Fyrsta Signs gagnrýnin Þessi gagnrýni er þýðing af <a href="http://www.comingsoon.net“>ComingSoon</a> og má finna hana <a href=”http://www.comingsoon.net/reviews/signsb.php">hérna</a>.


Einkun: 9/10

<b>Það sem virkaði:</b>
M. Night Shyamala hefur oft verið kallaður meistari spennumynda þegar kemur að leikstjórn og handritsskriftum. Ef eitthvað er, þá sannar hann það enn betur með Signs. Allt frá tónlistinni, myndatökunni, hljóðbrellunum og handritinu er magnþrungið.

Ég var alla myndina á sætarbrúninni meðan ég sá ráðgátuna leysast. Það sem hræðir þig mest eru þessar hræðilegu “stökk” stundir þegar þú stekkur úr sætinu eftir að tónlistin hefur byggt sig upp og allt í einu kemur hávært hljóð. Allir elska þessar stundir. Signs er full af svona atriðum.

Allir af þessum fjórum persónum í allri myndinni leika sitt hlutverk mjög vel. Flestöll myndin gerist inn í húsinu með stökum ferðum út á akurinn. Mér leið mjög líkt og þegar ég var á Panic Room sem er ekki slæmt!

Báðir barnaleikararnir standa sig vel. Ég er mikill aðdáandi Rory Culkin. Ég held að hann sé mjög hæfileikaríkur ungur leikari og Abigail er svo sæt að hún gæti auðveldlega verið litla systir einhvers.


<b>Það sem virkaði ekki:</b>
Flestallt virkaði en ef ég yrði neyddur til að finna eitthvað til að kvarta um þá hélt ég að akrarnir myndu koma meira fram í myndinni og segja mikið meira um myndina.

Einn hæfileikaríkasti leikari á jarðríki, Joaquin Phoenix, virðist ekki hafa neitt að gera hérna.

Þegar myndin er búin þá eru ýmsar ráðgátur skildar eftir ósvaraðar, en kannski er það þannig sem það átti að vera, það fékk mig allavega til að langa sjá hana aftur.


<b>Niðurstaða:</b>
M. Night Shyamalan hefur fært okkur enn eina frábæra spennumynd sem er bannað að missa af. Og eins og með hinar myndirnar hans, því minna sem þú veist því betur muntu njóta myndarinnar. Ekki einu sinni reyna að koma þér vel fyrir í sætinu því þú verður á brúninni allan tímann.



Ég get ekki sagt annað en ég bíði mjög spenntur eftir þessari mynd!

Signs verður frumsýnd 30. ágúst hérna á Íslandi.