The Terminator Arnold Schwarzenegger og leikstjórinn James Cameron þóttu nú ekki stórir í Hollywood áður en Terminator kom til sögunnar árið 1984. Svokölluð ‘low-budget’ mynd eða mynd sem er gerð með litlum pening og frekar takmörkuð. Upprunalega hugmyndin var seld eiginkonu Jim Cameron’s, Gale Ann á lítinn $1. Kostaði ‘ekki nema’ tæpar $7 milljónir dollara að gera, eða 600 milljónir króna, sem telst mjög lítið. Arnold kom ekki fyrst upp í huga Cameron’s þegar átti að taka Tortímandann sjálfan fyrir, heldur var það enginn annar en ljúflingurinn O.J. Simpson. En framleiðendur héldu að áhorfendur myndu ekki taka O.J. alvarlega, svo saklaus var hann þá.

Arnold átti fyrst að leika hetjuna sjálfa en það var Lance Henrikssen sem átti að leika Tortímandann. Þegar Arnold og Cameron sátu á veitingarstað og ræddu saman um myndina rann það allt í einu upp fyrir Cameron hver ætti að vera Tortímandinn. Cameron vildi nota Arnold sem Tortímandann. En Arnold var ekki alveg sáttur, ‘Nei, nei, þetta er ekki það sem ég vildi gera’ sagði hann. En þá sagði Cameron að hann myndi skapa nýtt illmenni. Ef hann myndi leika hetju, þá yrði það bara vera eins og hver önnur hetja. Tortímandinn, einn langeftirminnilegasti karakter hvíta tjaldsins gerði Arnold að einni stærstu stjörnu Hollywood allra tíma.

Það ættu nú allir að vita söguþráðinn núna en ég ætla samt að fara lauslega yfir hann svo allir fylgi. Árið 2029, eftir kjarnorkustyrjöld ráða vélmenni ríkjum og mannkynið hefur lækkað sig um eitt skref í fæðukeðjunni. Gáfaðar, grimmar, miskunarlausar og samvikulausar vélar ráða öllu og tortíma öllu lífi sem þær sjá. Eina von mannkynsins til að halda lífi og ráðast gegn Vélunum er John Connor. John er sonur Söruh Connor. Árið 2029 er sendur Tortímandinn í mannslíki til ársins 1984 með eitt markmið, drepa Söruh Connor svo hún eignist aldrei John og þar með á mannkynið sér enga von. En Tortímandinn er ekki sá eini sem er sendur, Kyle Reese er sendur til að vernda Söruh frá Tortímandanum. Saman verða Sarah og Kyle að standa gegn Tortímandanum eða mannkynið á sér engar uppreisnarvon.

Hugmyndin að myndinni fékk Cameron meðan hann lá veikur heima í rúminu. Hafði hann þá verið að taka upp sína annari mynd, Piranaha II. Allt plottið kom bara upp í á honum á einni sekúndu. En myndin var ekki tekin á svo stuttum tíma, mánuðir og ár fóru í fínpússanir, tæknibrellur og sviðsmyndir. Ein sviðsmyndin, á Tech-Noir staðnum, það tók margar vikur að byggja hana en tvo tíma fyrir leikarana að rústa henni. Eitt skemmtilegt atvik gerðist þegar smá pása var á tökum myndarinnnar. Arnold skrapp aðeins niður í bæ til að fá sér aðeins að éta í Tortímandabúningnum, í leðurjakkanum, með stálkjálka og sár og öllu. Fólkið varð eiginlega skíthrætt við hann. Segir þá Arnold að það taki meira á að leika vélmenni en manneskju – og það sé mikið erfiðara að fá sæti á veitingarstað.

Eftir að myndin var frumsýnd fékk hún betri móttökur heldur en nokkurn mann hefði þorað að láta sig dreyma um. Hún halaði inn 6x meira heldur en það kostaði að gera hana. En það er nú kannski ekki það mikið, heilar $36 milljónir. En það er samt mjög gott miðað við hvað þetta var álitin lítil mynd á sínum tíma. Hún græddi ekki bara peninga, heldur virðingu meðal kvikmyndaáhugamanna. Terminator er enn þann dag í dag talin ein langbesta Sci-Fi (vísindaskáldsaga) kvikmyndasögunnar. Hún er til dæmis á Topp 200 listanum á IMDb.com, nánar tiltekið í 186. sæti.

Framhald af myndinni var bara spurning um tíma, allir vissu að Terminator 2 myndi koma út. Það var algerlega óhjákvæmilegt. 7 árum seinna sneru nánast allir sömu aðstandendur Terminator aftur í framhaldinu, Terminator 2: Judgment Day. Er T2 þá ein af örfáu framhöldunum sem ná að slá fyrri myndinni við eða jafnvel vera betri en hún. Að mínu mati er T2 miklu betri en Terminator. Það verður líka að taka tilit til þess að þegar Cameron gerði T2 var hann orðinn stórlax í Hollywood, hann fékk mikinn pening þegar hann gerði mynd enda er hann ein mesta eyðslukló og einn mesti fullkomnunarsinni kvikmyndasögunnar, frábær blanda.

Tveimur árum seinna kom Cameron með framhaldið af Alien, Aliens. Ekki var það nein B-mynd. Þremur árum seinna, árið 1989 kom The Abyss. Mynd sem olli byltingu varðandi tæknibrellur og átti eftir að eiga stóran hluta við gerð T-1000 í T2. Svo árið 1991 kom Terminator 2 og varð ein stærsta og vinsælasta mynd allra tíma. Árið 1994 ákváðu Arnold og James að sameinasta í þriðja sinn og gera enn eina hasarmyndina, True Lies. Pottþéttur pakki fullur af spennu, hasar og gríni. Þeir Arnold og Cameron geta ekki klikkað þegar kemur að hasarmynd. En þremur árum seinna kom stærsta mynd Hollywood. Stærsta mynd sögunnar. Titanic. Hvað á maður að segja um Titanic? Ég hef ekki hugmynd þannig að ég sleppi því bara. True Lies 2 er næst á dagskrá hjá Cameron. Það eina sem er vitað um hana er að dóttir Arnie’s í myndinni, Dana Tasker mun bætast í hópinn með þeim hjónum varðandi njósnir.

Svona rétt í lokin langar mig að minnast á ‘Fuck you, Asshole’ atriðið á skítahótelinu sem Tortímandinn var á. Hrein snilld.

Terminator fær ***½