Jhonen Vasquez : Happy Noodle Boy Núna er þetta í þriðja skiptið sem ég skrifa þetta vegna heimska back-takkans á músinni minni grrrr! Þannig að ég hef þetta stutt.
Ég veit vel að það er ógrynnni að greinum um Jhonen Vasquez og hans verk á þessu áhugamáli. En samt sem áður hefur einn frábær karakter allltaf gleymst í umfjöllun á hans efni. Ég keypti mér Jhonny The Homicidal Maniac: Director´s Cut um daginn og tók þá eftir þessum snilldar karakter sem heitir Happy Noddle Boy og er aðalpersónan í myndasögu sem Jhonny C, A.K.A Homicidal Maniac skrifar og teiknar og er eins og nafnið gefur til kynna núðlustrákur. En þó að nafnið segji það er hann ekki “happy” heldur er hann snar-geðsjúkur og stendur oftast á stórum trékassa í garðinum og öskrar einhverja vitleysu eins og “Join me and rise against the mind reading toenails!!! They know!!! They know!!! Gimme that peanut-flavoured taco or i´ll steal your rocket driven moose!!! No not the street, no i won´t mow the fucking lawn!!! Garg!!! i say GARG!!!” eða eitthvað álíka gáfað en er bara einhvernveginn ógeðsleg fyndinn. Þessi myndasaga kemur stundum inn á milli bara allt í einu og drepur mann úr hlátri.
Að lesa þetta er góð leið til þess að skilja akkúrat hversu geðveikur Jhonny er. Allveganna, þessi myndasaga sannar að maður þarf ekki að vera góður teiknari eins og Jhonen Vasquez til vera snillingur, maður getur líka verið lélegur eins og Jhonny C, ef maður er bara snargeggjaður.

———
SIGGIKORN
———