Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Oldman snýr aftur (9 álit)

í Harry Potter fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Framleiðendur Harry Potter myndanna hafa staðfest það að Gary Oldman muni snúa aftur sem Sirius Black í Harry Potter og Fönixreglunni - þrátt fyrir fregnir af því að hann myndi ekki gera það. Enn hefur þó ekki verið gerður samningur við Oldman, þrátt fyrir að tökur á myndinni eru nú þegar hafnar. David Heyman, einn af framleiðendunum, fullyrðir þó að nóg tími sé fyrir Oldman til að gera samning við þá: “Við tökum ekki upp hans hluta í ákveðinn tíma og eins og það er alltaf, þá byrjar maður á...

Oldman ekki lengur með? (20 álit)

í Harry Potter fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Leikarinn Gary Oldman endurtekur líklegast ekki hlutverk sitt sem Sirius Black í næstu Harry Potter mynd, þar sem fréttir hafa borist að hann hafi ekki fengið hlutverkið á ný. Oldman, sem hefur birst í seinustu tveimur myndum um galdrastrákinn Harry Potter, hefur ekki ennþá fengið samning um að fara með hlutverk guðföðurs Harrys í þriðja sinn, þrátt fyrir að að tökur á fimmtu myndinni eru hafnar. Umboðsmaður leikarans, Douglas Urbanski, sagði breska dagblaðinu The Sun, “Þið verðið hissa að...

Rowling undirbýr síðustu bókina um Harry Potter (1 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 1 mánuði
Breski rithöfundurinn J.K. Rowling býst við að eiga annríkt á næsta ári, „árinu sem ég skrifa síðustu bókina í ritröðinni um Harry Potter,“ segir hún á heimasíðu sinni. „Ég íhuga þetta verkefni með blendnum tilfinningum, bæði tilhlökkun og ótta, vegna þess að ég get varla beðið eftir því að hefja verkið, að segja lokaþátt sögunnar, og svara loks öllum spurningunum (Mun ég nokkurn tíma geta svarað öllum spurningunum? Það er best að stefna að því að svara þeim flestum); og samt mun þessu loks...

Nýja Harry Potter bókin komin til landsins! (3 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Nýja Harry Potter bókin komin til landsins Baldur Guðnason, forstjóri Eimskip, opnaði í morgun gám fullan af nýju bókinni um Harry Potter sem var að koma til landsins úr prentun. Um sjöttu bókina um Harry Potter er að ræða og nefnist hún Harry Potter og blendingsprinsinn. Verður bókinni nú dreift í bókaverslanir en útgáfudagurinn er á laugardag. Að sögn Jóns Karls Helgasonar hjá bókaútgáfunni Bjarti er fyrsta upplagið 15 þúsund eintökum og verður dreift í bókaverslanir á næstu dögum. Harry...

Slytherin Slangan & Þarfaherbergið (13 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 7 mánuðum
“Ég var að velta því fyrir mér af hverju Salazar Slytherin notaði ekki bara Þarfaherbergið undir Slönguna?” Af því að ef Salazar Slytherin hefði haft slönguna í þarfaherberginu þá hefði slangan alltaf verið þar hjá hverjum sem notaði þarfaherbergið. T.d. ef einhver þyrfti klósett og opnaði hurðina…þá myndi hann mæta slöngunni þar ásamt hennar stórhættulega augnaráði. Það sem bendir til þessa kom fram þegar Umbridge komst að leynifélagi Harrys og vina hans í 5.bókinni og þau flúðu úr...

Flestir veðja á að Dumbledore deyi (35 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Nýjasta bókin um Harry Potter kemur út í Bretlandi í júlí næstkomandi. Samkvæmt höfundi bókarinnar mun ein persóna láta lífið og hafa aðdáendur bókanna byrjað að veðja um hver það sé. Veðbankar segja flesta veðja á Dumbledore, skólastjóra Hogwarts heimavistarskólans. Veðbankar hófu að taka við veðmálum um væntanlegt lát söguhetju bókanna fyrir um átta mánuðum síðan. Vefsíða sem tekur á móti veðmálum lokaði fyrir ný veðmál í gær. Var talið að eintak af bókinni hafi komist í hendur óprúttinna...

