Ralph Fiennes verður Voldemort (Fannst nauðsynlegt að setja þetta inn, þar sem þetta eru MJÖG stórar fréttir. :) )

úr Morgunblaðinu Föstudaginn 6.ágúst :

“Leikarinn Ralph Fiennes hefur verið valinn til þess að leika hinn illa Voldemort í næstu kvikmynd um Harry Potter, sem heitir Eldbikarinn. Þá hefur Warner Bros, sem framleiðir Harry Potter-kvikmyndirnar, greint frá því að Miranda Richardson hafi fengið hlutverk blaðamannsins Ritu Skeeter í Eldbikarnum, að sögn Avanova. Daniel Radcliffe verður að vanda í hlutverki Harry Potters og Rupert Grint og Emma Watson leika Ron Weasly og Hermione Granger.
Voldemort er helsti óvinur Harry Potters í bókunum um galdrastrákinn, en þeir tengjast órjúfanlegum böndum í gengum þær.
Fiennes, sem er 41 árs Breti, hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum ‘Maid in Manhattan’, ‘Red Dragon’, ‘English Patient’, ‘Schindler’s list' og ‘Quiz Show’.
Hann verður fyrsti leikarinn til að taka að sér hlutverk hins illa Voldemorts, sem hefur einungis sést sem nokkurs konar andi í fyrstu þremur kvikmyndunum.
Tökur eru þegar hafnar á Eldbikarnum, sem verður tekin til sýningar árið 2005. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Mike Newell, en hann leikstýrði kvikmyndinni ‘Four weddings and a funeral’, að því er fram kemur á vefsvæði BBC.”

Ralph Fiennes er í augnablikinu við tökur á myndinni ‘The Constand Gardener’ í Kenya en í lok ágúst mun hann fljúga til Shanghai þar sem hann er að leika í myndinni ‘The White Countess’.

Þá er það loksins komið á hreint hver Voldemort er… ;)