Al-Qaeda - frá upphafi til dagsins í dag
Eftir skyndilega árás Japana á flotastöð Bandaríkjahers í Perluhöfn (e. Pearl Harbour) á Hawaii árið 1941 höfðu Bandaríkin verið laus við árásir annarra þjóða í nokkra áratugi. Loks sextíu árum eftir árás Japana riðu arabísk hryðjuverkasamtök á vaðið sem skipulögðu og framkvæmdu stærstu hryðjuverkaárás sem fram hefur komið í manna minnum. Hryðjuverkasamtökin sem stóðu á bak við árásina eru kallaðar Al-Qaeda og var ritgerð þessi skrifuð til að kanna bæði samtökin, verk og afleiðingar verkanna í sögulegu samhengi.

 
Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin eru alþjóðlegt net hryðjuverkamanna. Nafn samtakanna er upprunnið úr arabísku og merkir bækistöðin sem vísa má í þær lauslegu hreyfingar (e. cells) sem kallaðar eru bækistöðvar. Allir meðlimir samtakanna eiga það sameiginlegt að vera Súnní-íslamistar. Íslamstrú er tvískipt en hún skiptist annars vegar í Súnní-múslima og  Síja-múslima. Megin munurinn á milli Súnníta og Síjata eru deilur um hvort Múhameð, síðasti þekkti spámaður múslima, eigi sér andlega arftaka eða ekki, og því hvort raunin er hvort hann hafi verið síðasti spámaðurinn eða ekki. Súnnítar trúa að Múhameð hafi verið síðasti leiðtogi múslima en deilurnar felast í því að Síjatar halda því fram að andlegur leiðtogi hafi tekið við eftir að Múhameð lét lífið.
Sögu Al-Qaeda má rekja alla leið til seinni hluta áttunda áratugarins. Þá stofnaði Osama bin Laden samtökin. Markmið Al-Qaeda var að losa lönd við múslima við áhrif og vanhelgunina sem hin vestrænulönd hafa skapað auk þess að raska hagkerfum þjóðanna og efla íslamska ofsatrú. Stærstu hryðjuverkaárásinar sem samtökin bera ábyrgð á eru árásirnar þann 11. september 2001 í Bandaríkjunum og árásirnar þann 7. júlí 2005 í Bretlandi.
Ef hryðjuverkasamtökin sjálf eru skoðuð kemur í ljós ýmislegt um þau. Samtökin í heild sinni eru mjög dreifð en hvergi eru neinar höfuðstöðvar, miðlægt vald né yfirmaður. Samtökin samanstanda af þúsundum smárra leynihreyfinga í yfir 100 löndum, eins og vitað sé til. Auk þess tengjast hryðjuverkasamtökin fjölmörgum öðrum súnní-íslam ofsatrúar hryðjuverkasamtökum. Einnig er áhugavert að velta fyrir sér hvernig samskiptin milli þessara þúsunda leynihreyfinga gangi fyrir sig. Upplýsingarnar sem við höfum um samtökin eru fremur litlar og eru  einfaldlega það sem komið hefur á sjónarsviðið. Þó gera áætlanir ráð fyrir að meðlimir hryðjuverkasamtakanna séu á bilinu nokkur hundruð upp í nokkur þúsund meðlimi.

Osama bin Laden
Osama bin Laden var stofnandi Al-Qaeda. Hann fæddist þann 10. mars 1957 og var tekin af lífi af bandarískum hermönnum í maí 2011. Bin Laden var stofnandi hryðjuverkasamtakanna Al-Qaeda. Árið 1992 var hann bannaður frá Saudi-Arabíu og fór þaðan til Súdan en bandaríski herinn lét hann fara úr Súdan árið 1996 þannig hann fór til Afghanistan. Eftir að hann var búinn að koma sér fyrir í Afghanistan lýsti hann yfir stríði við Bandaríkin. Það er sagt að fyrsta sprengjuárás Bin Ladens hafi verið 29. desember 1992 á hóteli í Yemen þar sem 2 létu lífið. Sagt er að Osama bin Laden og flokkurinn hans Al-Qaeda hafi skipulagt og framkvæmt hryðjuverkaárásina á Tvíburaturnana en í viðtali við Ummat 28. september 2001 neitar hann því að hvorki hann né Al-Qaeda hafi komið nálægt þessum hryðjuverkaárásum. Þar sagði hann „hvorki ég né Al-Qaeda komum nálægt þessari árás. Bandaríska ríkið gæti fundið árásamennina í bandaríkjunum, þessi árás gæti hafa verið skipulögð og framkvæmd af einhverju bandarísku systemi” (Heimild tilvitnunar)

