Menningarbyltingin í Kína Hin mikla menningarbylting í lýðveldi fólksins í Kína var byltingarkennd uppreisn sem samanstóð af Kínverskum nemendum og vinnufólki gegn möppudýrunum (bureaucrats) úr Kínverku kommúnistastjórninni.

Formaður kommúnistastjórnarinnar, Mao Zedong, byrjaði þessa byltingu til að halda uppi maoisma(marx-leninismi) sem aðal hugmyndafræði í Kína og til að útrýma stjórnarandstöðunni.

Á milli 1966 og 1976 hvatti Mao byltingarnefndir til að taka völdin af kommúnistastjórninni með Rauðu Varðliðunum, sem voru nemendur og vinnufólk.

Aðdragandi

Árið 1957, eftir fyrstu 5 ára áætlunina (áætlanir til að auka framleiðslu) reyndi Mao að reyna að fá fram aukningu í alvöru sósíalisma í Kína (á móts við einvaldssinnaðs sósíalisma) til að fá fram þessu takmarki, byrjaði Mao á “Hinu mikla stökki fram á við”. Því var ætlað að tvöfalda framleiðslu stáls og til að hækka landbúnaðarframleiðslu.

Hins vegar varð stökkið að algeru stórslysi. 1958 varð mjög gott veður ár og hefði getað verið gott landbúnaðar ár. en þar sem allir bændurnir voru að vinna að stálframleiðslu, fór mikið af uppskerunni til spillis. Iðnaður fór í vaskinn vegna þess að bændur framleiddu ekkert nema stál, einnig voru bændurnir ekki nógu vel búnir eða þjálfaðir í að framleiða stál, mest af því að þeir voru að treysta á vélbúnað eins og heimilisofna. Á meðan voru öll verkfæri eins og hrífur og ljáir bræddir niður í stál, sem gerði landbúnað ómögulegan.

Þetta leiddi til þess að allar vörur voru takmarkaður nema stál. Til að gera allt ennþá verra þá báðu yfirvöld alltaf um fáránlega háar framleiðslutölur.

Eftir að vera varla búinn að jafna sig eftir áratuga löng stríð, var kínverski efnahagurinn á leið í rúst. Stálframleiðsla sýndi reyndar framför, og voru framleidd 14 milljónir tonna af stáli á ári, en aðeins 5.2 milljónir áður fyrir, þó svo að upphaflega takmarkið hafi verið 30 milljónir. Hins vegar var mikið af stálinu óhreint og gagnslaust.

Á fundi árið 1959 gagngrýndi Peng Dehuai stefnur Mao's í einkabréfi sem hann sendi honum. Peng skrifaði að stökkið myndi þjást af vanstjórn og ofmennskubrjálæði. Mao gerði bandalag með Liu Shaoqi og Deng Xiaoping, og gaf þeim takmarkaða stjórn yfir landinu gegn því skilyrði að þeir myndu ásaka hann um að vera hægrisinnaðan.
Í Kína voru árin 1960 - 1963 þekkt sem “Þrjú ár af náttúruhörmungum” skortur var á mat og öll framleiðsla var í lægð. Við endann á þessu tímabili höfðu u.þ.b. 20 milljónir manna dáið úr útbreiðslu farsótta. Liu Shaoqi og Deng Xiaoping ákváðu að enda mikið af stefnunum sem voru notaðar í Stökkinu. Liu og Deng ætluð sér að taka völd af Mao og gera hann að sýningargrip. Til að reyna að bjarga sér og reyna að leiðrétta mistök sín, án þess þó að viðurkenna þau, byrjaði hann Félagsmenntunarstefnuna árið 1963. Þessari stefnu var beint að kínverskum barnaskólanemendum, en hafði engin áhrif á kínverska pólitík til að byrja með, en hafði áhrif á heila kynslóð af börnum sem Mao gat treyst á fyrir stuðning í framtíðinni. Tilgangurinn með þessari stefnu var að hreinsa pólítík efnahag og hugsjónir í Kína. Stefnunni var beint gegn Liu og Deng.

29. maí, 1966, var fyrsti flokkurinn af Rauðu Varðliðunum til.

1. júní, 1966, setti people's daily, hið opinbera blað CCP, fram þá fullyrðingu að allir Imperialistar þyrftu að vera hreinsaðir burt.
Brátt byrjaði hreyfing sem stefndi að því að hreinsa burt háskólastjóra og aðra lofandi gáfumenn. 28. júlí, 1966, sendu Rauðu varðliðarnir Mao formlegt bréf sem sagði að allar hreinsanir og allt þeim tengt væri fullkomlega réttlátt. Þannig byrjaði Menningarbyltingin.

