Vivi Ornitier. Vivi:





Eftir hugmynd INGITHOR ætla ég að skrifa grein um uppáhalds Final Fantasy karakterinn minn. Hann er Black Mage, og heitir Vivi Ornitier.
Vivi er níu ára gamall, og ólst upp að mestu hjá Quale að nafni Qu í helli rétt hjá Treno en reyndar grunar flesta að hann hafi frekar ætlað að borða hann heldur en ala hann upp:P Þegar “afi” hans deyr, þá ákveður Vivi að fara út í heiminn í leit að svörum um hver hann sé og hvar hann hafi fæðst, en hann man ekkert um æsku sína eða foreldra.
Einhverntímann á leiðinni hittir hann mann sem selur honum miða á leikrit sem sýna á í stórborginni Alexandria. Þegar kemur að leikritinu kemst Vivi að því að miðarnir sem hann keypti voru falsaðir.
en hann kemst samt sem áður á leikritið með hjálp frá litlum rottustrák sem er í raun prinsinn af eyðimerkurborginni Burmecia.
þeir klifra á þaktoppunum til að sjá leikritið og komast á endanum þrátt fyrir lofthræðslu Vivis.
þegar leikritið byrjar kemur í ljós að þetta eru ekki leikarar heldur hópur af þjófum sem hafa það í huga að ræna prinsessunni Garnet til Alexandros. Þá fer allt í háaloft og allir verðirnir byrja að elta alla og þannig endar Vivi uppá loftskipi þjófanna.
Og heldur hann áfram að ferðast með þeim til að finna svörin sem hann þarf. Og þannig hefst ævintýri hans.
Vivi er mjög hræddur við flest allt og er ekki mjög hugrakkur til að byrja með, en hann á eftir að eiga mjög erfitt. Seinna í sögunni þá er hópurinn að ferðast um og komast niður í neðanjarðar verksmiðju undir litlu smáþorpi sem heitir Dali.
Í þessari verksmiðju er ýmislegt að gerast, egg færast á færiböndum og það úðast yfir þau gufa af einhverjum toga. Og útúr eggjunum koma Black Mages sem kemur hópnum verulega á óvart og þá sérstaklega Vivi sem byrjar að velta því fyrir sér hvort hann hafi kannski líka komið úr verksmiðju, og eigi þar með enga foreldra né æsku eða fortíð. Þau koma sér síðan á flugskip sem stefnir á borgina Lindblum, en sjá svo sér til furðu að öll áhöfnin er samansett af Black Mages.
Þau berjast svo við Black Waltz sem segir að Vivi sé bara sálarlaus dúkka sem hefur engar tilfinningar, alveg eins og allir hinir Black mage-arnir.
en Vivi neitar að trúa þessu og berst á móti honum og endar það í miklum eldglæringum og látum.
en síðan seinna í sögunni er hópurinn að ferðast og fer í Dvergaþorp þar sem þeir sjá Black Mages og elta þá í þorp þeirra. þá kemur í ljós að þeir eru ekki sálarlausir heldur hafa þróað með sér tilfinningar og eru nú komnir saman í þessu þorpi sem heitir einfaldlega, The Black Mage Village. þar finnur hann fleiri sem eru eins og hann og það hressir hann allmikið við og kemur honum aftur á ról, því nú hefur hann loksins fundið einhverskonar fjölskyldu.

Vivi og Zidane hafa mjög náið samband og eru þeir góðir vinir og eru í raun og veru nokkuð líkir þótt maður myndi ekki halda það við fyrstu sýn. Báðir eru af tegund sem virðist ekki eiga að hafa sér neinar tilfinningar og ekki neinn tilgang en hafa báðir náð að verða öðruvísi en þeim var ætlað, og eiga þeir eftir að kenna hvort öðrum margt og mikið, og Vivi kannski eftir að kenna Zidane meira á endanum.
Önnur manneskja sem Vivi á í sérstöku sambandi við er Steiner sem ber ótrúlega virðingu fyrir honum og galdramætti hans og kallar hann alltaf “Master Vivi” og vinna þeir saman í bardaga með hæfileika sem kallast “Sword Magic” eða “Swd.Mag”.
Vivi er mjög hræddur og feiminn í byrjun, en þegar líður á leikinn verður hann hugrakkari og hugrakkari.

