Slytherin Slangan & Þarfaherbergið “Ég var að velta því fyrir mér af hverju Salazar Slytherin notaði ekki bara Þarfaherbergið undir Slönguna?”


Af því að ef Salazar Slytherin hefði haft slönguna í þarfaherberginu þá hefði slangan alltaf verið þar hjá hverjum sem notaði þarfaherbergið. T.d. ef einhver þyrfti klósett og opnaði hurðina…þá myndi hann mæta slöngunni þar ásamt hennar stórhættulega augnaráði.

Það sem bendir til þessa kom fram þegar Umbridge komst að leynifélagi Harrys og vina hans í 5.bókinni og þau flúðu úr þarfaherberginu þegar Umbridge og Slytherin nemendurnir voru á eftir þeim. Hermione gleymdi skjalinu þar sem nöfn allra meðlima leynifélagsins voru rituð í þarfaherberginu og einhver (að öllum líkindum Malfoy) fór svo inn og sótti í skjalið.

Einnig þurfti slangan að geta komist um skólann óséð og þurfti til þess pípulagnirnar sem hún gat nálgast á þessu ónotaða klósetti.


Ég vona að þetta hafi svarað spurningu þinni. ;)