Ég get ekki sofnað þannig að ég ætla að skrifa eitthvað hingað inn í fyrsta sinn…



*bíbíbíbíbíbíbí*
Hann stendur upp.
*bíbíbíbíbíbíbí*
hann lemur á vekjaraklukkuna.
*bíbíbíbank….*
hann klæðir sig í fötin, rifnar gallabuxur og System of a Down bol, og setur á sig gleraugun. Hann lítur í spegilinn og greiðir þykkt hárið frá hvítu andlitinu. Hann er 15 ára, með hárlit sem er oftast kallaður “einhvernveginn brúnt”
Hann heitir Margeir.

Margeir labbar niður bratta og mjóa stigann frá herberginu sínu og niður á gólf.
það er um þrjá valkosti að ræða, forstofan sem er skítug og lítil með vel röðuðum pörum af kvenmannsskóm og einu pari af strigaskóm. Svo er stofan þar sem mamma hans situr og horfir á Ísland í bítið. Þriðji seinasti og langskemmtilegasti kosturinn er Eldhúsið. Þar bíður hans ristað brauð og corn flakes. Hann drífur sig að borða og fer út. Hann labbar að húsi sem er mun ríkmannslegra en hans og
er með rólu í garðinum og flottann Pajero í innkeyrslunni. Hann stendur og bíður þangað til að Hlynur vinur hans kemur út til þess að vera samferða honum í skólann. Þegar þeir koma í skólan eru þar fyrir fullt af krökkum sem eru allir hressari og glaðlegri en þeir.
Þeir fara og setjast niður í sófann og bíða þangað til að fyrsti tíminn byrjar. Kennarinn Hlyns kemur á undan og hleypir hans bekk inn. Stuttu seinna er Margeir hleypt inn. Það er Landafræðitími, leiðinlegasti tíminn.
Kennarinn, sem heitir Bjarni, las upp glósur og allir fylgdust áhugasamir með. Margeir greindi ekki einu sinni hvað hann var að segja hann var svo áhugalítill, og hann lagðist með höfuðið á hendina á sér og byrjaði að hugsa. Allt í einu vaknaði hann heima hjá sér og stóð upp, mjög hissa á því að hann skyldi allt í einu vera þar. Hann labbar niður og sér pabba sinn standa þar. Pabbi hans lítur á hann og segir “Mamma þín ætlar að skutla þér í skólann í dag, ég þarf að fara og kíkja uppí bústað og gá hvernig það gengur að rífa…” síðan snýr pabbi hans sér við og gengur út. Hann öskrar á efir honum, “Ekki fara pabbi! bíddu, ekki fara!” en Pabbi hans virðist ekki taka eftir honum og gengur burt. Hann reynir að elta hann en það er eins og eitthvað togi í hann og aftri honum frá því að hreyfast. Allt byrjar að dökkna og verða myrkara í kringum hann og allt í einu heyrir han háann skell og hendurnar á honum brenna. Hann opnar eyrun og heyrir hlátur. Hann opnar augun og sér Bjarna kennara standa yfir sér með gamalt útvarpsloftnet á lofti. Hann opnar munninn og segir, “Ertu eitthvað vangefinn eða?”



kannski held ég áfram seinna, annars er netsambandið takmarkað þannig að maður sér bara til… allavegana to be continued and concluded