Úrslit sagnfræðitriviu X Sælir kæru hugarar

Ég ætla nú að byrja því að biðjast velvirðingar á þessari seinkun á birtingu úrslita en ég dró það þar til nógu margir voru búnir að svara til þess að það tæki sig. Þáttakan var nefnilega ekki jafngóð og hún hefur verið.

Obsidian hlaut fyrsta sætið með 17 stig og þar með næstum fullt hús stiga. Ég óska honum til hamingju með árangurinn.

Úrslitin fóru á þennan veg:

1.sæti: Obsidian: 17 af 18.
2.sæti: Gaulverji með 12 stig af 18.
3.sæti: Vlad3 með 9 stig af 18.
4.sæti: Copperfield með 8 stig af 18.
5.sæti: Maranatha með 7½ stig af 18.
6.sæti: Kalashnikov með 6 sig af 18.

Það voru margir sem héldu að spurt væri um Saddam Hussein í síðustu spurningunni og var það auðskiljanlegur ruglingur þar sem bæði Hussein og Khomeini komust til valda árið 1979 og fóru í stríð við nágrannaríki sitt. En munurinn liggur kannski helst í því að Saddam fylgdi engin sérstök hugmyndafræði, nema þá helst arabískur sósíalismi sem var alls ekkert nýtt fyrirbæri á þeim tíma.Og hér verða birt rétt svör við spurningunum mönnum til gagns og gamans:

1.) Hverjir unnu nýlenduna Nýja Frakkland af Frökkum árið 1763? (1 stig)
Bretar.

2.) Hvaða tveir flokkar mynduðu Viðreisnarstjórnina sem sat frá 1959 til 1971? (1 stig)
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn.

3.) Grafhýsi hvaða lítt merka fáraós sem lést árið 1320 f.kr. fannst nánast óskemmt árið 1922 sem er einn merkasti fornleifafundur síðari tíma? (1 stig)
Tútankamons.

4.) Hvaða rómverski keisari kom á Pax Romana? (1 stig)
Ágústus keisari.

5.) Hvaða tvö ríki urðu til er Breska Indland fékk sjálfstæði árið 1947 og hvaða ríki varð til úr hluta af öðru þeirra árið 1971? (2 stig)
Breska Indland varð að Indlandi og Pakistan (Austur- og Vestur Pakistan) og svo varð Austur Pakistan að Bangladesh árið 1971.

6.) Hvað heitir stjórnmálahreyfing Daniels Ortega í Nígaragúa sem barðist gegn bandarískum yfirráðum í landinu á 7. og 8. áratugnum? The Clash gerði einnig fræga plötu með því nafni. (2 stig)
Sandinistahreyfingin.

7.) Hvað vann Claus Schenk greifi af Stauffenberg sér til frægðar? (2 stig)
Hann reyndi misheppnaða tilraun til að drepa Hitler með sprengju 20. júlí 1944.

8.) Hvaða borg var miðstöð verslunar og menningar í Afríku sunnan Sahara á miðöldum? (2 stig)
Timbúktú.

9.) Við hvaða hagfræðing var vestræn efnahagsstefna kennd frá lokum seinni heimsstyrjaldar allt fram til 8.áratugarins? (3 stig)
John Maynard Keynes

10.) Hann komst til valda í landi sínu árið 1979 og ári síðar háði hann stríð við nágrannaríki sitt sem stóð í næstum áratug. Hann boðaði róttækar breytingar í landinu sem flestar voru til hins verra að margra mati, en samt sem áður varð hugmyndafræði hans afar áhrifamikil og nýtur nokkurs fylgis enn í dag. Hver var maðurinn? (3 stig)
Ruhollah Musavi Khomeini en hann komst til valda í Íran eftir klerkabyltinguna 1979. Hugmyndafræðin íslamismi á margt að rekja til hennar.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,