Eins og ég nefndi hérna áðan býr Vivi yfir galdramætti og getur notað “Black Magic” eða “Blk.Mag” í bardaga og er mjög sterkur í því. Hann er að mínu mati nauðsynlegasti karakterinn og mæli ég ekki með því að vinna leikinn án hans, því það er líka svo skemmtilegt að nota hann því hann getur lært svo marga skemmtilega galdra(Farið verður betur í þá á eftir)
Hann er ekki líkamlega sterkur og getur ekki lamið fast né er með mjög mikið Hp en samt er það í meðallagi hjá honum og bætir galdramátturinn vel upp fyrir það:
Besti Equipmentinn hans er eftirfarandi:

Weapon: MACE OF ZEUS

Head Gear: CIRCLET

Armor: ROBE OF LORDS

Arm Gear: BRACER

Add-On: PROTECT RING


Eins og ég er búinn að nefna tvisvar áður býr Vivi yfir galdramætti sem hann fær úr stöfum sem finnast á víðavangi og í búðum um allann heim. Eftirfarandi eru galdrarnir sem Vivi getur nota í bardaga:

Black Magic:


Fire
Effect: Veldur eldskaða á eitt eða fleiri skotmörk. MP 6

Fira
Effect: Veldur meiri eldskaða á eitt eða fleiri skotmörk. MP 12

Firaga
Effect: Veldur miklu meiri eldskaða á eitt eða fleiri skotmörk. MP 24

Sleep
Effect: Svæfir eitt eða fleiri skotmörk. MP 10

Blizzard
Effect: Veldur ísskaða á eitt eða fleiri skotmörk MP 6

Blizzara
Effect: Veldur meiri ísskaða á eitt eða fleiri skotmörk MP 12

Blizzaga
Effect: Veldur miklu meiri ísskaða á eitt eða fleiri skotmörk MP 24

Slow
Effect: Hægir á óvininum. MP 6

Thunder
Effect: Veldur eldingarskaða á eitt eða fleiri skotmörk. MP 6

Thundara
Effect: Veldur meiri eldingarskaða á eitt eða fleiri skotmörk. MP 12

Thundaga
Effect: Veldur miklu meiri eldingarskaða á eitt eða fleiri skotmörk. MP 24

Stop
Effect: Stöðvar hreyfingu skotmarksins. MP 8

Poison
Effect: Veldur áframhaldandi eiturskaða. MP 8

Bio
Effect: Veldur skaða og áframhaldandi eiturskaða. MP 18

Osmose
Effect: Drekkur MP frá skotmarki og gefur galdramanni. MP 2

Drain
Effect: Drekkur HP frá skotmarki og gefur galdramanni. MP 14

Demi
Effect: Veldur skaða sem er byggður á HP skotmarksins. MP 18

Comet
Effect: Veldur skaða sem ekki er byggður á Elemental skaða. MP 16

Death
Effect: Drepur skotmarkið. MP 20

Break
Effect: Skotmarkið verður steinrunnið. MP 18

Water
Effect: Veldur vatnsskaða á skotmarkið. MP 22

Meteor
Effect: Veldur skaða sem ekki er byggður á Elemental skaða. MP 42

Flare
Effect: Veldur skaða sem ekki er byggður á Elemental skaða. MP 40

Doomsday
Effect: Veldur óheilugum skaða á skotmarkið og liðsheildina. MP 72

Hér í endann má geta að Galdurinn “Doomsday” veldur skaða á allt sjáanlegt á skjánum, en ef þú setur á meðlimi liðsins hluti sem “drain-a” óheilagan skað þá getur það orðið öflugasti galdurinn í leiknum með því að lækna þína menn og veita óvininum 9,999 skaða.