Harry Potter og Eldbikarinn - sýnishornið (11 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ég veit að það eru núþegar komnir upp þræðir með slóðina á þennan teaser trailer, en svona til öryggis (ef einhver hefur misst af þessu) ætla ég að skella linknum hingað inn líka. :) <a href=http://www.apple.com/trailers/wb/harry_potter/thegobletoffire/> HÉR </a> má sjá þetta glæsta sýnishorn, en í því má einmitt sjá hina keppendurnar í keppninni; Cedric Diggory, Viktor Krum og Fleur Delacour (en myndin er einmitt af henni). Ég veit ekki með ykkur en ég er orðin þónokkuð spennt fyrir þessari...

Inngangarnir að heimavistunum? (6 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
“Ég var að pæla, hvernig eru inngangarnir hjá hinum heimavistunum þ.e. Ravenclaw, Huffelpuff og Slytherin? Hefur það komið einhversstaðar fram í bókunum? ” Eins og flestir vita er inngangurinn að Gryffindor heimavistinni á sjöundu hæðinni bakvið málverkið af feitu konunni í bleika silkikjólnum. Kunnir þú rétta aðgangsorðið sveiflast málverkið til hliðar og þá kemur í ljós hringlaga op sem skríða má í gegnum til að komast inn í setustofuna. Inngangurinn að Slytherin heimavistinni er í...

Harry Potter and the Goblet of Fire (47 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Já, mér tókst að finna nokkrar myndir úr nýjustu myndinni um Harry Potter, Harry Potter and the Goblet of Fire. Auðvitað kemur ekkert annað til greina en að skella þeim beint inn. Enjoy… <img src=http://entimg.msn.com/i/gal/HarryPotter_Goblet/goblet_cast2_273x400.jpg> Harry Potter (Daniel Radcliffe) og Hermione Granger (Emma Watson) <img src=http://entimg.msn.com/i/gal/HarryPotter_Goblet/goblet_cast4_273x400.jpg> Hermione Granger (Emma Watson) og Ron Weasley (Rupert Grint) <img...

Myndir úr Harry Potter and the Goblet of Fire (13 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Já, nokkrir vaskir aðdáendur hafa verið að sniglast í kringum staðinn þar sem nýjasta Harry Potter myndin, Harry Potter and the Goblet of Fire eða Harry Potter og eldbikarinn, er tekin upp. Myndirnar sem hér sjást eru teknar hjá þeim stað þar sem Quidditch heimsmeistarakeppnin er haldin. Myndirnar eru að sjálfsögðu frekar óskýrar, þar sem það er stranglega bannað að fara nálægt tökusvæðinu með myndavélar, en miðað við það þá eru myndirnar nokkuð góðar. enjoy… <center><img...

Spurningum svarað (22 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Svo við hellum okkur aðeins í slúðrið í kringum Harry Potter myndirnar, þá hefur sá orðrómur um að þau Dan Radcliffe (Harry Potter) og Emma Watson (Hermione Granger) séu saman. Nú hefur leikarinn Jamie Waylett, sem leikur Crabbe í myndunum, svarað þeirri spurningu á blogginu sínu og segir að þau eru alls alls ALLS ekki saman. Einnig skrifaði hann eftirfarandi: “~ Ég er nokkuð viss um að enginn í leikarahópnum fari á alls kyns spjöll…. Þannig að ekki trúa fólki þegar það segist vera Dan,...

Fréttir af 4. myndinni (3 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Tökur eru hafnar á 4.myndinni um Harry Potter, Harry Potter and the Goblet of Fire. Verið er að taka upp atriðin sem tengjast heimsmeistarakeppninni í Quidditch, en sést hefur til tökuliðsins og leikaranna á Beacon Hill nálægt Berkhamsted í Englandi. Nokkrir aðdáendur fóru á staðinn til að verða vitni af þessum atburði og þeim tókst að taka nokkrar góðar myndir af Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emmu Watson og fleirum á leiðinni á Quidditch leikinn. Þær myndir má sjá hér, en vegna...

