Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

The Blast (8 álit)

í Myndasögur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þetta er karakter sem ég hannaði teiknaði og litaði… Hann heitir Curt Connors og er kallaður The Blast. Saga hans er þannig að Pabbi hans var uppfinningamaður sem fann upp allskyns skemmtilega hluti og mamma hans var svo liberal hippa gella sem lét manninn sinn lofa sér að finna aldrei upp vopn. Þegar Curt var lítill gaf pabbi hans honum prototype af belti sem gat varpað orkuskildi í kringum þann sem var með það á sér. Hann gaf honum það eftir að Curt hafði slasað sig við að detta fram af...

Green Lantern - Rebirth (8 álit)

í Myndasögur fyrir 18 árum, 5 mánuðum
*****SPOILER***** Ég var að klára að lesa seríuna Green Lantern - Rebirth og finnst mér hún nokkuð skemmtileg. Ég ætla að byrja á því að útskýra hvað Green Lantern er fyrir þá sem vita minn um málið. Green Lanterns eru Menn og Konur sem koma hvað að úr alheiminum og bera hring sem kallast hinu einfalda nafni, “Power Ring”. Þessir hringir gefa þessum Green lanterns mátt til þess að gera nánast hvað sem er og er kraftur hans byggður á hugmyndaflugi og viljastyrk þess sem að ber hann. Það hafa...

The Dark knight Returns (4 álit)

í Myndasögur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Jæja var að kaupa mér þessa bók eftir meistara Frank Miller en þetta er eins og margir giskuðu á um Batman eða Leðurblökumanninn. Þessi saga á sér stað í nálægri framtíð þar sem Batman er lagstur í helgan stein ásamt öllum hinum ofurhetjunum og lifir bara sem Bruce wayne. En glæpir eiga sér ennþá stað og eru við það að heltaka Gotham. Þannig að Bruce ákveður að taka til hendinni og verða aftur að Batman, og fær sér til liðs nýjann Robin sem að heitir Caroline Keene Kelley eða Carrie. Nokkrir...

Bústaður í myrkri... partur 1. (6 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég get ekki sofnað þannig að ég ætla að skrifa eitthvað hingað inn í fyrsta sinn… *bíbíbíbíbíbíbí* Hann stendur upp. *bíbíbíbíbíbíbí* hann lemur á vekjaraklukkuna. *bíbíbíbank….* hann klæðir sig í fötin, rifnar gallabuxur og System of a Down bol, og setur á sig gleraugun. Hann lítur í spegilinn og greiðir þykkt hárið frá hvítu andlitinu. Hann er 15 ára, með hárlit sem er oftast kallaður “einhvernveginn brúnt” Hann heitir Margeir. Margeir labbar niður bratta og mjóa stigann frá herberginu...

System of a down - Mezmerize (55 álit)

í Rokk fyrir 18 árum, 11 mánuðum
þessi flenginýji diskur frá system of a down er geðveikur hann er alveg frábær frá upphafi til enda! Þetta er ekki tónlistargagngrýni eða lagalýsing samin af tónlistarséní, heldur er þetta samið af litlum nörd sem veit ekkert um hvað hann talar, nema það að þetta er geðveikt góður diskur. hann er ellefu lög sem er allt í allt 36 min og 50sek. Mörgum finnst þetta lítið en gleymið ekki að næsti diskur, Hypnotize kemur í nóvember að ég held. En diskurinn samanstendur af eftirfarandi lögum:...

Menningarbyltingin í Kína (20 álit)

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hin mikla menningarbylting í lýðveldi fólksins í Kína var byltingarkennd uppreisn sem samanstóð af Kínverskum nemendum og vinnufólki gegn möppudýrunum (bureaucrats) úr Kínverku kommúnistastjórninni. Formaður kommúnistastjórnarinnar, Mao Zedong, byrjaði þessa byltingu til að halda uppi maoisma(marx-leninismi) sem aðal hugmyndafræði í Kína og til að útrýma stjórnarandstöðunni. Á milli 1966 og 1976 hvatti Mao byltingarnefndir til að taka völdin af kommúnistastjórninni með Rauðu Varðliðunum, sem...

Maximilien François Marie Isidore de Robespierre (10 álit)

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 1 mánuði
Maximilien François Marie Isidore de Robespierre (6. maí, 1758 - 28. júlí 1794) Maximilien Robespierre fæddist í Arras í Frakklandi og lærði lögfræði í Arras og í París. Og sem lögfræðingur í heimaborg sinni var hann þekktur fyrir færni sína og heiðarleika. Hann hætti sem dómari frekar en að dæma mann til dauða, og reyndi að láta afnema dauðarefsingar. Hann var mikill aðdáandi heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau. Þegar franska byltingin hófst sá hann tækifæri til að koma á fót hinu kjörna...

Jacques René Hébert (4 álit)

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 1 mánuði
Jacques René Hébert (15. nóvember, 1757 - 24. mars, 1794) Jacques René Hébert var ritstjóri á hinu mjög svo róttæka dagblaði Le Pére Duchesne í frönsku byltingunni. Fylgismenn hans eru venjulega þekktir upp á ensku sem “Hébertists” eða eins og við myndum sennilega segja á íslensku, “hébertistar”. Hann hafði mest áhrif með greinum sínum sem birtust í Le Pére Duchesne á árunum 1790 til 1794. Þessar greinar, þó svo að hafa verið nokkuð snjallar, voru ofbeldisfullar og ósiðlegar, og fullar af...