Atburðarrás

1. ágúst, 1966, var sett fram frumvarp. Þetta frumvarp sagði að ríkisstjórn Kína væri nú tilbúin að styðja hreinsun á imperialistum og gáfufólki. Mest af þessum hreinsunum áttu að vera framkvæmdar af Rauðu varðliðunum Mao's.

16. ágúst, söfnuðust milljónir Rauðra Varðliða frá öllum endum landsins í Beijing til að fá að sjá Mao. Á toppnum á hliðinu á Tiananmen torgi sýndu Mao og Lin biao sig fyrir framan u.þ.b. 11 milljónir Rauða varðliða og fengu hróp og fagnaðarlæti í hvert sinn. Mao hrósaði varðliðunum fyrir hreinsunarverk sín.
Í þrjú ár, þangað til 1969, stækkuðu Rauðu varðliðarnir svæði sín og hröðuðu hreinsunum sínum. Þeir byrjuðu að dreifa bæklingum sem voru fylltir af kommúnistaáróðri, og hengdu upp myndir af eftirlýstum svokölluðum “andbyltingarsinnum”. Þeir hópuðu sig saman og skrifuðu áróðursfull leikrit. Þeir héldu opinberlegar aftökur á “andbyltingarsinnum” og rændu heimili þeirra og pyntuðu, og stundum drápu, ættingja þeirra.
Árið 1966 voru Rauðu Varðliðarnir orðnir aðalvald Kína. Fólk sem var merkt sem “andbyltingarsinnar” voru pyntaðir án réttarhalda. Lög voru brotin eins og ekkert væri, og lögreglan varð úrelt vald.

Brátt gengu Varðliðarnir ennþá lengra og byrjuðu að brenna musteri, kyrkjur og allskyns trúarlegar byggingar. Landið féll í stjórnleysi.
Þeir byrjuðu að brenna fornar listir og muni. Einnig byrjuðu þeir að ásækja munka, nunnur og trúboða. Den Xiaoping og Liu Shaoqi voru líka hreinsaðir.

22. ágúst 1966 gaf Mao út tilkynningu um að lögreglan skyldi ekki skipta sér af hreinsununum og sagði “Þeir í lögreglunni sem dirfast berjast á móti þessari tilkynningu verða stimplaðir sem andbyltingarsinnar.”

Vorið 1968, var byrjað að reyna að gera Mao að guðlíkri veru og uppruna allra lífsnauðsynja. Á meðan byrjað Lin Biao að hækka sig í valdi. Mao hafði misst allt vald yfir landinu og gat ekki stöðvað neitt.

27. júlí var valdinu, sem áður hafði verið tekið af hernum, skilað aftur til hans, og voru hermenn sendir í nokkur af svæðunum sem Rauðu Varðliðarnir réðu yfir.

Ári seinna voru Rauðu varðliðarnir sundurlimaðir; Mao óttaðist að stjórnleysið sem þeir höfðu valdið, og gætu enn valdið, myndi skaða grunn Kínverska Kommúnistaflokksins.
Í desember 1968 byrjaði Mao “Niður Sveitarveginn” stefnuna og byrjaði að senda ungt gáfufólk í sveit og láta þau læra af bóndum og miðstéttarfólki.

Mao leit á þetta sem leið til þess að koma í veg fyrir að fólkið yrði að andstæðingum CCP í framtíðinni. Flest allt voru þetta nýlega útskrifaðir framhaldsskólanemendur og voru ekki vanir svona ótrúlega erfiðri vinnu. mörg dauðsföll vegna vannæringar, yfirvinnu og sjúkdóma, eru tilkynnt.

Eftirfarandi eru punktar um stjórnartíð Lin Biao:

· 1. apríl, 1969, á níunda þingi CCP, var Lin kosinn annar stjórnarmaður Kína, og fékk hann einnig stjórn yfir hernum.
· Lin var gerður opinber eftirmaður Mao's.
· Lin byrjaði að reyna að koma aftur á fót forsetastöðunni, og ætlaði að láta Mao í hana og setjast sjálfur sem varaforseti.
· Mao byrjaði að gruna að Lin væri að sækjast eftir völdum. Ef Lin yrði varaforseti, þá myndi hann hafa alvald eftir fráfall Mao's.
· Þegar Mao neitaði að gefa Lin meira vald, þá varð hann mjög reiður. Til að bæta við það þá voru þáverandi völd hans að fara minnkandi.
· Lin ákvað að nota hervald sitt og reyna að steypa stjórninni.
· Littlu seinna byrjuðu Lin og sonur hans Lin Liguo valdaránið í Shanghai.
· Hann beitti mikið loftárásum og ætlaði sér að sigra þannig.
· Ef þetta myndi takast þá ætlaði hann sér að láta handtaka alla andstæðinga sína og fá þannig valdið sem hann þráði.
· En á næstu dögum voru gerðar ótal manndrápstilraunir á Mao en enginn þeirra tókst. Hann var umkringdur vörðum allann daginn.
· Seinna meir ætlaði Lin að flýja með flugvél til Sóvétríkjanna, en hún hrapaði á leiðinni og allir dóu.
· Hverjar sem ástæðurnar eru fyrir flugslysinu, þá endaði þetta valdaránið og eyðilagði ýmind Lin's í CCP.