Weasley systkinin? (8 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hvað eru Weasley systkinin gömul? Þeirri spurningu er alls ekki allri auðvelt að svara og byggist sum á getgátum. Við vitum fyrir vissu að Ron er fæddur 1980 og Ginny fædd 1981. Við vitum að þegar Ron var á fyrsta ári í Hogwarts, árið 1991, var Percy á 5.ári, því hann var nýorðinn umsjónarmaður. Það þýðir að Percy Weasley var fæddur árið 1976. Við vitum einnig að þegar Ron var á 5.ári, árið 1995 voru þeir Fred og George á 7.ári, sem þýðir að þeir voru fæddir árið 1978. Fæðingarár elstu...

Yfir $500 milljónir (2 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Eftir 11 vikur í bíóhúsum hefur Harry Potter and the Prisoner of Azkaban farið yfir $500 milljónir í sölu á miðum. Harry Potter and the Prisoner of Azkaban er aðeins 10. myndin til að fara yfir $500 milljónir utan Bandaríkjanna sem gerir þessa mynd að þriðju söluhæstu kvikmynd sem Warner Bros hafa framleitt. Eins og flestir vita er Harry Potter and the Prisoner of Azkaban gerð eftir samnefndri bók eftir J.K.Rowling. Í myndinni (og bókinni) er fjallað um hinn unga Harry Potter sem missti...

Tom Riddle / Trevor Delgome (4 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
“Afhverju heitir Voldemort , Tom Riddle á ensku en Trevor Delgome í íslensku útgáfunum,þetta ruglar mig alveeeg =/.. ” Þetta er mjög algeng pæling. Á ensku heitir Voldemort, Tom Marvalo Riddle en ef að maður raðar stöfunum í þessu nafni aftur upp má finna orðið: I am Lord Voldemort Til að halda þessu stafarugli og færa yfir á íslensku þurfti að sjálfsögðu að breyta nafninu eins og þarf í öllum erlendum þýðingum. Í íslenska tilfellinu er því breytt nafninu í Trevor Delgome en út úr því nafni...

Brandarar Rons (20 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þetta er skemmtileg pæling sem ég rakst á á vafri mínu um netið. Pælingin er hvort að þetta séu aðeins vangaveltur eða hvort J.K.Rowling sé alltaf að skilja eftir vísbendingar handa okkur. Í Spádómafræði er Ron alltaf að gera grín af þeim hlutum sem hann “sér” í telaufunum sínum. Hann og Harry fíflast líka með að búa til alls konar “stórslys”, sem þeir eiga að lenda í, fyrir heimavinnu í Spádómafræði. Þið haldið kannski að þar sem Ron og Harry búa þetta til viljandi þá telst þetta ekki með....

Frá "Gylltu styttunni"? (6 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
“Hæ, heyrðu, ég var að vona að einhver gæti reynt að útskýra fyrir mér hvað gerðist í leyndarmálastofnuninni þegar Harry hljóp frá ”gyllta verðinum“. Það er (held ég) á blaðsíðu 700-701 í íslensku útgáfunni af fönixreglunni, (hef ekki lesið ensku bókina) einhvern veginn fattaði ég það bara ekki. Takk” “Ég hef ekkert fleira við þig að segja, Harry Potter,” sagði hann hljóðlega. “Þú hefur skapraunað mér of oft, of lengi. AVADA KEDAVRA!” Harry hafði ekki einu sinni opnað munnin til þess að...

Hvað verður um Hagrid? (13 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Robbie Coltrane er leikarinn sem leikur hinn yndislega Rubeus Hagrid, vin Harrys og skógarvörðinn í Hogwarts. Robbie segist vera hissa yfir því hversu mikið af aðdáendum bækurnar og myndirnar um Harry Potter hafa eignast. “Ég vissi að þetta yrði stórt vegna fjölda þeirra sem keyptu bókina, en, í hreinskilni sagt, þá hélt ég að þetta yrði aldrei stærra en Bond. Aldrei.” En mun Coltrane halda áfram að leika Hagrid í þessum úber-vinsælu kvikmyndum um Harry og ævintýri hans? "Ég veit það ekki....

Ralph Fiennes verður Voldemort (6 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
(Fannst nauðsynlegt að setja þetta inn, þar sem þetta eru MJÖG stórar fréttir. :) ) úr Morgunblaðinu Föstudaginn 6.ágúst : “Leikarinn Ralph Fiennes hefur verið valinn til þess að leika hinn illa Voldemort í næstu kvikmynd um Harry Potter, sem heitir Eldbikarinn. Þá hefur Warner Bros, sem framleiðir Harry Potter-kvikmyndirnar, greint frá því að Miranda Richardson hafi fengið hlutverk blaðamannsins Ritu Skeeter í Eldbikarnum, að sögn Avanova. Daniel Radcliffe verður að vanda í hlutverki Harry...

