Kvöldið, er búinn að stunda ræktinna núna frá í Ágúst og hef bætt mig vel í öllu en núna er hægri öxlin mín eitthvað meidd og byrjuð að draga mig niður í bekkpressunni og brjóstkassaæfingum,

verkurinn kemur aðalega í bekkpressunni með handlóð, þetta dregur mig mikið niður þarsem öxlin gefur bara undan og ég næ ekki að skila þeim krafti sem ég get verið að skila í bekkpressunni né með handlóðum, hef verið að vinna með 36kg til 38kg 6-8 reps x4 handlóð og núna farinn að vinna með 30kg 6-8 reps x4 og og var með 95kg 5x3 í bekknum og núna er ég með c.a 85-87kg 7x3.

Ég æfi axlirnar reglulega er bara að spá hvort ég gæti verið að lyfta vitlaust? hvort ég sé að taka of mikið á frammaxlir og of lítið á aftari ?