Jacques René Hébert
(15. nóvember, 1757 - 24. mars, 1794)

Jacques René Hébert var ritstjóri á hinu mjög svo róttæka dagblaði Le Pére Duchesne í frönsku byltingunni. Fylgismenn hans eru venjulega þekktir upp á ensku sem “Hébertists” eða eins og við myndum sennilega segja á íslensku, “hébertistar”. Hann hafði mest áhrif með greinum sínum sem birtust í Le Pére Duchesne á árunum 1790 til 1794.

Þessar greinar, þó svo að hafa verið nokkuð snjallar, voru ofbeldisfullar og ósiðlegar, og fullar af slæmu orðbragði, sem var gert til að höfða til múgsins.

Hann fluttist til Parísar þegar hann var enn ungur, og þar barðist hann við mikla fátækt. Hann vakti fyrst athygli með bæklingum, og varð vel stæður meðlimur í félaginu Cordeliers árið 1791. Meðan að á uppreisninni stóð 10. ágúst, 1792 varð hann meðlimur í hinu byltingarsinnaða Borgarráði París.

Ofbeldisfullar árásir hans á gírondínana leiddu til handtöku hans 24. maí, 1793, en honum var sleppt vegna mikils þrýstings frá múginum. Hann varð mjög vinsæll eftir það og stofnaði með Pierre Gaspard Chaumette “sanngirnistrúnna”, andstætt hinum trúarlega “sértrúarsöfnuði hinnar æðri veru” sem Robespierre stóð fyrir, og reyndi að æsa fólk upp á móti hópi Robespierre.

Eftir að það mistókst voru hébertistarnir, eins og fylgimenn hans voru kallaðir, handteknir.
Hébert og fylgismenn hans voru hálshöggnir 24. mars, 1794, og voru meðal fárra sem féllu fyrir hendi Robespierre og Almannavarnanefndinni
fyrir ofsatrú, frekar en andspyrnu gegn byltingunni. Eiginkona hans, sem var nunna, var líflátin 20 dögum seinna.