Hvað er Skyggnir? (6 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Orðið Skyggnir kemur oft fyrir í Harry Potter bókunum og flest okkar vita að hér er um starf að ræða, starf hjá Galdramálaráðuneytinu. En hvað felur í sér að vera skyggnir? Hvað gera þeir? (þýtt lauslega af www.hp-lexicon.org) Skyggnar eru sérstakur hópur galdramanna og norna sem berjast gegn myrkru öflunum. Skyggnarnir eru nokkurs konar hermenn hjá Galdramálaráðuneytinu sem handsama drápara og aðra sem stunda myrkru öflin, en starfa þó á aðeins þróaðari og gáfaðari vegu. Það voru...

Hvað er Albus Dumbledore gamall? (12 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hvað er Dumbledore gamall? Já, það er eitthvað sem hægt er að velta lengi fyrir sér. Staðreyndin er sú að J.K.Rowling hefur aldrei gefið upp nákvæman aldur fyrir þennan stórkostlega mann en hefur aðeins sagt að hann sé “um 150 ára gamall”. Fyrsta bókin í Harry Potter seríunni gerist árið 1990 og þá ætti að vera hægt að álykta að Dumbledore sé fæddur circa árið 1840. Skoðum aðeins hvernig líf hans hefur verið miðað við þetta fæðingarár: 1840 – Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore fæðist....

Rita Skeeter ráðin (6 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Mjög líklegt er að búið sé að ráða í hlutverk blaðakonunnar áköfu, Ritu Skeeter, fyrir fjórðu myndina um Harry Potter. Er það leikkonan breska Miranda Richardson sem orðuð er við hlutverkið, en hún hefur gert garðinn frægan í myndunum The Hours, þar sem hún lék ásamt Meryl Streep og Nicole Kidman, og The Sleepy Hollow, þar sem samleikarar hennar voru Johnny Depp og Christina Ricci. Miranda er 46 ára gömul og býr í Vestur London. Hún hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna,...

Flugduft leiðir til lokunar (6 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Eins og þið flestöll ættuð að vita, þá er mikið um Harry Potter aðdáendur þarna úti. Einnig er mikið af alls kyns hlutum sem gerðir eru í tengslum við myndirnar og bækurnar, líkt og bollar, bolir, lyklakippur, dagatöl og sælgæti sem látið er líkjast sælgætinu í Harry Potter bókunum. Sumir aðdáandanna ganga þó aðeins lengra en við hin. Fjólublátt bréf, stílað á Harry Potter, olli því að pósthúsi í Buckner, Missouri var lokað. Starfsmenn pósthússins voru að vinna með bréfin þegar hvítt duft...

Tilnefndir til Emmy verðlauna (0 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þrír leikarar úr Harry Potter myndunum hafa verið tilnefndir til Emmy verðlauna, þó ekki fyrir HP-myndirnar sjálfar. Sýnir þetta fram á það hversu mikið af úrvals leikurum má sjá í þessum kvikmyndum um galdramanninn vinsæla, Harry James Potter. Alan Rickman, sem leikur prófessor Severus Snape, var tilnefndur sem aðalleikari í kvikmynd eða miniseríu fyrir hlutverk sitt sem Alfred Blalock í “Something the Lord Made”. Emma Thompson, sem leikur rugludallinn og spákonuna prófessor Sybill...

Mark Evans (8 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 6 mánuðum
“Jæja, hver var svo laminn í kvöld?” spurði Harry og glottið hvarf af vörum hans. “Enn einn tíu ára strákurinn? Ég veit að þú lumbraðir á Mark Evans í fyrrakvöld -” ……. (Harry Potter og Fönixreglan; 1.kafli ; bls. 15) Þegar fleiri og fleiri fréttir berast af 6. bókinni um Harry Potter, er ein spurning sem langoftast verður á vegi manns: Hver er “the halfblood prince”? Við vitum fyrir víst að það er hvorki Harry Potter né Voldemort, svo að margar hugmyndir hafa komið upp á yfirborðið. Ein...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok