasía

Það er ekki nákvæmlega vitað hvenær hún fæddist líklegast var það í kringum 470 fyrir Krist. Hún kom frá Míletos sem var fræg hafnarborg á sínum tíma en hún var á vesturströnd Anatóliu þar sem Tyrkland er nú. Faðir hennar hét Axiochus og fræðimenn reikna með því að hún hafi verið komin af aðalsættum því hún var svo einstaklega vel menntuð.
Það er heldur ekki vitað hvernig, hvers vegna eða hvenær hún kom til Aþenu en ein kenning segir að maður nokkur að nafni Alcibiades hafi gifst elstu systur Aspasíu og farið með þær systur til Aþenu og að hún hafi kynnst Perakles, verðandi “eiginmanni sínum” í gegnum Alcibiades.
Aspasía hafði það orðspor að vera einstaklega greind, glæsileg og mikill kvenskörungur. Hún var mjög góð að koma fyrir sig orði og barðist fyrir sjálfstæði og menntun kvenna.
Þegar hún kom til Aþenu stofnaði hún sinn eigin skóla í heimspeki og mælskufræði.
Margar Stúlkur af góðum ættum komu til hennar til náms og sendu sumir giftir karlar eiginkonur sínar til að hlusta á fyrirlestra hennar. Ekki voru þó aðeins konur sem hlýddu visku hennar heldur einnig merkir menn eins og Perakles og heimspekingurinn Sókrates.
Þykir það afar merkilegt hversu góð sambönd Aspasía átti en líklegast er eina ástæðan fyrir því að við vitum eitthvað um hana í dag er sú að hún hafði svo sterk samönd við svo merkilega menn úr mannkynsögunni.
Platon talar meðal annars vel um hana og vill meina að Sókrates hafi lært mest um heimspeki og orð heppni af Aspasíu sem sýnir hvað hún var virðingeverð.

Períkles var fæddur 495 fr Kr, talsvert eldri en Aspasía. Móðir Períklesar hét Agariste dóttir Kleisþenesar föður hins aþenska lýðræðis. Períkles var mesti valdamaður Aþenu í meira en þrjátíu ár en hann var kjörinn herstjóri fimmtán ár í röð. Hann var hlið hollur lýðræðinu líkt og Kleisþenes en hann betrum bætti það með því að veitti borgurum daglaun fyrir að taka þátt í stjórn ríkisins sem gerði það að verkum að fátæklingum var kleift að sinna pólitískum störfum.
Períkles hafði dálæti á menningu, heimspeki og bókmenntum enda sótt hann til sín listamenn frá öllu Grikklandi til að skreyta og fegra Aþenu. Því átti hann og Aspasía vel saman þar sem hún var ekki aðeins fögur og glæsileg heldur vel mælandi og greind.
Þótt Períkles hafi verið stuðningsmaður lýðræðis lét hann setja lög árið 451 sem bönnuðu borgurum Aþenu að giftast einhverjum af öðru þjóðerni og fengu ávextir slíkra sambanda engin réttindi. Hann fékk svo sjálfur að súpa af seyðinu við þessi lög því hann varð yfir sig ástfanginn af Aspasíu frá Míletos.
Períkles hafði verið giftur stórættaðri konu og átt með henni tvo syni en það var heldur hamingjusnautt hjónaband og skyldi hann við eiginkonu sína og flutti Aspasíu inn til sín. Var mikið talað um að þau höfðu verið afar ástfangin og glæsilegt par og að hann hafi aldrei farið úr húsi án þess að kyssa hana bless og eignuðust þau son saman sem hét Períkles yngri.
Aspasía kom með honum á allar merkilegar athafnir og var fyrirmynd kvena í klæðnaði og hárgreiðslu og ef svo má segja hin ókrýnda drottning Aþenu. Aspasía breytti heimili þeirra Perkílesar í einskonar fundarsal þar sem bókmenntir, vísindi, þjóðmál og heimspeki voru rædd og var Sókrates tíður gestur á heimili þeirra. Hann dáðist á mælgi Aspasíu og taldi að hún hefði samið ræðuna sem Períkles flutti þeim mönnum sem höfðu dáið í Pelópsskagastríðinu.
Vegna laganna sem Períkles sjálfur hafði samið gátu þau ekki kvænst en þau bjuggu í óvígðri sambúð en vildu margir pólitískir óvinir Períklesar meina að Aspasía væri hóran hans.
Á vissan hátt var Aspasía fylgdar kona því hún var af stéttum Hetæra. Hetærur voru fylgikonur eða skemmtikraftar aðalsstéttarinnar. Auk þeirra voru svo nefndar portkonur eða hofskækjur sem voru vígðar í þjónustu Afródítu. Margar konur af þessari stétt voru ósáttar við óréttlætið sem þær lutu yfir vegna kyn þeirra og kusu að vera frjálsar en að lúta undir vilja samfélagsins til að vera heiðvirtar. Þær vildu mennta sig og kynnast lærðum mönnum.
Vildu sumir fjendur Períklesar þó meina að Aspasía hefði stofnað hóruhús í Aþenu og væri að tæla aþenskar stúlkur til að skemmta Períklesi sem ekki er endilega að marka orð óvina Períklesar sem eflaust vildu sverta mannorð hans.
Þær ákærðu hana fyrir trúleysi og sögðu að hún hafi sýnt grísku guðunum óvirðingu. Var hún notuð sem aðal hlátursefni hjá gamanskáldum og var hún hædd miskunnarlaust.
Ásakanirnar gegn henni fóru frami fyrir dómstóli sem í sátu 1500 kviðdómendur. Períkles talaði fyrir hennar hönd og var hann svo ákafur að hann brast í grát í miðri ræðu og málinu var vísað frá um 432 f. Kr. En eftir það missti Períkles völdin í Aþenu.
429 fyrir Krist geysaði plága yfir Aþenu sem drap einn þriðja íbúa og voru meðal þeirri synir Períklesar úr fyrra hjónabandi en hann tók því mjög nærri sér og ekki einu sinni Aspasía gat huggað hann. Síðan veiktis hann sjálfur og dó 429 fr. Kr. Áður en hann dó bað hann Aþenu um það að breyta lögunum um borgararéttindi útlendinga frá árunum 451 f. Kr sem veittu syni hans og Aspasíu, Períkles yngri fullan borgararétt og hann ánafnaði syni honum líka allar eignir sínar.
Eftir andlát Períklesar lifði Aspasía með Lysikles sem var aþenskur hershöfðingi og lýðræðislegur leiðtogi og eignuðust þau son. Lysikles var síðan drepinn í stríði árið 428 f. Kr. Síðan er ekkert vitað um Aspasíu meir.
Ekki er vitað hvort hún hafi verið á lífi þegar son þeirra Períkleasar dó en hann var tekinn af lífi eftir orrustuna við Arginusae. Giskað er á að hún hafi lifað til 401-400 f. Kr.
Aspasía hefur gefið listamönnum og rithöfundum innblástur um tímans rás vegna sterkrar skapgerðar og áhrifa. Hún er ein af fyrstu neistunum í sögunni sem berjast fyrir jafnrétti og sjálfstæði kvenna.
Why be normal, when strange is much more interesting