Þetta er karakter sem ég hannaði teiknaði og litaði… Hann heitir Curt Connors og er kallaður The Blast. Saga hans er þannig að Pabbi hans var uppfinningamaður sem fann upp allskyns skemmtilega hluti og mamma hans var svo liberal hippa gella sem lét manninn sinn lofa sér að finna aldrei upp vopn. Þegar Curt var lítill gaf pabbi hans honum prototype af belti sem gat varpað orkuskildi í kringum þann sem var með það á sér. Hann gaf honum það eftir að Curt hafði slasað sig við að detta fram af húsþaki þegar hann var 8 ára.
Síðan nokkrum árum seinna þegar Curt var 14 ára þá voru hann og mamma hans að halda surprise afmælisveislu handa pabba hans sem hafði orðið mjög fjarlægur seinastliðin ár og var alltaf meira og meira á rannsóknarstofunni og hafði ekki komið heim dögum saman.
Þau ákváðu síðan að fara og heimsækja hann á rannsóknarstofuna til að óska honum til hamingju með afmælið þegar hann mætti ekki í veisluna. Þegar þau komu á rannsóknarstofuna heyrðu þau hann muldra eitthvað við sjálfann sig og komu að honum þar sem hann var að vinna í einvherri skringilegri byssu sem var tengd í risavaxinn power generator.

Þegar hann tók eftir þeim varð hann brjálaður. Hann var sveittur og órakaður með brjálæðislegann glampa í augunum. Konan hans fór að rífast við hann og hann brjálaðist og efitr rifrildið miðaði hann byssunni á hana og skaut og það koma appelsínugulur geisli og brenndi hana þangað til ekkert varð eftir nema beina grindin, Curt sem hafði verið byrjaður að gráta vegna rifrildisins var frosinn og starði á beinagrind móður sinnar og ætlaði að ráðast á pabba sinn sem skaut aftur úr byssunni í áttina að honum en hitti bara hendina sem brann af honum.
Pabbi hans miðaði aftur en Curt náði rétt svo að kveikja á varnarbeltinu sínu góða áður en skotið hljóp af og endurspeglaðist það síðan og í furðulega power generatorinn. Þegar hann rankaði við sér var lítið sem ekkert eftir af rannsóknarstofunni og hann glóði allur appelsínugulum glóa. Augun í honum voru orðin svört með hvítri miðju og hárið á honum hafði litast hvítt.
Hann leit í kringum sig og sá að allt var í rústi nema byssan. Hann tók hana og ætlaði að farga henni en síðan ákvað hann að geyma hana. Nokkrum árum seinna uppgvötvaði hann með aðstoð frá vísindamanni að taugakerfi hans var hlaðið með skringilegum rafeindum síðan úr sprengingunni.
Þessi skrítni orka var sama orkan og hafði powerað byssuna sem pabbi hans smíðaði. Með því að búa til sérstakann bakpoka sem var tengdur með nokkrum nálum inní mænuna á honum náðu þeir að leiða orkuna í byssuna sem þeir festu síðan á aflimaðann handlegg Curts. Þá gat hann notað byssuna sem hafði verið gagnslaus hingað til.

Kraftar hans eru:

Byssan sem getur skotið á stillanlegum krafti frá því að rota einvhern uppí að breyta honum í duft.

Beltið sem gefur honum skjöld sem skýlir honum gegn flest öllu. Hann getur ekki skotið úr byssunni meðan að skjöldurinn er uppi.

Seinna kemst hann að því að hann getur flogið með hjálp rafeindanna sem líkami hans er hlaðinn af.

Fleiri kraftar gætu komið í ljós… aldrei að vita…. ;P

Mynd kemur inn í myndadálkinn með þessu… langar ekki að senda mynd með greininni því þær eru svo litlar…