Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

zorglubb
zorglubb Notandi frá fornöld Karlmaður
4.002 stig
Áhugamál: Ljóð, Kettir, Danstónlist
—–

Uppskera (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Færist nær núinu og fortíðin aðeins seiðingur minningarnar sárið sem grær svo hægt réttlæting verkana plástruð yfir svo ekki komi ígerð í minningaróm. Sái efafræjum yfir akur huga míns og horfi á vöxtin skemma samviskuna og kæfa hvert einasta hamingjublóm.

Til og fra (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Auðmýktin kostar aukreitis ef stígur þú fæti um borð í herjólfsferð til helvítis er heldur brátt frá storð. Siglum við um sjávarslóð er sýður sundur bein Satan skortir aldrei glóð á sinn steikingartein

Regn (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Veg salt milli thessa heims og annars litill drengur eftir steinunum rennur daggardropi milli drauma ur thessum heimi yfir i hinn og fellur sem tar a koddan minn. Eg bidst afsokunar a skorti 'a islenskum stofum, er a lan setri med illa uppsettri tolvu hehe.

Tilraunamennskan (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Tilbúinn er blýantur og blað þruma römmum rímunum á það hugsa vel prófa hitt og þetta reyna huga minn hálfan að metta. Sjálfsagt ég reyni að malla saman orðunum breyta, gæti verið gaman blanda saman stíl og staf skeyta við og sníða af. Tilraunamennskan stundum tekst á snilldar rímur stundum rekst ræði mig varla við af kæti birti hér og safn mitt bæti.

Seinustu línurnar (9 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Á skeri líf hefur steytt gleðinni eilífur ótti hefur eytt hlekkir um háls minn þrengja dauðinn mun hörpu sína strengja líf mitt er slokknað ljós lok þessa heims eru ljós vonandi er grasið grænna hinum megin óska áður en ég fell í ómegin …mér er kalt svo kalt. -Ég þakka samveruna.

Rrroop (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Drukknar í dreggjunum drukkinn Dolli dropi tæmist öl úr tærum glösunum heyrist hár og hraustur ropi. Birtan úti beysk eins og bjórinn út þarf úldinn að ráfa æpi á taxa bremsar bílstjórinn heim held með konu til að káfa á.

Kæruglaðir Húmanistar... (56 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Manni virðist sem þessi blessuðu friðar 2000 fylgisveinar Ástþórs Magnússonar ætli sér að kæra allt og helst alla svo kosningar fari aftur fram og þeir nái að pota málum sínum (aftur) fram eins langt og þeir geta , svo kannski fleiri en nánustu ættingjar frambjóðenda kjósi þá. Auðvitað eiga óháðir fjölmiðlar að gefa öllum flokkum jöfn tækifæri til að tjá stefnu sína og skoðanir. En nú virðist sem þessir blessuðu húmanistar (sem að hætti Bandarískra) vilji kæra allt sem fyrir þeim verður svo...

Eitt (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Rennur saman lítið eitt lítið orð sem fellur af vörum þínum í lind augna minna hlusta á hjartslátt þinn líða með huga mínum hægt og ég tek um þig ó svo brothætta ásjónu bros færist um og sólin blaktir í brúnum augasteinum.

Aumingja Heiða (9 álit)

í Kettir fyrir 22 árum
Ég leigi lítið hús með nokkrum öðrum, þar á meðal stelpu sem á 1 árs kettlíng…. Flestir eru fluttir burt reyndar eða úti,, og ég er að passa læðuna. Hún er kölluð Heiða, er frekar aktív og frek, vill ekki láta klappa sér hvar sem er (klórar þig ef þú ferð of neðarlega oftast :) ) og er oftast dálítið vör um sig…. Jæja, það hefur iðnaðarmaður komið á daginn áð setja upp neyðarútgang inni í húsinu,, ég vinn mína 8-5 vinnu og kem svo heim í gær og finn köttinn ekki, kalla á hana, set mat í...

Hver stjórnar leikfangi íslensku fjárfestanna (14 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Jæja, nú eru rúm tvö ár liðin frá því að íslenskir minimilljónamæringar ákváðu að fá sér sem svo eitt enskt félagslið til ða leika sér með og monta sig af við ættingja og vini. Liðinu gekk brösuglega í byrjun með frægasta þjálfara okkar landa, Guðjón Þórðarsson í fararbroddi, en allt endaði nú vel að lokum, eða næstum því. Þegar maður les fréttirnar og heyrir í útvarpi og imbanum, þá finnst manni eins og langræknir og peningagráðugir fjárfestar og stjórnarmenn Stoke séu hundfúlir út í...

Ekki fyrir viðkvæmar sálir (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
–úff, hvílíkt endemis bull gerjast nú í kollinum á mér,, ákvað að tappa af því :) Tók þétt í þjóhnappana stundi hún hátt og snjallt lagði skipi mínu í sundið og fram og til baka og fram og til baka… Baka vandræði og baka lókinn lengi í rakri rúmfræðilega þröngri rifunni svo tekur í rúminu og rærnar losna já fram og til baka og fram og til baka. Sýg eins og strákur sleikjó soðninguna er hún lyktar eins og kisan svo kjút og æjæ, orðin blaut færist fram og til baka og fram og til baka.

Nornir III (4 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
Hún stendur eins og brothætt postulínsstytta í dyragættinni, dustar af hvítum sandölunum áður en hún stígur inn fyrir. Lillablár, síður og þröngur kjóllinn sem hún er í virðist næstum gegnsær á nokkrum stöðum svo sólbrún húð hennar skín í gegn í deyjandi birtunni. Þau heilsa hvoru öðru, hún hálf feimnislega, kyssast létt eins og fiðrildi og hann tekur þétt um mitti hennar. Axlarsítt brúnt hár sveiflast til þegar hún beygir sig til að fara úr sandölunum og falleg brjóstin blasa við honum þar...

vitlaus korkur (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Maður tekur eftir því að sumir hér setja styttri ljóð sín á vitlausa staði, þar sem þessi korkur er fyrir umræður um ljóð og ljóðagerð en korkurinn fyrir neðan; sem er fyrir ljóðin sjálf. Bara smá ábending.

djók (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Fram og aftur götuna jesú fæddíst í helvítis jötuna og færði okkur sæta trú hvar er mannkyn nú? =)

Nornir II (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
Ekkert svar, amk ekki strax. Hann ræskir sig aftur en lágt og horfir fast á konuna sem stendur fyrir utan. Hún er með ljós, liðað hár sem virðist eins og alelda í kvöldsólinni, eldurinn rennur frjálst niður herðarnar. Fínlegt og afar fagurmótað andlitið hafði margoft áður varpað ljúfu brosi til hans, þessi háu kinnbein og þetta mjóa nef, þessar þéttu og mjúku varir, brún augu sem gátu drekkt saklausum mönnum af hrifningu. Hún brosir ekki núna. þau horfa í augu hvors annars drykklanga stund...

Mikið eiga sumir erfitt. (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Út í annað og inn í eitt líf mitt stutt hef langþreyttur þreytt geri ekki annað en að ströggla má mín of lítil til að mögla. Er hægt að heyja baráttuna betur? er lífið meira en endalaus vetur? get ég eitthvað að því gert? hart líf mitt er hamingjuskert. Ég vona að sólin lifi bak við ský skíni geislum sínum á mig af því að andlit mitt formfast og freðið kveinkar sér svo oft við streðið Að lifa er raun og rammur vegur óvægin langur og ógurlegur svo ég stoppa, sest niður og sé að sólin lætur...

Nornir (6 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
Tvö lítil rauð kerti veita rétt svo næga birtu svo að skarpar útlínur húsgagna í herberginu sjást í flöktandi rökkrinu. Skuggar dansa draugalega undan stórum brúnum flauelssófa, náttborði og nýtískulegum stállampa. Út í horni kvikna blikkandi ljós í hljómtækjasamstæðu og mjúkir djasstónar fylla upp í myrkrið sem er eftir. Fleiri kerti vakna til lífsins og varpa hlýrri birtu á dauða hluti, og unglegt karlmannsandlit. Andlitið brosið framan í nývöknuð kertin sem tindra í bláum augunum. Þunnar...

Dánarfréttir og jarðarfarir (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Í gær dó dagurinn og var jarðaður með viðhöfn sungu fuglar sorgarmars blésu vindar í veðurins lúðra á meðan kistan var lögð í nývígða næturmold milli deyjandi geisla sólar.

Jú törn mí ræt ránd, beibí ræt ránd.. (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Heimurinn líður heimurinn gengur hægan hring eftir hring um sjálfan sig. Og ég stend einn eftir horfi á hann snældusnúast snælduvitlaus og skoppar eftir stjörnustráðu gólfinu. Og heimurinn líður fyrir okkur líður. hægt dag eftir dag og syrgir sjálfan sig.

Af hverju? (2 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum
Svariði nú,,,, þessi spurning hefur komið í heimspekiprófi í framhaldsskóla… Svolítill húmor kannski hjá kennaranum,, en þessi spurning er samt sjálfsagt grundvöllur heimspekinnar?

psx2? (2 álit)

í Bílar fyrir 22 árum
Vil kaupa playstation 2 á skít á priki, leikir eins og gt2, og fleira góðgæti verður að fylgja…. og minniskort,,, allt verður að virka fínt…. =)

Gítarleikari RAdiohead (2 álit)

í Rokk fyrir 22 árum
Á hvernig gítar glamrar Thom york og Johnny greenwood?

Spegilmynd (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Hann lyftir höndum og legg á sjálfan mig horfi í þessi öfugu augu hugsanirnar afturábak brosi og hann brosir líka eins blítt og ég.

Nöldur.is (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
Jæja, mig langar bara svo mikið að nöldra. nú hefur cosmo ekkert komið inn á hugi.is í þrjá daga og spurning hvort hann komi fyrir þessa helgi. Ég hef séð það að á mörgum þeim áhugamálum sem ég hef kíkt inná, eru tveir eða fleiri admins. Sem er fínt mál og tryggir stöðugt flæði í áhugamálinu, svo er auðvitað undir okkur smásöguhöfundum komið að halda lífi í því með því að dæla inn sögum af mikilli íþrótt =) Ég vil taka það fram að ég er ekki að skjóta á þig Cosmo, heldur benda á hugmynd að...

Bilað bít (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
Klukkan er orðin tíu, hann lítur aftur á hana til að vera viss. Jonni vinur hans er á leiðinni svo hann sest aftur í sófann sinn og lítur í kringum sig. Herbergið lítur út eins og ruslahaugur. Skítug, milliskítug og hrein föt liggja í hrúgum hingað og þangað, aðallega þangað, skrifborðið fullt af bókum og tímaritum, mynd af brúðu úr levis auglýsingu á bláum veggnum. Hann lítur niður og ýtir nýlegu Hustler klámblaði með fætinum undir rúmið. Óþarfi að auglýsa rúnkmateríalið fyrir foreldrinu....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok