Mark Evans “Jæja, hver var svo laminn í kvöld?” spurði Harry og glottið hvarf af vörum hans. “Enn einn tíu ára strákurinn? Ég veit að þú lumbraðir á Mark Evans í fyrrakvöld -” …….
(Harry Potter og Fönixreglan; 1.kafli ; bls. 15)

Þegar fleiri og fleiri fréttir berast af 6. bókinni um Harry Potter, er ein spurning sem langoftast verður á vegi manns:

Hver er “the halfblood prince”?

Við vitum fyrir víst að það er hvorki Harry Potter né Voldemort, svo að margar hugmyndir hafa komið upp á yfirborðið.
Ein þeirra er Mark Evans; tíu ára snáði sem kom fram í einni línu í 5. bókinni. Mark Evans ber sama eftirnafn og móðir Harry's og samkvæmt aldrinum gæti hann byrjað á 1. ári í Hogwarts í 6. bókinni.
Gæti Mark Evans þá verið “the halfblood prince”, frændi og meðlimur af fjölskyldu Harry's?

Svarið er nei. Samkvæmt heimildum mínum frá síðu höfundar bókanna, www.jkrowling.com, hefur Mark Evans engan sérstakan tilgang í Harry Potter seríunni. Það, að Mark Evans hefur sama eftirnafn og Lily Evans, er hrein tilviljun og var í raun ekki ætlun J.K.Rowling.

Mark Evans er ekki “the halfblood prince” og skiptir í raun ekki máli í söguþræði bókanna.
Spurningin er því nú;

Ef Mark Evans er ekki “the halfblood prince”…..hver er það þá?