Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

zorglubb
zorglubb Notandi frá fornöld Karlmaður
4.002 stig
Áhugamál: Kettir, Ljóð, Danstónlist
—–

Chop Suey , texti eftir Serj Tankian og Daron Malakian (System of a down). (3 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þetta lag er í gríðarmiklu uppáhaldi hjá mér, textinn svartur og þunglyndislegur, fínn fyrir tilbreytingarlausan miðvikudag. Wake up, Grab a brush and put a little (makeup), Grab a brush and put a little, Hide the scars to fade away the (shakeup) Hide the scars to fade away the, Why'd you leave the keys upon the table? Here you go create another fable You wanted to, Grab a brush and put a little makeup, You wanted to, Hide the scars to fade away the shakeup, You wanted to, Why'd you leave...

Fyrripartur 5: Kveðja. (6 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Það er svo gaman að notfæra sér korkana í eigin þágu hehe. Annars takk fyrir mig, ég er farinn af þessu áhugamáli sem stjórnandi, frábært að það er komið í hendur notenda með brennandi áhuga eftir að ég stóð einn vaktina í marga mánuði. It´s been fun! :) — Lokastund sem stjórnandi staðið hef mína plikt. – p.s. Ég frábið mér allt flame vegna lélegrar uppsetningar,, botnið bara fjandann! >:)

Fyrripartur 4: pólitík. (7 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég segi það fyrir mitt leiti að pólitík sé heimsk og illgjörn tík, en gaman að tala um hana samt… :) Framsókn núna greftrun fær fína eftir flokksþing

Braggablús. Texti eftir Magnús Eiríksson (3 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ein í bragga, Magga, gægist út um gluggann, bráðum sér hún Skuggabaldur skunda hjá. Enn einn túrinn, stúrinn, olíu á skúrinn er erfitt nema fyrir fjandans aur að fá. Í vetur, betur gekk henni að galdra til sín glaða og kalda karla sem oft gáfu aur. En Magga í sagga, situr ein í bragga á ekki fyrir olíu er alveg staur. Fyrst kom bretinn, rjóður, yndislega góður þá bjó hún Magga á Borginni í bleikum kjól. Svo kom kaninn, þaninn, kommúnistabaninn þá kættist Magga ofsarlega og hélt sín jól. Svo...

Walk on the wild side, texti: Lou Reed (6 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Geggjaður texti frá Lou Reed sem samdi texta um vægast sagt skrautlegt lið sem lifði og dó í New York. Lagið var á sínum tíma bannað hjá BBC því menn þar skildu eiginlega ekki textann en héldu að þetta væri eitthvað sóðalegt og ljótt…. Holly came from Miami, Fla Hitchhiked her way across the USA. Plucked her eyebrows on the way Shaved her leg and then he was she - she said: Hey Babe, take a walk on the wild side, Said hey honey, take a walk on the wild side. Candy came from out on the...

Fyrri partur nr. 1 (39 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Jæja, þetta er tilraun og það mjög sniðug þökk sé ykkur hugurum. :) Here goes… Botnið þennan fyrripart og hafið það í huga að með rími fylgja líka hinar reglurnar, stuðlar og höfuðstafur, atkvæði… Ég pant semja þennan part prófið þið svo að klára.

Det var brændevin i flasken, höf. óþekktur. (1 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Jæja, útilegur um helgina, fólk trallandi og syngjandi með bjór í hönd. Hér er eitt fyrir þá sem kunna ekkert af þessum textum. :) Lagið er amerískt þjóðlag en textinn eftir einhvern óþekktan höfund. Det var brændevin í flasken da vi kom, det var brændevin í flasken da vi kom. Men da vi gik, så var den tom. Det var brændevin í flasken da vi kom. Syng så jah, jah, jibbi, jibbi jah, syng så jah, jah, jibbi, jibbi jah. Men da vi gik så var den tom. Det var brændevin i flasken da vi kom. Det var...

Guanto le Gusta (4 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ok, seinasti texti um sumarið var væminn,, nú er það sumar aftur og sumarfrí! Stuð! Cuanto Le Gusta Le Gusta Le Gusta Le Gusta… Með flöskurnar og töskurnar við ætlum að fara burt í hundrað stiga hita en spurningin er hvurt París Amster Alcapulco eða bara gullna strönd í eina, tvær, þrjár vikur mér halda engin bönd Nú sting ég af, hef unnið nóg á bólakaf í heitann sjó gatslitin sólin og með lausa reim ég er farinn og kem aldrei aldrei aldrei heim Cuanto Le Gusta Le Gusta Le Gusta Le Gusta…...

Sumarnótt, texti eftir Magnús Kr. Gíslason frá Vöglum (1 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Sumarið er sko komið þó það rigni og stundum skítakuldi. Eitt sumarljóð í tilefni þess passar vel… Undir bláhimni blíðsumars nætur barstu’ í arma mér rósfagra mey . Þar sem döggin í grasinu grætur, gárast tjörnin í suðrænum þey. Ég var snortinn af yndisleik þínum ástarþráin er vonunum felld. Þú er ljósblik á lífshimni mínum þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld. Ég vil dansa við þig, meðan dunar þetta draumblíða lag, sem ég ann Meðan fjörið í æðunum funar og af fögnuði hjartans, er brann. Að...

