Peter O'Toole fær Heiðursóskarinn Einn mesti leikari allra tíma, sjálfur Peter O’Toole mun hljóta Heiðursverðlaunin þetta árið á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Það var líka kominn tími til, O’Toole hefur verið tilnefndur ekki sjaldnar en sjö sinnum en aldrei hefur hann fengið að fara heim með styttuna.

Frægastur er hann fyrir hlutverk sitt sem T.E. Lawrence í epíska meistaraverkinu ‘Lawrence of Arabia’. Sú mynd færði honum sína fyrstu Óskarstilnefningu.

Þær áttu eftir að fylgja í röðum en aðrar myndir sem hann fékk tilnefningar fyrir voru Becket (1964), The Lion in Winter (1968), Goodbye, Mr. Chips (1969), The Ruling Class (1972), The Stunt Man (1980) og My Favourite Year (1982).

Írinn Peter Seamus O’Toole fæddist 2. apríl, 1932 og er því 70 ára í dag. Hann byrjaði að leika á sviði aðeins 17 ára gamall og 10 árum seinna fór hann yfir á hvíta tjaldið með frumraun sinni, The Savage Innocents (1959).

Þremur árum seinna tryggði hann sér þó frægð sína með ótrúlegum leik í Lawrence of Arabia og átti hann eftir að leika í u.þ.b. 70 myndum eftir það.

“He has appeared in some of the most unforgettable roles in the history of the medium,” sagði forstjóri Akademíunar, Frank Pierson.

“He's seven times been nominated as best actor, which puts him in extremely rarefied air for a performer. The Board of Governors felt it was time for him to hold his own Oscar in his hands.”

Tilnefningar verða tilkynntar 11. febrúar, Óskarinn verður svo afhentur 23. mars, sunnudegi auðvitað.

Fyrir þá sem vita ekki þá verður snillingurinn Steve Martin kynnir kvöldsins en hann hefur verið það sex sinnum og ætti að vera orðinn vanur.