Þessi grein er fréttatilkynnning frá hljómsveitinni Isidor.
Þar sem við í Isidor eigum enga heimasíðu í augnablikinu birtum við nú smá slúður hér á huga.

Við strákarnir í Isidor vorum í gær (laugardag 5/4) að byrja á að taka upp plötu sem við ætlum síðan að gefa út sjálfir á almennum markaði. Upptökurnar gerum við sjálfir í æfingahúsnæðinu okkar með góðri og dyggri aðstoð frá honum Bigga, sem er bassaleikarinn í snilldar rokkgrúppunni Ókind (www.okind.tk). Það stóð til að klára upptökur í dag en svo illa vildi til að hann Addi trommari varð óvart veikur og þess vegna verðum við að ljúka upptökum seinna.
Á plötunni verða að öllum líkinum 10 lög sem spanna allt það tímabil sem Isidor hefur starfað, sem er frá haustinu 2001. Að vísu var byrjað að vinna úr nokkrum lögum áður en sveitin varð fullkomnlega til.
Platan er öll tekinn upp live (þ.e.a.s að segja að öll hljóðfæri eru tekinn upp í einu í stað þess að eitt hljóðfæri sé tekið upp í einu). Þar sem það er lítill upptöku kostnaður við plötuna mun hún vera seld mjög ódýrt, undir 1000 kr hvert eintak. Platan mun koma út í seinasta lagi í júlí.

Isidor eru að vinna í heimasíðunni sinni. Steingrímur Bassahetja Isidors hefur aðalumsjón yfir síðunni og mun hún m.a. innihalda margar skemmtilegar myndir (Þið getið tékkað á huga notandamyndinni af okkur).

Í haust mun hefjast löng pása í starfsemi Isidor. Orri gítarskrímsli ætlar til Frakklands í tónlistarskóla þar sem hann ætlar að læra aðeins betur um hvernig aðrir kjósa að spila á gítar auk þess sem hann ætlar að æfa gítarspilið sitt alveg rosalega mikið. Þegar hann kemur aftur fer Isidor aftur á fullt, tvíefldir með betri gítarleikara.

Eftir aðal upptökutarnirnar munum við fara að æfa nýtt efni því við erum með fullt af nýjum laga hugmyndum sem við getum ekki beðið eftir að fara að vinna úr.

Fyrir hönd Isidors
Orri Tómasson