Bíólagið, eftir Valgeir Guðjónsson og Egil Ólafsson (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Svarti Pétur ruddist inn í bankann, með byssuhólk í hvorri hönd. Heimtaði með þjósti peningana og bankastjórann hneppti í bönd Upp með hendur, niður með brækur, peningana, ellegar ég slæ þig í rot. Haltu kjafti, snúðu skafti, aurinn eins og skot. Svarti Pétur brölti uppá jálkinn og þeysti burt með digran sjóð. Þeir eltu hann á átta hófa hreinum, auk Nonna sem rakti slóð. Upp með hendur, niður með brækur, peningana, ellegar ég slæ þig í rot. Haltu kjafti, snúðu skafti, aurinn eins og skot....

Danmörk, ljóð eftir Adnil (1 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Elsku jóti, málaðu af mér broslega skopmynd Kæri bauni, teiknaðu mig í kapítalískum darraðadansi, straujandi rauðglóandi kreditkortið. Ég lofa að þjóð mín mun hundsa danska daga í Hagkaupum. Ég er ekki spámaður í mínu föðurlandi. - Spurning hvort danir séu jafn kaupglaðir og við?

Stupid Girl, texti eftir Pink (5 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég ákvað skella textanum við þetta vinsæla lag upp því hann kemur á óvart. Um leið og fólk les framhjá öllu “uh oh” og öllu því getur það lesið í boðskap textans sem er nokkuð óvæginn og hittir í mark varðandi þessa beibvæðingu sem gerir ungar stelpur að kjánalegum anorexíusjúklingum, sem hafa ekki meiri metnað en í að fá að sitja með gaurnum í flotta bílnum og panta tíma í brúnkumeðferð. —- Uhhuh, uhhuh Stupid girl (woo), stupid girls, stupid girls Maybe if I act like that, that guy will...

Glugginn og ég. Höf: annalilja (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Glugginn og ég Auglit til auglits Ég horfi út Hann horfir á mig Þar sem ég horfi í augu mín Krossgata Án burðarbita Blasir við mér og ég stari áfram til topps Angarnir teygja sig til beggja hliða Bognir og beygðir Mér líður eins og Kristi á krossinum Eftir slitinni götunni Til móts við mig Liggja hvítar rendur Þrengsli við miðju Svo börnunum sé hætt Svo teygist hún áfram Endalaus Enn lengra Blasir við önnur krossgata Eftir hlykkjóttri götu Til móts við vit mín Liggur eitthvað grænt með rautt...

Gamli Jón í Gvendarhúsi (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég ákvað að gera söng og lagahefð Eyjamanna smá skil enda sjálfur borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Þessi texti er eftir því sem ég best veit eftir Örn Arnarsson skáld og Eyjamann, eflaust samið snemma á síðustu öld. Sá maður sem lagið heitir eftir var Jón Jónsson í Gvendarhúsi, kynlegur kvistur og vingjarnlegur bóndi. Einnig koma aðrir þekktir Eyjamenn við sögu og fjallar lagið á gamansaman hátt um hreppsnefndarfund sem haldinn var í Eyjum. Lagið hefur í gegnum áratugina verið...

Myrkur, ljóð eftir Dannzor (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Myrkur. Eins og ólgandi sjór, eins og æðandi vindur þú fórst mér frá, sem stjarna i morgni ég er sem eitt spurningarmerki því þú ferð svo fljótt og get ég því ei jafnað mig skjótt enn ég veit þú á himnum ert en ávalt ég skal þig muna sem eldur i sinu, sem alda i sjó, Von i hjarta mér skalt þú nú segja mér um hvað lífið er því ég mun alltaf á þig hlusta Taktu því á mér mark sem vinur og stuðningur. þú ert mín stjarna á himnum og þessir endalausu dagar eru tileinkaðir þér mín vonlausa tilraun...

Framtíðarskyn. Ljóð eftir Tree (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum
Í takt við tíðarandann og fréttamatinn af endalausum álverum og með eða mótmælum gegn þeim þá er þetta ljóð kannski við hæfi. Til að hafa jafnræði í þessu þá skora ég á notendur áhugamálsins að koma með ljóð fylgjandi stóriðju og mengun. ;) Hér er ljóðið Framtíðarskyn eftir notandann Tree. —— En nú hafa tímarnir breyst og mennirnir með. Íhaldsemin brotin Og reglunum breytt. Skynsemin þotin Og regnskógum eytt. Álverin rísa, eitt og eitt Og eftir situr jörðin, með sárt ennið, lúin og þreytt....

