Final Fantasy Mér langar að deila með ykkur lítilli sögu um uppruna Final Fantasy seríanna og segja ykkur hvaðan nafnið kemur, ásamt öðrum skemmtilegum staðreyndum. Ég er nú þegar búinn að stroka þetta óvart út einu sinni og því verður þetta ekki löng frásögn.

Hironubu Sakaguchi var maður sem vann í tölvuleikja bransanum. Hann var kominn með leið á endalausum endurtekningum í leikjum og var um það bil að fara að hætta, og gerast fiskimaður eða eittthvað þvíumlíkt.
En áður en hann myndi hætta varð hann að gera eitt, hann vildi sanna fyrir öllum, og sjálfum sér þar á meðal, að leikir gætu enn verið öðruvísi og að þeir væru ekki búnir að nota allar mögulegar hugmyndir.
Að sanna það að leikir gætu haldið áfram að breytast var hans seinasti draumur, hans síðasta fantasía.(Final Fantasy)

Svo hann læsti sig af og vann hörðum höndum dag og nótt í leyni að sínu seinasta verkefni, Final Fantasy. Leikur sem var gjörsamlega nýr, ekkert þessu líkt hafði verið gert áður og hann átti eftir að umbylta öllum leikjaheiminum.
og síðan hann kom fyrst út 1987, hefur hver einasti Final Fantasy leikur breytt einhverju , eða komið með eitthvað nýtt, þó það sé í grafík, leikjaspilun, eða vél.
Final Fantasy leikirnir hafa alltaf verið fyrstir til að ganga á nýjar slóðir.
Hironubu hefur sagt að um leið og Final Fantasy leikirnir byrji að endurtaka sig, þá ætli hann að hætta og gerast fiskimaður.

Nú ætla ég að reyna að sýna hvað nýtt hver Final Fantasy leikur hefur komið með.

Final Fantasy I(1987): Kom fyrst með stílinn sjálfan, þarna byrjaði þetta allt.

Final Fantasy II: Er ekki búinn að spila hann mikið, en veit það að þarna var allavena sniðugt kerfi í sambandi við þjálfun á karakterunum þínum, sem virkaði þannig að þeir sem gera mikið defend, fá defence upp og þeir sem gera attack fá strength upp.

Final Fantasy III: Þarna kom hið sniðuga Job-kerfi í fyrsta skiptið.

Final Fantasy IV(1990): Fyrsti leikurinn sem kom í SNES og var hann mun flottari en hinir sjónrænt.

Final Fantasy V
(1992):Job kerfið aftur reyndar, en nú mun stærra og umfangsmeira, og er þessi leikur með marga “leikvelli” það er að segja maður fór í þrjá mismunandi heima, og gat líka farið neðansjávar.

Final Fantasy VI(1994): Þarna var sko farið á nýjar slóðir, það tóku allir andköf þegar þeir fóru fyrst á airship í þessum leik. Öll grafík aukin til muna.

Final Fantasy VII(1997): Án efa stærsta stökk seríunnar, ef ekki bara leikjaheimsins. Fyrsti þrívíddar leikurinn í seríunni og markaði þar með spor í RPG-söguna

Final Fantasy VIII(1999): Junction kerfið kom þarna inn, og gerði góða hluti. Mun flottari grafíklega séð en VII

Final Fantasy IX(2000): Þessi leikur var meira svona “tribute” til hinna leikjanna, þó hann væri ekkert síðri en þeir. þó var í honum nýtt bardagakerfi heyri ég.

Final Fantasy X(2001): Fyrsti leikurinn á PS2 og einn sá raunverulegasti leikur sem einhverntímann hafði sést. Einnig kom sphere grid-junction kerfið inn sem var mjög flott.

Final Fantasy X-2(2003): Fyrsti framhaldsleikurinn í seríunni, og einnig kom nýtt bardagakerfi.

Final Fantasy XI(2003):Algörlega spilaður á netinu, mikil breyting þar á.

Final Fantasy XII(????): Það verða víst ótal breytingar í þessum leik og þar á meðal splunkunýtt AI-based bardagakerfi, og Breytt sjónarhorn, og það á víst að vera þannig að engir random encounters verða, heldur sér maður óvinina á randi um leikinn og getur ákveðið hvort þú berst við þá eða ekki.