Endalok Menningarbyltingarinnar:

Meðan að á stórnartíð “Fjögurra Manna Klíkunnar” stóð, sem samanstóð af Wang Hongwen, Jiang Quing, Yao Wenyuan og Zhang Chunqiao, var Mao lagður inn á spítala 78 ára gamall með alvarleg veikindi.

Rétt fyrir það hafði Zhou Enlai verið lagður inná spítala líka. Hann hafði verið mikið gagngrýndur af “ Fjögurra Manna Klíkunni”.
8. janúar 1976 dó Zhou úr blöðrukrabbameini. Deng Xiaoping hélt ræðu við jarðarförina hans. Í febrúar byrjaði “Fjögurra Manna Klíkan” að gagngrýna þann eina sem var eftir til að andmæla þeim, Deng Xiaoping.

Með leyfi frá Mao var hann lækkaður í stöðu enn og aftur.

En þegar að Mao ætlaði að velja sér eftirmann, þá valdi hann ekki einhvern úr “Fjögurra Manna Klíkunni”, heldur valdi hann hinn óþekkta Hua Guofeng.

5. apríl var samankoma á Tiananmen torgi þar sem fólk kom til að syrgja þá sem höfðu dáið. Einnig var fólk að lýsa yfir reiði gegn “Fjögurra Manna Klíkunni”, og breyttist þessi 2 milljónir manna samkoma í mótmæli gegn þeim. Lögregla var send á svæðið til að sundra hópnum. Þetta var seinna þekkt sem Tiananmen atvikið. “Fjögurra Manna Klíkan” sagði að Deng hefði staðið fyrir þessu.

9. september, 1976 dó Mao Zedong. hann hafði skilið eftir miða til Hua Guofeng sem á stóð “Með þig við stjórn, hvíli ég rólegur” Eftir þetta varð Hua formaður flokksins. Fram að þessu höfðu flestir talið Hua vera lélegan pólitíkus og töldu hann enga ógn við “Fjögurra Manna Klíkuna”.

En undir sterkum áhrifum frá Deng Xioping og hershöfðingjum eins og Ye jianying, og með stuðning hersins fyrirskipaði hann handtöku “Fjögurra Manna Klíkunnar” og lauk þannig byltingunni sem heild.

Mitt mat á byltingunni

Mér finnst mjög erfitt að koma með mitt mat á þessarri byltingu. Þetta er mjög fjarlægt mínum skilningi og mér finnst þetta ein sú mesta geðbilun sem ég hef lesið. Að alvöru manneskjur geti í alvörunni gert eitthvað svona vitlaust er ótrúlegt. Mér finnst eins og ég hafi verið að lesa teiknimyndasögu en ekki sögu í veröldinni sem við búum í. Það sem Mao var að reyna að gera, ef mér skilst rétt, var að hreinsa út gáfað fólk, svo að enginn gæti staðið gegn honum. og einnig er “Stóra stökkið framávið” ein sú vitlausasta hugmynd sem ég hef heyrt lengi, það er greinilegt að Kína stóð á klettabrún áður en þetta stóra stökk var tekið. Efnahagur heillar þjóðar farinn í rúst og 20 milljónir manns dóu, af því að allir voru að reyna að vinna stál sem var svo á endanum lélegt og gagnslaust vegna þess að það var allt unnið að fólki sem vissi ekkert hvað það var að gera, og var ekki með réttu tólin í það.

Í sambandi við spurninguna um hvort að takmörk byltingarinnar hafi náðst, þá held ég að það hefði aldrei verið neinar líkur á að ná takmörkum byltingarinnar þar sem þau voru fáránleg. Það má eiginlega segja að þetta sé vitlausasta, dýrkeyptasta og tilgangslausasta bylting sem hefur einhvern tímann orðið, og ef það er eitthvað hægt að læra af henni þá er það að það eru takmörk fyrir því hvað þú getur ýtt mikið á eina þjóð áður en hún hættir að láta undan, og að svona “byltingar” ganga aldrei upp.