Squee's Wonderful big giant book af unspeakable horrors (8 álit)

í Myndasögur fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Squee's Wonderful big giant book af unspeakable horrors er nafnið á myndasögu sem ég keypti mér um dagin í hinni ágætu búð, Nexus. Þetta er bók um litlann strák semn heitir Todd en er oftast kallaður Squee, vegna þess að hann gefur alltaf frá sér svona “Squeeeeeee” hljóð þegar hann er hræddur. Sem er nánast alltaf. Þessi bók er eftir minn uppáhalds myndasöguhöfund, Jhonen Vasquez, og er eitt af hans meistaraverkum og var tilnefnt til “Will Eisner Comic Industry awards” sem er svona...

Final Fantasy (24 álit)

í Final Fantasy fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Mér langar að deila með ykkur lítilli sögu um uppruna Final Fantasy seríanna og segja ykkur hvaðan nafnið kemur, ásamt öðrum skemmtilegum staðreyndum. Ég er nú þegar búinn að stroka þetta óvart út einu sinni og því verður þetta ekki löng frásögn. Hironubu Sakaguchi var maður sem vann í tölvuleikja bransanum. Hann var kominn með leið á endalausum endurtekningum í leikjum og var um það bil að fara að hætta, og gerast fiskimaður eða eittthvað þvíumlíkt. En áður en hann myndi hætta varð hann að...

Kuja (21 álit)

í Final Fantasy fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Fortíð: Rúmlega 24 árum áður enn leikurinn gerist var galdramaður að nafni Garland að gera áætlanir um að eyða út öllum sálum á plánetunni Gaia, og setja í staðinn sálir fólksins af plánetunni Terra. En til að rjúfa hringrás sálanna á Gaia þurfti hann stríð, stjórnleysi, og dauða. Garland réði yfir tækninni til að gera svokölluð Genome sem voru verur með enga sál, engann tilgang nema þann eina að vera hýsill fyrir aðrar sálir. En ekki allir. Hann skapaði tvo Genome sem hann gaf sálir og...

Jhonny the Homicidal Maniac (12 álit)

í Myndasögur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég ætla að skrifa hérna aðeins um uppáhalds myndasöguna mína, nei bókina, nei hlutinn minn í heiminum :D í fyrra skrapp ég til reykjavíkur með fjölskyldu minni til þess að versla, þá hafði ég nýlega fengið myndasögusýki af því að lesa preacher seríuna og ákvað því að koma við í hinni umtöluðu búð, Nexus. Þegar ég kom þangað inn þá var ég agndofa… það var svo mikið af myndasögum og ég var bara með tvo-þrjá þúsundkalla… en ég leitaði og leitaði að einhverju sniðugu og skoðaði allt frá Hellboy...

Vivi Ornitier. (30 álit)

í Final Fantasy fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Vivi: Eftir hugmynd INGITHOR ætla ég að skrifa grein um uppáhalds Final Fantasy karakterinn minn. Hann er Black Mage, og heitir Vivi Ornitier. Vivi er níu ára gamall, og ólst upp að mestu hjá Quale að nafni Qu í helli rétt hjá Treno en reyndar grunar flesta að hann hafi frekar ætlað að borða hann heldur en ala hann upp:P Þegar “afi” hans deyr, þá ákveður Vivi að fara út í heiminn í leit að svörum um hver hann sé og hvar hann hafi fæðst, en hann man ekkert um æsku sína eða foreldra....

Jhonen Vasquez : Happy Noodle Boy (6 álit)

í Myndasögur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Núna er þetta í þriðja skiptið sem ég skrifa þetta vegna heimska back-takkans á músinni minni grrrr! Þannig að ég hef þetta stutt. Ég veit vel að það er ógrynnni að greinum um Jhonen Vasquez og hans verk á þessu áhugamáli. En samt sem áður hefur einn frábær karakter allltaf gleymst í umfjöllun á hans efni. Ég keypti mér Jhonny The Homicidal Maniac: Director´s Cut um daginn og tók þá eftir þessum snilldar karakter sem heitir Happy Noddle Boy og er aðalpersónan í myndasögu sem Jhonny C, A.K.A...

Hnakkar á hnakka ofan (12 álit)

í Final Fantasy fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég vill byrja á því að segja að þessi grein getur orðið löng vegna þess hve alvarlegt vandamálið er, annað sem ég vildi koma á framfæri er beiðni um að varúðarstigið á áhugamálinu sé hækkað úr gulu í appelsínugult, jafnvel rautt vegna þessa vandamáls. Nú þegar þessi formáli er búinn, hér er greinin. Hnakkar á hnakka ofan. Núna um daginn var ég að skoða ýmsar greinar og myndir hér á litla áhugamálinu okkar, sem er bara að standa sig ágætlega þrátt fyrir skort á umfjöllunarefni og rakst þá á...

Nobuo rokkar FF tónlist!! (23 álit)

í Final Fantasy fyrir 20 árum
Eins og flestir aðrir Final Fantasy áhugamenn finnst okkur tónlistin í leikjunum framúrskarandi. Nobuo Uematsu hefur alltaf composað tónlistina í leikjunum, að ég held (nema þessum nýja X-2) og staðið sig ótrúlega vel. en 19 febrúar gekk hann lengra og hann og hljómsveitin sem hann er í sem heitir “The Black Mages” geisladisk þar sem þeir hafa rokkað tónlistina í Final Fantasy leikjaröðinni. tónlistin á disknum er úr mörgum mismunandi Final Fantasy leikjum og lagalistinn er eftirfarandi: The...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok