Út í annað og inn í eitt
líf mitt stutt hef langþreyttur þreytt
geri ekki annað en að ströggla
má mín of lítil til að mögla.

Er hægt að heyja baráttuna betur?
er lífið meira en endalaus vetur?
get ég eitthvað að því gert?
hart líf mitt er hamingjuskert.

Ég vona að sólin lifi bak við ský
skíni geislum sínum á mig af því
að andlit mitt formfast og freðið
kveinkar sér svo oft við streðið

Að lifa er raun og rammur vegur
óvægin langur og ógurlegur
svo ég stoppa, sest niður og sé
að sólin lætur mér geisla sína í té.

Svo lifni sumar í sál minni og hjarta.
Ég þakka þér bjargvættur sól mín bjarta.
—–