The Godfather Einhver dáðasta kvikmynd allra tíma, The Godfather. Meistaverk Francis Ford Coppola er talin vera ein besta kvikmynda sögunnar að mati flestra gagnrýnenda. Margar frægustu setningar kvikmyndasögunnar eru eimmitt komnar úr Godfather. Ekki er hún aðeins ótrúlega vel gerð í alla staði, heldur er þvílíkur stjörnuleikur hjá hverjum leikara en þó sérstaklega þeim Marlon Brando og Al Pacino. Handritið bakvið myndina er skrifað af Francis Ford Coppola ásamt hjálp frá Mario Puzo sem var sjálfur tengdur við Mafíuna, en hann vildi aðeins skrifa handritið ef orðið ‘Mafia’ yrði aldrei notað í myndinni.

Söguna ættu flestir að kunna. Vito Antonio Corleone (Marlon Brando) er höfuðið í Corleone fjölskyldunni sem er stærsta glæpafjölskyldan í New York. Vito Corleone er ótrúlega virtur maður af þeim sem hann þekkja og getur hann tosað í hvaða strengi sem er til að fá hvað sem er fyrir hvern sem er. En þegar glæponi að nafni Sollozzo fær stuðning annarra glæpafjölskyldna til ætla selja eiturlyf útum alla New York þá er Corleone ofboðið. Hann hatar eiturlyf og allt sem tengist þeim, fyrir hann er nóg að hafa fjárhættuspil og aðrar þjónustur í gangi. Hann hafnar þessu tilboði. Sollozzo er ekki ánægður með það, þannig að hann lætur taka Vito Corleone af lífi. Eftir það lætur hann ræna ráðgjafa Don Vito’s (Robert Duvall) og skipar honum að sannfæra son Don Vito’s, Michael Corleone (Al Pacino), að styðja sig við þessi viðskipti. En ekki fer allt á réttan veg þegar Sollozzo uppgvötar að Don Vito er ennþá lifandi.

Michael Corleone var í upphafi myndarinnar aðeins saklausi sonur Don Vito’s sem var nýkominn heim úr stríðinu og vildi ekkert með fjölskylduviðskiptin hafa. En í kjölfar árásinnar á föður sinn fer sú áætlun á allt annan veg. Santino ‘Sonny’ Corleone er bróðir Michaels en er allt öðruvísi heldur en Michael. Sonny er mjög æstur maður sem vill helst æða áfram og drepa alla aðra í öðrum glæpafjölskyldum. En honum þykir ótrúlega vænt um fjölskylduna sína, það kemur vel í ljós þegar hann ræðst á Carlo, eiginmann systur sinnar, fyrir að lemja hana. Þess má geta að James Caan (Sonny) braut eitt rifbein í Carlo meðan því atriði stóð.

En hvað er svona betra við Godfather frekar en aðrar glæpamyndir? Það er fyrst og fremst handritið sem er skrifað af tveimur fagmönnum og annar þeirra hefur reynslu af þessu. Marlon Brando sýnir krafta sína í leiklistinni í þessari mynd. Al Pacino er líka stórkostlegur sem Michael. Magnaður leikur sem fær mann til að skjálfa, þá sérstaklega í seinni myndinni, Godfather II. James Caan er með betri leikurum sinnar kynslóðar og er einnig frábær hérna. Robert Duvall er líka einstakur í sínu hlutverki sem ráðgjafinn, einn nánasti fjölskyldumeðlimur en þó ekki.

Allir leikararnir smellpassa í hlutverkin sín, ég gæti ekki ímyndað mér betri Sonny heldur en James Caan. Robert de Niro sótti um hlutverkin sem Sonny og Michael. Francis fannst hann ekki vera þessi Sonny sem hann var að leita af og var búið að ráða Al Pacino sem Michael. Til þess að fá Pacino til að leika í Godfather þurfti Francis að redda ýmsu. Pacino var búinn að skuldbinda sig til að leika í ‘Bang the Drums Slowly’ en fékk að losna úr henni til að leika í Godfather, í staðinn kom ungur maður (Robert de Niro) og tók við af honum. En það kostaði það að de Niro missti sitt litla hlutverk í Godfather, hann átti að vera þessi Paulie Gatto. Í staðinn lét Francis De Niro fá hlutverkið sem Vito Corleone á yngri árum í The Godfather II. Ég er viss um að De Niro sjái ekki eftir þessu.

Marlon Brando. Þessi maður er goðsögn í kvikmyndaheiminum og enginn venjulegur leikari. Litlu munaði að hann fengi ekki að leika Don Vito. Framleiðendur Paramount voru hreint ekki ánægðir með að Francis hafi ráðið Marlon í myndina. Ástæða þess var að síðasta mynd Brandos, Munity on the Bounty, fékk lélega aðsókn og slæma dóma, þá sérstaklega útaf honum Brando. Coppola var á brúninni með að verða rekinn en svo á síðustu stundu var hann tekinn í samþykkt af einum framleiðandanum. Orðrómur gekk um að hann neitaði að leika í Godfather ef hann Burt Reynolds yrði ráðinn sem Michael Corleone. Brando fannst Reynolds vera of mikill sjónvarpsleikari til að vinna með. Hver man ekki eftir kinnunum á Don Vito í Godfather? Þungar og lafandi rétt eins og á bolabíti. Þetta var eimmitt hugmynd Brando’s, hann vildi gera Vito svona. Þannig að hann fyllti kinnarnar af bómulli fyrir prufurnar. En fyrir alvöru tökurnar þá lét hann tannlækna fylla. Pacino var einu sinni með svona í myndinni, þegar kjálkinn á honum var bólginn eftir kjaftshögg. Brando þótti svo mikill að Lenny Montana (Luca Brasi) var alveg að fara á taugum í fyrsta atriðinum með Brando. Þar sem þið sjáið hann í myndnni vera að æfa texta, það er í alvöru. Brando þótti þetta skemmtilegt og notfærði sér það í lokatökunum. Fyrst að ég minntist á að Marlon Brando væri enginn venjulegur leikari þá er hér eitt gott dæmi, Brando lærði nánast aldrei línurnar sínar utan að, heldur las hann þær aðalega bara af spjöldum sem voru bakvið myndavélarnar.

The Godfather fékk ótrúlega góður viðtökur og varð ein söluhæsta mynd allra tíma. Hún var tilnefnd til 9 Óskarsverðlauna og vann hún þrjú af þeim. Líklega frægasta atvik í sögu Óskarsins var þegar Marlon Brando neitaði að taka við verðlaunum fyrir leik sinn út af þeirri ástæðu að Bandaríkin en þó sérstaklega Hollywood væru óréttlátir við Indijána í Ameríku. Í staðinn sendi hann Indijánakonu, Sacheen Littlefeather. Seinna komst í ljós að hún var aðeins lítið þekkt leikkona í Kaliforníu. En Godfather fékk annars fyrir utan það óskarinn fyrir Bestu myndina og besta handritið. Þá tók Francis Ford að sér The Conversation, tryllir með Gene Hackman sem fékk mjög góða dóma. Meðal annars heiðruð með Gullpálmanum í Cannes. Hún var einnig tilnefnd sem besta myndin og fyrir besta handritið. Hún vann hvorugt.

Þá næst réðst Coppolla á The Godfather, Part II. Margir eru á því máli að hún sé jafnvel betri en fyrri myndin. En hvað um það, hún er mögnuð og líka eina framhaldið sem hefur unnið Óskarinn sem besta myndin. Godfather, Part II var tilnefnd til 10 Óskarsverðlauna og vann hún 6 af þeim, þ.ám. Robert de Niro fyrir ótrúlegan leik, besti leikstjórinn og besta handritið. Núna fannst Coppola hann vera ósigrandi og hann gæti allt. Þá gerði hann Apocalypse Now. Ein metnaðarfyllsta kvikmynd sögunnar. Þegar hún kom út eftir ótrúlega langan framleiðslutíma fékk hún samt ekki þá dóma sem Francis vonaðist eftir. Hún vann ‘aðeins’ Gullpálmann og tvö Óskarsverðlaun. En með tímanum hefur hún alltaf orðið meiri og meiri klassík og í dag er hún talin besta stríðmynd allra tíma.