Nýjasta bókin um Harry Potter kemur út í Bretlandi í júlí næstkomandi. Samkvæmt höfundi bókarinnar mun ein persóna láta lífið og hafa aðdáendur bókanna byrjað að veðja um hver það sé. Veðbankar segja flesta veðja á Dumbledore, skólastjóra Hogwarts heimavistarskólans.

Veðbankar hófu að taka við veðmálum um væntanlegt lát söguhetju bókanna fyrir um átta mánuðum síðan. Vefsíða sem tekur á móti veðmálum lokaði fyrir ný veðmál í gær. Var talið að eintak af bókinni hafi komist í hendur óprúttinna aðila en veðmálið kom frá bænum Bungay í Suffolk á Englandi þar sem bókin er prentuð. Útgefendur bókanna sögðust hins vegar taka tíðindunum með stakri ró enda væru þeir vissir í sinni sök. Ekkert eintak hafi farið úr húsi. Í kjölfar þessa opnaði vefsíða veðbankans á ný. Fimmtungur telur að Dumbledore deyi.

JK Rowling, höfundur bókarinnar, hefur ætíð neitað að tjá sig um söguþráð bókanna um Harry og ævintýri hans. Sjötta bókin og næst síðasta bókin mun verða gefin út við hátíðlega athöfn í Edinborgarkastala þann 16. júlí næstkomandi.

Bækurnar um Harry Potter hafa selst í 250 milljónum eintaka um allan heim. Síðasta bókin í seríunni, Harry Potter og Fönixreglan, sem kom út fyrir tveimur árum, sló sölumet í heiminum en engin bók hefur selst með þvílíkum hraða.

BBC





tekið af www.mbl.is/folk