Bestu illmennin Eitt það sem verður að vera í öllum spennu- hasarmyndum er góður vondur kall, þá meina ég vel leikinn en ekki góðan. Þið skiljið. Eitt það sem einkenndi tvær fyrstu Die Hard myndirnar var illmennið. Í fyrstu myndinni var illmennið eitt það besta sem ég hef séð en svo aftur á móti það leiðinlegasta í næstu mynd og dró það myndina niður.


Ég ætla hérna að telja upp þau illmenni sem eru mér minnistæð en ekki í neinni sérstakri röð.


Dr. Hannibal Lecter í Silence of the Lambs
- Þarf að segja meira? Besta illmenni sögunnar fyrr og síðar.

Hans Grüber í Die Hard (Alan Rickman)
- Alan Rickman fer með hlutverk þýska hryðjuverkamannsins og gerir myndina mikið betri með sínum frábæra leik.

Sir Edward Lonkshanks í Braveheart
- Patrick McGoohan leikur þennan illræmda konung snilldarlega og fær maður aldrei í myndinni örlitla samúð með manninum.

Hákarlinn í Jaws
- Varð eiginlega að setja ‘þennan’ inn líka.

Jules í Pulp Fiction
- Samuel L. Jackson fer með þetta hlutverk af stakri snilld og stelur senunni gersamlega í myndinni, þó eru margir aðrir sem eru frábærir þarna.

Mildred Ratched í One Flew Over the Cuckoo’s Nest
- Grimmileg hjúkka sem leyfði ekkert í myndinni. Norn í hjúkkubúning.

HAL í 2001: A Space Oddyssey
- Ekki ógnvænlegur, ekki hræðilegur… bara eftirminnilegur.

Stansfield í Léon
- Gary Oldman fer með hlutverk þessara kolrugluðu eiturlyfjalöggu og er eiginlega betri í sínu hlutverki heldur en Léon sjálfur, Jean Réno.

John Doe í Se7en
- Þótt sé aðeins um 20 mínútna framkomu á skjánum nær hann að stela senunni af meistara Morgan Freeman. Kevin Spacey fær sjónvarpið þitt til að skjálfa!

T-1000 í Terminator 2
- Ekkert stoppar hann. Robert Patrick í hlutverki vélmennisins sem fær ekkert stöðvað.

T-800 í Terminator
- Arnold í hlutverki Tortímandans. “Fuck you, asshole” er löngu orðin klassísk.

Sveitavargarnir í Deliverance
- Þeir sem sáu myndina vita hvað ég tala um.

McNeil í Exorcist
- Linda Blair í hlutverki hinnar 12 ára gömlu stelpu sem er andsetin af djöflinum.
Percy í The Green Mile
- Aumingji af verstu gerð. Maður elskar að hata þennan.

Jack í The Shining
- “Here’s Johnny!” bara útaf þessu atriði er hann orðinn minnistæður.


Auðvitað eru fleiri sem maður man ekki eftir, en hvað með ykkur?

Hver eru ykkar eftirminnilegustu illmenni?