Jæja var að kaupa mér þessa bók eftir meistara Frank Miller en þetta er eins og margir giskuðu á um Batman eða Leðurblökumanninn.
Þessi saga á sér stað í nálægri framtíð þar sem Batman er lagstur í helgan stein ásamt öllum hinum ofurhetjunum og lifir bara sem Bruce wayne. En glæpir eiga sér ennþá stað og eru við það að heltaka Gotham. Þannig að Bruce ákveður að taka til hendinni og verða aftur að Batman, og fær sér til liðs nýjann Robin sem að heitir Caroline Keene Kelley eða Carrie. Nokkrir af gömlum óvinum Batmans koma síðan líka í ljós aftur og þar má nefna Joker og Two-face. Auk þess eru Oliver Queen a.k.a. The Green Arrow og Superman í gestahlutverkum. Þetta er auðvitað frábær saga og er Batman túlkaður yndislega af meistaranum Frank Miller og er líka meira eins og gamli batman og er t.d. í gamla gráa og svarta búningnum í staðinn fyrir þennann alsvarta sem virðist vera vinsælli og vinsælli.

Einnig keypti ég mér framhaldið af þessari sögu sem heitir The Dark Knight strikes again og gerist hún í enn fjarlægri framtíð þar sem allt er orðið ennþá spilltara og illmennið Lex Luthor stjórnar flest öllu, Batman er talinn dáinn eða horfinn og flestar gömlu ofurhetjurnar eru orðnar að hálfgerðum goðsögnum. Hér ákveður Batman að enn og aftur sé kominn tími til að taka til hendinni og eru í þessu blaði margir DC kappar í gestahlutverkum og má þar á meðal nefna

Wonder Woman

Green Arrow (Oliver Queen)

Superman (Clark Kent) doh…

Supergirl (Lara)

The Question (Victor Sage)

Martian manhunter (John Jones)

The Flash (Barry Allen)

The Green Lantern (Hal Jordan)

og fleiri skemmtilegir karakterar eins og Captain Marvel,Thanagarian Hawkfolk.
Þessi saga er meira teiknuð eins og Sin City og er lituð alveg geggjað töff af litaranum Lynn Varley.

Ég bara mæli eindregið með þessum bókum.