Hvað er Dumbledore gamall?

Já, það er eitthvað sem hægt er að velta lengi fyrir sér. Staðreyndin er sú að J.K.Rowling hefur aldrei gefið upp nákvæman aldur fyrir þennan stórkostlega mann en hefur aðeins sagt að hann sé “um 150 ára gamall”.
Fyrsta bókin í Harry Potter seríunni gerist árið 1990 og þá ætti að vera hægt að álykta að Dumbledore sé fæddur circa árið 1840. Skoðum aðeins hvernig líf hans hefur verið miðað við þetta fæðingarár:

1840 – Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore fæðist.
1851 – Dumbledore fer í Hogwarts, er flokkaður í Gryffindor. (Hermione segir frá því í fyrstu bókinni)
1858 – Dumbledore tekur M.U.G.G.a prófin sín og er prófaður af Griseldu Marchbanks. (Marhbanks segir Umbridge frá því í Harry Potter og Fönixreglan)
1858 – Dumbledore útskrifast úr Hogwarts.
um 1940 – Dumbledore gerist ummyndunarkennari við Hogwartsskóla (miðað við það að Dumbledore var kennari við Hogwarts þegar Voldemort var í skólanum, fimmtíu árum fyrir 1992, þegar Harry fékk dagbók Voldemorts í hendurnar)
1942 – Vala Væluskjóða er myrt og Voldemort kemur sökinni á Hagrid. Dumbledore leyfir Hagrid að vera áfram á Hogwarts-svæðinu.
1945 – Dumbledore sigrar Grindewald, hinn illa galdramann.
um 1970 – Dumbledore verður skólastjóri við Hogwarts. ( það má sjá ef við skoðum það sem Remus Lupin hefur sagt um Hogwarts. Hann sagði að foreldrar hans höfðu haft áhyggjur hvort hann kæmist í Hogwarts en svo varð Dumbledore skólastjóri og hleypti honum inn.)
um 1970 – Dumbledore stofnar Fönixregluna til að berjast gegn Voldemort
1980 – Dumbledore hittir Trelawny vegna starfs sem spádómakennara og verður vitni af Spádómnum um drenginn sem fæðast átti í lok júlí og hafa kraftinn til að sigra Voldemort.
1980 – Severus Snape ráðinn sem töfradrykkjakennari en neitað um starf sem kennari í vörn gegn myrkru öflunum.
24. október 1981 – Dumbledore tekur þátt í því að gera verndargaldur til að vernda Potter-hjónin og son þeirra sem fæddist 31.júlí
31.október-1.nóvember 1981 – Dumbledore kemur Harry Potter, nú munaðarlausum, í fóstur til móðursystur sinnar og fjölskyldu hennar
1990 – Dumbledore afþakkar boð um það að gerast galdramálaráðherra, svo að Cornelius Fudge fær starfið.
1991 – Harry Potter kemur í Hogwarts.
Júní 1995 – Þegar Fudge trúir Dumbledore ekki að Voldemort sé kominn aftur, kallar hann gömlu Fönixregluna aftur saman og hittast þau í Hroðagerði.
1996 – Dumbledore kemur í veg fyrir að Harry sé rekinn úr skólanum með því að taka ábyrgð á Varnarliði Dumbledores og missir stöðu sína sem skólastjóri í hendur Dolores Umbridge.
1996 – Dumbledore berst við Voldemort í ráðuneytinu, en Voldemort kemst undan. Dráparar eru teknir til fanga, m.a. Lucius Malfoy, en Sirius Black lætur lífið.

6.bókin gerist árið 1996 en þá er Dumbledore 156 ára gamall. Aftur á móti væri hann 164 ára gamall núna árið 2004.
Ártölin eru þó ekki mjög traustverðug og er þetta miðað við það sem J.K.Rowling hefur gefið upp, sem er mjög óskýrt. Eitt er þó víst, Dumbledore ber aldurinn mjög vel. ;)


(Heimildir fengnar hjá http://www.hp-lexicon.org/)