11. september
Stærstu árásirnar sem Al-Qaeda bera ábyrgð á eru hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Árásirnar voru sjálfsmorðsárásir framkvæmdar af 19 hryðjuverkamönnum úr Al-Qaeda. Atburðurinn fór þannig fram að fjórum flugvélum var stolið. Fyrstu tvær flugvélarnar flugu á norður og suður turna Tvíburaturnanna sem hrundu báðir innan tveggja klukkustunda. Flugvélarnar komu með átján mínútna millibili snemma um þriðjudagsmorgunn. Þær áttu þó að fljúga frá Boston til Los Angeles. Næsta flugvél flaug á Pentagon, þar sem höfuðstöðvar Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna voru. Síðasta flugvélin, flaug frá Newark til San Francisco, átti að leggja Hvíta húsið í rúst en eftir átök milli farþega og flugvélaræningjanna í stjórnklefa vélarinnar brotlenti vélin suðvestur af Pittsburgh í Pennsylvaníu. Sérstaklega illa fór fyrir lögreglumönnum og slökkviliðsmönnum í New York. Hundruðir þeirra voru á staðnum og yfir 400 dóu. Í heild sinni létu næstum því 3000 manns lífið.

7. júlí 2005
Önnur þekkt hryðjuverkaárás samtakanna eru hryðjuverkin 7.júlí árið 2005.  Voru þetta árásir gegn London í Bretlandi þar sem urðu fjórar sjálfsmorðsárásir. Þriðjudagsmorguninn laust fyrir klukkan níu, á háannatíma sprungu þrjár sprengjur með um mínútu millibili í þremur lestum neðanjarðarlestakerfis borgarinnar. Fjórða sprengjan sprakk laust fyrir klukkan 10 í strætisvagni Tavistock Square. Manntjón varð minna en á horfðist, innan við 60 létust og um 700 særðust.

Stríð gegn hryðjuverkum
Eftir árásirnar stóð Bandaríkjamönnum ekki á sama. Utanríkismál urðu skyndilega ráðandi í bandarískri pólitík, hert var eftilit með innflytjendum til Bandaríkjanna og öryggisgæsla á flugvöllum fór í hendur ríkisstofnana. Heimavarnastofnun Bandaríkja Norður-Ameríku var komið á fót og var hún svo mikilvæg fyrir öryggi Bandaríkjanna að hún fékk sæti í ríkistjórn landsins.

Hryðjuverkin höfðu í för með sér byltingu. Bandaríkjaher réðst inn í Afganistan þar sem Talíbanar voru hraktir frá völdum og bækistöðvar Al-Qaeda voru eyðilagðar með stuðningi alþjóðlegs bandalags gegn hryðjuverkum. Árið 2002 var samþykkt umdeild stefnubreyting í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna þar sem fyrirbyggjandi árásir voru leyfðar sem lokaúrræði gegn þjóðum sem styrkja hryðjuverkahópa eða ógna öryggi Bandaríkjanna á annan hátt. Vegna þessarra nýju laga hélt ágangur stríðs gegn hryðjuverkum áfram þegar Bandaríkjaher réðist inn í Írak. Árásirnar höfðu það yfirskin að Írak bryti gegn ályktun Sameinuðu þjóðanna um eftirlit með kjarnorkumálum og mögulega framleiðslu gereyðingavopna í landinu. Auk þess var einræðisstjórn Saddam Husseins felld. Síðan þá hefur verið erfitt að halda stöðuleika í Afganistan og Írak en nokkur stöðuleiki hefur verið í Írak frá árinu 2011 en á báðum stöðum dvelja ennþá hermenn.
 

„Ein aðaláhrif árasanna þann 11. september voru aukin reiði vesturlandabúa gagnvart fólki frá Mið-Austurlöndunum og má nefna sem dæmi að í mörgum löndum var lokað á bankasjóði hjá fólki sem grunað var að væri í slagtogi með Al-Qaeda, þetta voru mest allt Mið-Austurlandabúar. Þetta hatur á Mið-Austurlandabúum er langt frá því að vera hætt“ (Heimild tilvitnunar)
Eins og tilvitnin gefur til kynna hefur Al-Qaeda haft mikil áhrif með verkum sínum, einkum þann 11. september. Margar rangar ákvarðanir voru teknar en einnig hafa hryðjuverkin haft jákvæð áhrif svo til dæmis mætti nefna aukið öryggi. Þannig er hægt að líta á Al-Qaeda sem samtök sem veita áminningar með hryðjuverkaárásum en erfitt er að segja til um hvernig þróunin er fyrr en næsta árás verður.

Heimildir eru að mestu frá vefútgáfu alfræðiorðabókinnar Britannica, úr bókinni Sögu mannsins ritstýrðri af Illuga Jökulssonar og Hvað gerðist 11 september eftir Boga Ágússon.
Sviðstjóri á hugi.is