Ekkert svar, amk ekki strax. Hann ræskir sig aftur en lágt og horfir fast á konuna sem stendur fyrir utan. Hún er með ljós, liðað hár sem virðist eins og alelda í kvöldsólinni, eldurinn rennur frjálst niður herðarnar. Fínlegt og afar fagurmótað andlitið hafði margoft áður varpað ljúfu brosi til hans, þessi háu kinnbein og þetta mjóa nef, þessar þéttu og mjúku varir, brún augu sem gátu drekkt saklausum mönnum af hrifningu.

Hún brosir ekki núna. þau horfa í augu hvors annars drykklanga stund sem teygist úr sekúndum í heila eilífð.

“Hvað er hlaupið í þig?” spyr hún á móti. Hann þegir.
“Mig langaði að hitta þig, spjalla aðeins. Er eitthvað að því?”

Hvað er hún að gera hérna? Hvernig fór hún alltaf að því að koma á bandvitlausum tíma? Hann horfir út á götu örstutt og aftur á hana. Hún er í dökkbláum þröngum gallabuxum, brúnir eða dökkgrænir háhælaskór gægjast undan víðum skálmunum. Hún er í hvítri rúllukragapeysu, svipaðri og hann gaf henni fyrir tveimur árum, kannski er þetta sama peysan. Guð hvað hún er sexý. Hann hálfpartin sparkar í sjálfan sig í huganum.

“Hérna, ég er mjög upptekinn núna” svarar hann hikandi.
“Ég á von á manneskju, hún ætti að koma bráðum.” Hann bölvar sjálfum sér í huganum, nú fær hann nöldur.
“Sko, þú getur ekki dregið þetta á langinn, við verðum að klára þetta” svarar hún, greinilega búin að æfa þessa setningu, og æsinginn í röddinni.

“Helena, afhverju þarftu að láta svona? Ég skrifa undir skjölin og afgreiði þetta eftir helgina, ók?” Vonandi virkar þetta.
Hún setur á sig svip sem hann þekkir alltof vel. Svipurinn sem hún notaði á hann þegar hann gerði eitthvað agalega vitlaust eða til að gera hana sára.

“Þú ert búinn að nota þessa afsökun þúsund sinnum!” Hún er orðin virkilega fúl. Hann andvarpar hátt og horfir upp í loftið. Hann finnur fyrir úrinu á úlniðnum en berst á móti lönguninni til að kíkja á það.
“Helena, eftir helgi, ég get ekki staðið í þessu núna. Ég hringi í þig strax og ég klára” svarar hann með eins rólegri röddu og hann getur”
Hún grettir sig og horfir út í garð.
“Gerðu það, ég get ekki gert neitt núna” heldur hann áfram.
Hún þegir.
“Ég lofa þér að ég fer í þetta strax á mánudaginn.”
Loforðið virðist ná í gegnum reiðina. Hún horfir stíft á hann, dæsir lágt og tekur bíllykil úr vinstri buxnavasanum.

“Sko, ég hef lært að treysta þér alls ekki, en ég gef þér séns núna. Kláraðu þetta, það er best fyrir okkur bæði. Ég meina þetta er bara einfaldur pappír, skrifar undir og þá erum við skilin, þú heldur áfram með þitt líf og ég mitt.”
Þetta orð, skilnaður, hann finnur fyrir sting í sálinni. næstum ólæknanlegum, en ekki lengi. Hann er búinn að sjá fyrir því, bráðum sko, mjög fljótlega”

“Ég veit, hérna ég hringi” segir hann lágt og snubbótt og lokar á niðurdregna ásjónu hennar, lokar á líf með henni, lokar á fortíðina. Bráðum loka ég á fleira. hugsar hann með sér. Ég ræð, bara ég.

Hann gengur aftur inn í svefnherbergi, tekur upp leðurtöskuna, leggst niður og leyfir dagdraumum að ráða aftur ferðinni, og þungum svörtum aðvífandi eitruðum skýjum sem hægt en örugglega umlykja allt.

Snögglega er bankað á hurðina eins og heimurinn lemji bjöllur. Hann sest harkalega upp og brosir framan í skápana, bráðum fæ ég mitt, bráðum.
—–