Oldman ekki lengur með? Leikarinn Gary Oldman endurtekur líklegast ekki hlutverk sitt sem Sirius Black í næstu Harry Potter mynd, þar sem fréttir hafa borist að hann hafi ekki fengið hlutverkið á ný.
Oldman, sem hefur birst í seinustu tveimur myndum um galdrastrákinn Harry Potter, hefur ekki ennþá fengið samning um að fara með hlutverk guðföðurs Harrys í þriðja sinn, þrátt fyrir að að tökur á fimmtu myndinni eru hafnar.

Umboðsmaður leikarans, Douglas Urbanski, sagði breska dagblaðinu The Sun, “Þið verðið hissa að fá að vita það að það eru engin plön á að hafa Gary með í myndinni. Það að segja að við séum hissa er ekki nóg til að lýsa því hvernig okkur líður. Við höfum enga aðra möguleika en að finna önnur hlutverk fyrir hann.”

Vanessa Davis, talskona fyrir Warner Brothers, staðfesti að engin samningur hefur náðst, en fullyrðir að það sé ennþá tími til að leysa þetta mál.





Það er bara að vona að þetta mál reddist, ég veit að Gary Oldman á marga aðdáendur sem finnst hann frábær sem Sirius Black.

Greinin var þýdd af imdb.com og má nálgast í heilu lagi hér:
http://imdb.com/news/wenn/2006-02-10/#2