Mér datt í hug að það gæti orðið áhugavert og einnig nokkuð fræðandi fyrir metal-aðdáendur hér á huga.is að notendur myndu mæla með einhverri hljómsveit sem þeim finnst að aðrir notendur ættu að tékka á. Fyrir menn sem eru á fullu í metalheiminum og vita kannski allt um allar hljómsveitir er þetta kannski ekki mjög fræðandi en fyrir marga getur þetta verið gott tækifæri til að uppgötva nýjar hljómsveitir. Ég til dæmis bý í Skagafirði og get ekki talið fleiri en einn til tvo kunningja mína sem hlusta á metal. Og það er ekki mikið meira en Iron Maiden og Metallica (sem er mjög gott miðað við það að hinir asnarnir hlusta á bara á Linkin park og limp bizkit!). Ég vil nú persónulega þakka notendum metals á huga fyrir að fræða mig um metal. Hér hef ég komist í vitneskju sem ég hefði aldrei komist annars staðar yfir. Hljómsveitir eins og til dæmis Killswitch Engage, In flames og Dream theater væru ekki til í mínum huga. Svo veit ég hversu gaman það er fyrir alla að segja frá góðri tónlist. Maður vill miðla þessu til annarra!

Ég ætla því að byrja á að tala um hljómsveit sem ég hef einu sinni heyrt minnst á hér á huga og því miður man ég ekki eftir nafnið á notendanum. Hinsvegar veit ég að eflaust hafa margir heyrt um þessa hljómsveit. Hún heitir Atreyu. Ég verslaði eina diskinn þeirra (að ég held!) á Amazon og hann heitir “Suicide notes and butterfly kisses”. Þetta er alveg hörkudiskur. Hann verður betri við hverja hlustun. Nóg af öskrum og svo hægja þeir á sér inn á milli. Skemmtilegar gítarpælingar eru mjög einkennandi. Söngurinn er kannski ekki þeirra sterkasti kanntur en á köflum er hann samt mjög góður. Á disknum eru mörg góð lög en ég get til dæmis mælt með lögunum “lip gloss and black” og “dilated”.

En eins og ég segi þá vil ég heyra frá ykkur. Þið megið blaðra og fræða okkur hin eins mikið og þið viljið um hverja hljómsveit. Eða þið getið þess vegna skrifað bara nafnið á hljómsveitinni fyrir mér. Þið getið þess vegna skrifað um Metallica en þið eruð nú samt sennilega ekki að fræða margan með því!
Takk fyrir…..
Will there ever be a boy born who can swim faster than a shark?