Ég var að lesa grein í mogganum eftir Arnar Eggert Thoroddsen, þann ágæta blaðamann. Þar er hann að skrifa um hvað Nirvana séu ofmetnir og séu hreinlega algjört skítaband. Í þessari grein er ég sammála honum að (hluta til) einu leyti Nirvana eru kannski ofmetnir. En að segja t.d. að Nirvana sé ofmetnasta rokksveit sögunar mundi ég frekar flokka undir tilraun til að vekja athygli á sér frekar en góð blaðaskrif.

Í þessari grein er hann er að aðallega að gagnrýna plötuna Nevermind og allt í kringum hana. Ég er sammála honum að Nevermind er ekki mikil pönk- eða nýbylgjuplata. En það sem ég furða mig einna mest er það að hann er að segja frá því að alltaf sé talað um Nirvana sem pönk underground band en hann sé ekki sammála því. En svo í sömu grein horfir hann á einu plötu Nirvana sem er ekki pönk underground plata (fyrir utan unplugged). Hann er að gagnrýna annað fólk fyrir það að kalla þá underground band en er sjálfur að tala um mestu popp plötu Nirvana; Nevermind. Sem hann er greinilega mest hrifinn af sjálfur(skást í hans augum). Af hverju hlustar hann ekki á t.d. Bleach sem að er mjög hrá underground plata???
Hann segir m.a. “En Nirvana-kannski er það tímanna tákn-voru fyrst og fremst táknmyndir, tilbúninur fjölmiðla og þrá unglinga þess tíma eftir andhetju,eitthvað sem aumingja Kurt virtist hafa í sér í ríkum mæli. Þegar litið er til baka er í raun furðulegt hversu mikið er látið með ekki betri hljómsveit”.
Þetta voru Nirvana einmitt ekki. Og Kurt vildi þetta einmitt ekki. Enginn heilvita menn mundu senda frá sér jafn hráaplötu ogin utero á eftir vinsælli popp plötu eins og Nevermind ef að þeir væru að leita eftir frægð og frama.
Arnar fer lofsamlegum orðum um Bítlana og Sex Pistols, ekkert að því. Það er hinsvegar athugavert fyrir það að hann er að hgagnrýna Nirvana fyrir að keyra á ýmindinni. Sem að báðar þessar hljómsveitir gerðu mjög mikið, mun meira en Nirvana gerðu nokkru sinni(enda gerðu þir það ekki). Báðar þessar hljómsveitir voru mjög hæfar tónlistarlega séð, eins og Nirvana. En auðvitað fylgir heimurinn frægum rokkhljómsveitum og unglingar gera margt til að líkjast þeim.

Í þessu ljósi finnst mér furðulegt að hann sé að gagnrýna Nirvana fyrir þeirra popp plötu. Ef hann vill gagnrýna pönk underground plötu þá bendi ég honum á að hlusta á Bleach eða In Utero.

Méli
rokk er betra en þarflaus ræða