Maximilien François Marie Isidore de Robespierre
(6. maí, 1758 - 28. júlí 1794)

Maximilien Robespierre fæddist í Arras í Frakklandi og lærði lögfræði í Arras og í París. Og sem lögfræðingur í heimaborg sinni var hann þekktur fyrir færni sína og heiðarleika. Hann hætti sem dómari frekar en að dæma mann til dauða, og reyndi að láta afnema dauðarefsingar. Hann var mikill aðdáandi heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau. Þegar franska byltingin hófst sá hann tækifæri til að koma á fót hinu kjörna samfélagi sem Rousseau sá fyrir sér. Árið 1789 varð Robespierre leiðtogi Jacobin klúbbsins. Það var öfgasinnaður hópur sem fóru fram á útlegð eða dauða fyrir aðal og konungssfólk.

Múgur í París réðst á Tuileries höllina árið 1792 og steypti konunginum, Loðvíki XVI, og eiginkonu hans, Maríu Antoinette, af stóli. Robespierre hjálpaði til við að skipuleggja hina nýju byltingarkenndu ríkisstjórn, borgarráðið í París. Með hæfileikum sínum sem ræðumaður, heimtaði hann að konungur og drottning yrðu aflífuð. Hann lýsti því yfir að Loðvík konungur “yrði að deyja ef landið ætti að lifa”.

Ósk hans varð fljótt uppfyllt, því í janúar árið 1793 var konungur tekinn af lífi, og drottning hans tíu mánuðum seinna.

Næsta ár tók Almennings-öryggisnefndin yfir stjórn landsins til að bæla niður uppreisnir konungsfólksins og til að hrinda frá árásum prússnesk-austurrískra innrásarmanna við landamærin.

Stjórn þessi, sem ríkti í þrjú ár, var kölluð Ógnarstjórnin. Robespierre, Georges Danton og Jean Marat voru valdamestu meðlimirnir í þessari stjórn.

Það var þó ekki hægt að kenna einungis Robespierre um öfgar stjórnarinnar. Hann var ekki maður aðgerða. Hann tók ekki mikinn þátt í störfum og aðgerðum stjórnarinnar. En valdaást hans og sjálfselska gerðu það að verkum að margir af aðstoðarmönnum hans hötuðu hann og óttuðust.

27. júlí, 1794, létu óvinir Robespierre handtaka hann. Í ringulreiðinni sem fylgdi tilraun til að frelsa hann, var partur af kjálka hans skotinn af. Næsta dag var hann drepinn í fallexi ásamt 19 fylgismönnum sínum, og stuttu eftir það lauk ´
Ógnarstjórninni.

Þess má get að talið er að um það bil 18.000 til 50.000 hafi verið hálshöggnir meðan að á ógnarstjórninni stóð, en þó eru þetta mjög óvissar og umdeildar tölur.