Tvö lítil rauð kerti veita rétt svo næga birtu svo að skarpar útlínur húsgagna í herberginu sjást í flöktandi rökkrinu. Skuggar dansa draugalega undan stórum brúnum flauelssófa, náttborði og nýtískulegum stállampa. Út í horni kvikna blikkandi ljós í hljómtækjasamstæðu og mjúkir djasstónar fylla upp í myrkrið sem er eftir. Fleiri kerti vakna til lífsins og varpa hlýrri birtu á dauða hluti, og unglegt karlmannsandlit. Andlitið brosið framan í nývöknuð kertin sem tindra í bláum augunum. Þunnar varir opnast og lág rödd sönglar eins lágt og mögulegt virðist með tónlistinni. Andlitið snýr sér við og langan skugga af mjóu nefinu leggur meðfram andlitinu og dökkbrúnt hár sveiflast letilega til.
Hann stendur upp og gengur inn í eldhús.
Glamur í glösum og diskum bermálar innan frá og smellur í skáphurðum. Drykklöng stund líður og hann gengur með tvö kristalsglös og litla diska, leggur varfærnislega á lítið borð fyrir framan sófann og þurrkar létt af borðglerinu með þunnum klút. Hann lítur á borðið, næstum fullkomið hugsar hann með sér. Borðið er í stíl við allt annað í herberginu,, stál og tré, mahogany viður. Allt samkvæmt nákvæmum lögmálum innanhúsarkitektúrs úr Wallpaper eða þvílíku glansblaði. Hann glottir.

Birtan frá kertunum flöktir og eins og lifandi skuggar dansa um þegar hann gengur hratt fram á gang, loftljós kviknar og hann kemur til baka við litla rauða rós og vasa. Glamrið í borðinu og kristalnum virðist eins og óboðið og ruddalegt hljóð í annars silkimjúku andrúmsloftinu þegar hann leggur vasann aðeins of harkalega niður. Betra að brjóta þetta ekki hugsar hann með sér, glænýtt borð.
Hann stendur upp og virðir fyrir sér stofuna sína. Fullkomið muldrar hann og brosir sínu breiðasta, teygir hendurnar varlega upp fyrir axlir til að toga skyrtuna ekki upp úr buxnaskálmini og fer raulandi inn á gang.

Það er kveikt á öllum ljósum inn í svefnherbergi og birtan virðist koma líka frá hvítmáluðum veggjunum, daufir geislar frá kvöldsólinni gægjast í gegnum limgerði fyrir utan gluggann og bætir við ljósaveisluna. . Dökkbrúnir skápar þekja vegginn á móti rúminu og stór gamaldags römmuð mynd af fljúgandi hesti hangir yfir rúmstokknum. Hann opnar skáp fyrir miðju, tekur litla leðurtöskur og leggur á rúmið. Hann horfir lengi á töskuna áður en hann opnar og stingur hendinni ofan í. Jæja, allt er tilbúið. Hann lokar töskunni.

Birtan í kring, mjúkt rúmið og lágt hvíslið frá tónlistinni fram í stofu virðist óendanlega rómantískt og hann sekkur í grunnan dagdraum. Fallegt varalitað andlit birtist, umsveipað ljósrauðu hári. Andlitið brosir og þau kyssa hvort annað.
Hávær bjalla vekur hann harkalega af draumnum og hann stendur snöggt á fætur, lítur villtur í kringum sig eitt augnablik áður en hann brosir og leggur töskuna varlega frá sér sem hann hafði faðmað að sér eins og bangsa. Dyrabjallan, hugsar hann með sér og gengur til dyra.
Bjallan gellur aftur og hann tekur þétt í hurðarhúninn, hikar örstutt og opnar volduga útihurðina sem opnast með lágu ískri.
Hann missir andann, hvað hún að gera hérna? Hugsar hann næstum upphátt. Hendurnar stífna og hann finnur hjartað taka aukaslag. Mjúk og falleg kvenmannsrödd heilsar honum.
Rödd sem virðist svo undurblíð og falleg en samt hatar hann hana út af lífinu. Hann ræskir sig lágt.

“Hvað vilt þú hingað?”
—–