Spáðu í mig (kvöldin eru kaldlynd), eftir Megas. (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum
Næsta ljóð samkvæmt vali notenda er eftir meistara Megas, gott ljóð að vanda og lagið frábært. – Kvöldin eru kaldlynd útá Nesi kafaldsbylur hylur hæð & lægð kalinn & með koffortið á bakinu kem ég til þín segjandi með hægð: spáðu í mig þá mun ég spá í þig spáðu í mig þá mun ég spá í þig. Nóttin hefur augu eins og flugan & eflaust sér hún mig þar sem ég fer heimulega á þinn fund að fela flöskuna og mig í hendi þér spáðu í mig þá mun ég spá í þig spáðu í mig þá mun ég spá í þig. Finnst þér ekki...

Slysaskot í Palestínu, eftir Kristján frá Djúpalæk (21 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum
Ég ákvað þar sem tvö ljóð urðu jöfn í skoðanakönnuninni, að velja það ljóð sem á nokkuð við í þeim heimi sem maður fær fréttir af á hverjum degi. Ljóðið er Slysaskot í Palestínu (í víngarðinum), eftir Kristján frá Djúpalæk. ——- Lítil stúlka. Lítil stúlka. Lítil svarteyg dökkhærð stúlka liggur skotin. Dimmrautt blóð í hrokknu hári. Höfuðkúpan brotin. Ég er Breti, dagsins djarfi dáti, suður í Palestínu, en er kvöldar klökkur, einn, kútur lítill, mömmusveinn. Mín synd er stór. Ó, systir mín....

Mass destruction, úr lagi Faithless, höf: Maxi Jazz (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 1 mánuði
Textinn í þessu lagi greip mig þegar ég heyrði hann fyrst. Það eru til tvær útgáfur af laginu, sú sem er á plötunni og smáskífuútgáfa sem er mun líflegri, sem virkar sem góð kaldhæðni því textinn er allt annað en jolly. Maxi Jazz er höfundur texta, flytjendur: Faithless. ———— Whether long range weapon or suicide bomber Wicked mind is a weapon of mass destruction Whether you're Soaraway Sun or BBC 1 Misinformation is a weapon of mass destruct You coulda Caucasian or a poor Asian Racism is a...

Láttu hjartað ráða. Ljóð eftir sisslingur (1 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 1 mánuði
Eins og himininn er hugurinn alltaf á hreyfingu. Eins og vindurinn ég veit ekki í hvaða átt á að fara. Eins og hafið bylgjast hugsanir mínar frá einu í annað. Það eina sem ég get gert til að villast ekki af leið er að fylgja hjartanu.. Höfundur: sisslingu

Úr einræðum Starkaðar, Eftir Einar Benediktsson (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Mér fannst það góð leið að setja inn þennan texta sem er notaður að örlitlu leyti í banner ljóðaáhugamálsins ef fólk hefur ekki tekið eftir honum. Ljóst var af morgni og lifnað í grein. Frá langri nótt gekk ég mannauð stræti. Við torgið ég sá einn tötrasvein. Ég tók upp verð, - hann brá að sér fæti. Landhlaupi var hann og lá upp við stein. Hann leit á mig snöggt. - Ég ber það í minni. Einn geisli braust fram, og gullið skein, gnótt í hans hönd, en aska í minni. Það smáa er stórt í harmanna...

Ragnheiður Biskupsdóttir, texti eftir Megas (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ragnheiður biskupsdóttir brókar var með sótt og beiddi þegar Daði mælti á latínu. Hann kenndi henni sitthvað til gamans og til gagns og gjörðist snemma þaulkunnugur gatinu. Í skammdeginu vildi hend að villtust bestu menn og var oft fyrir kvenlíkami í rúminu. En milli draums og veru þeir vissu óglögg skil og voru síst að pæla í þeim í húminu. Og Ragnheiður hún fæddi einn dag hann Daðason, menn dylgjuðu, menn bára hana út, menn hæddu hana. En hlýðið góðir drengir, það er hlálegt en þó satt,...

Kveiktu bara nýjan eld, ljóð eftir Dalurinn (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég er sokkin upp að hnjám í sjálfsvorkun og eymd. Stari út um gluggann og mála lífið blýgráum tónum úr öskunni frá eldinum sem kulnaður er í brjósti mínu. Höfundur: Dalurinn

Tónlistarmaðurinn, ljóð eftir velisha (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Tælandi tónarnir tættu mig sundur og rám en mjúk röddin réðst inn að rótum og ég rifnaði niður í öreindir að innan og þú horfðir í gegnum mig án þess að sjá það. Höfundur: velisha

Ljóð eftir Pardus: Eitt egg og eitt sæði [Hippaboðskapur í tilefni aðventu og jólanna] (4 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 3 mánuðum
gagnkynhneigð eða samkynhneigð frjálshyggja eða íhaldsemi lauslæti eða skírlífi …við ættum að viðurkenna bæði blökkumenn eða hvítir menn karlpungur eða kerlingarskass naumhyggja eða auraþrá …við ættum að viðurkenna bæði múslimar eða gyðingar búddistar eða kristnir menn Allah, Jesú, Búdda eða Jahve …við ættum að viðurkenna bæði heimspeki eða stærðfræði ljúfmennska eða skapbræði konungar eða lýðræði gallar eða gæði …við ættum að viðurkenna bæði því við byrjuðum öll sem eitt egg og eitt sæði.....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok